Mun þenslan bera okkur ofurliði? Hafliði Helgason skrifar 20. mars 2005 00:01 Það er margt sem bendir til þess að Íslendingar muni fara fram úr sér í núverandi þenslu efnahagslífsins og muni þurfa að glíma við afleiðingarnar fyrr eða síðar. Hafnarbakkinn í Norfolk er fullur af bílum sem eru á leið til Íslands og sterk króna gerir það að verkum að við munum flykkjast til útlanda og njóta sólar og lágs verðlags. Það er auðvitað alltaf gaman þegar er gaman en hættan er sú að skellurinn komi með gráti og gnístran tanna. Seðlabankinn gefur út Peningamál á morgun og mun væntanlega samhliða hækka stýrivexti bankans. Afleiðing hækkandi stýrivaxta er að krónan styrkist og óverðtryggðir skammtímavextir hækka. En veislan mun væntanlega halda áfram enn um sinn. ´ Sterk króna ýtir ennþá frekar undir innkaupagleðina á innfluttum vörum og ferðagleðin eykst að sama skapi. Íslendingar eru búnir að lækka yfirdráttinn sinn að undanförnu. Reyndar ekki með því að spara og greiða hann niður með aðhaldsömu líferni, heldur með því að endurfjármagna húsnæði sitt og létta greiðslubyrðina. Stýrivextirnir hafa sáralítil áhrif á langtímavexti sem hafa farið lækkandi og því njóta íslenskir húseigendur þess í fyrsta skipti sem aðrar þjóðir hafa notið; að éta svolítið af húsinu sínu án þess að selja það. Sú þróun ein og sér er í sjálfu sér jákvæð. Það er gott að greiðslubyrðin léttist og að greiða yfirdráttinn sinn er besta fjárfesting sem hugsast getur á mælikvarða áhættu og vaxta, en fjárfestingarákvarðanir eru teknar á grundvelli mati þessara tveggja þátta. Langtímalánin gera það líka að verkum að útgjöld eru jafnari og auðveldara að skipuleggja fjármálin. Hættan er samt sú að yfirdrátturinn mæti aftur að einhverjum tíima liðnum. Bíll sem fjármagnaður er með 40 ára íbúðaláni endist ekki nema brot af tíma lánsins. Þá þarf væntanlega að kaupa annan bíl og sá verður væntanlega á skammtímaláni. Áfram verður samt borgað af gamla bílnum næstu rúmu þrjá áratugina eða svo. Það þýðir ekkert að fást um þetta. Það er eðlilegt að fólk nýti tækifærin þegar nóg er af peningum í umferð og krónan sterk. Við þær kringumstæður sem nú eru í hagkerfinu er óhjákvæmilegt að eyðslan verði dáldið ýkt. Hitt er svo annað að stjórnvöld hafa ekki tekið núverandi þenslu nægjanlega föstum tökum. Ríkið dregur ekki úr framkvæmdum. Þvert á móti jukust þær á síðasta ári. Þegar veltan í samfélaginu vex, aukast líka skatttekjur hins opinbera. Þannig fitna opinberir aðilar við öll lætin. Mikilvægasta verkefnið við núverandi kringumstæður er að nýta vaxandi tekjur hins opinbera til þess að greiða skuldir og koma í veg fyrir að fjármunirnir komist aftur út í hringdans efnahagslífsins. Ríkið fær vart betri tíð til að greiða erlendar skuldir en einmitt tíma sterkrar krónu og mikilla skattteknar. Stjórnvöld hafa ekki gert nægjanlegar kröfur til sín við efnahagsstjórinia. Afleiðingin er sterkari króna en hollt er fyrir okkur. Útflutnings- og samkeppnisgreinar eiga undir högg að sækja og nýsköpunarfyrirtæki sem gætu orðið uppspretta bættra lífskjara ná ekki að komast á legg. Afleiðingin getur orðið sú að þegar framkvæmdum við stóriðju lýkur, þá verður spennufall og af því að við höfum kæft nýgræðingin í fæðingu þá er afleiðingin stöðnun og atvinnuleysi. Ef við hins vegar reynum að kynda undir með nýjum stórframkvæmdum, þá er það eins og annað fyllerí morguninn eftir það síðasta. Allir sem þannig hafa drukkið vita hverjir timburmenn fylgja slíku. Niðurstaðan er sú að stjórnvöld verða að beita meira aðhaldi og mega ekki skilja Seðlabankann einan eftir í því að halda aftur af þenslunni. Seðlabankinn treystir sennilega mátulega á stjórnvöld í þeim efnum og mun hækka vextina áfram. Ég spái 0,75 prósenta hækkun á morgun og af því að greinin er skrifuð á vef þá get ég gert, eins og sumir stjórnmálamenn, breytt spánni eftirá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem bendir til þess að Íslendingar muni fara fram úr sér í núverandi þenslu efnahagslífsins og muni þurfa að glíma við afleiðingarnar fyrr eða síðar. Hafnarbakkinn í Norfolk er fullur af bílum sem eru á leið til Íslands og sterk króna gerir það að verkum að við munum flykkjast til útlanda og njóta sólar og lágs verðlags. Það er auðvitað alltaf gaman þegar er gaman en hættan er sú að skellurinn komi með gráti og gnístran tanna. Seðlabankinn gefur út Peningamál á morgun og mun væntanlega samhliða hækka stýrivexti bankans. Afleiðing hækkandi stýrivaxta er að krónan styrkist og óverðtryggðir skammtímavextir hækka. En veislan mun væntanlega halda áfram enn um sinn. ´ Sterk króna ýtir ennþá frekar undir innkaupagleðina á innfluttum vörum og ferðagleðin eykst að sama skapi. Íslendingar eru búnir að lækka yfirdráttinn sinn að undanförnu. Reyndar ekki með því að spara og greiða hann niður með aðhaldsömu líferni, heldur með því að endurfjármagna húsnæði sitt og létta greiðslubyrðina. Stýrivextirnir hafa sáralítil áhrif á langtímavexti sem hafa farið lækkandi og því njóta íslenskir húseigendur þess í fyrsta skipti sem aðrar þjóðir hafa notið; að éta svolítið af húsinu sínu án þess að selja það. Sú þróun ein og sér er í sjálfu sér jákvæð. Það er gott að greiðslubyrðin léttist og að greiða yfirdráttinn sinn er besta fjárfesting sem hugsast getur á mælikvarða áhættu og vaxta, en fjárfestingarákvarðanir eru teknar á grundvelli mati þessara tveggja þátta. Langtímalánin gera það líka að verkum að útgjöld eru jafnari og auðveldara að skipuleggja fjármálin. Hættan er samt sú að yfirdrátturinn mæti aftur að einhverjum tíima liðnum. Bíll sem fjármagnaður er með 40 ára íbúðaláni endist ekki nema brot af tíma lánsins. Þá þarf væntanlega að kaupa annan bíl og sá verður væntanlega á skammtímaláni. Áfram verður samt borgað af gamla bílnum næstu rúmu þrjá áratugina eða svo. Það þýðir ekkert að fást um þetta. Það er eðlilegt að fólk nýti tækifærin þegar nóg er af peningum í umferð og krónan sterk. Við þær kringumstæður sem nú eru í hagkerfinu er óhjákvæmilegt að eyðslan verði dáldið ýkt. Hitt er svo annað að stjórnvöld hafa ekki tekið núverandi þenslu nægjanlega föstum tökum. Ríkið dregur ekki úr framkvæmdum. Þvert á móti jukust þær á síðasta ári. Þegar veltan í samfélaginu vex, aukast líka skatttekjur hins opinbera. Þannig fitna opinberir aðilar við öll lætin. Mikilvægasta verkefnið við núverandi kringumstæður er að nýta vaxandi tekjur hins opinbera til þess að greiða skuldir og koma í veg fyrir að fjármunirnir komist aftur út í hringdans efnahagslífsins. Ríkið fær vart betri tíð til að greiða erlendar skuldir en einmitt tíma sterkrar krónu og mikilla skattteknar. Stjórnvöld hafa ekki gert nægjanlegar kröfur til sín við efnahagsstjórinia. Afleiðingin er sterkari króna en hollt er fyrir okkur. Útflutnings- og samkeppnisgreinar eiga undir högg að sækja og nýsköpunarfyrirtæki sem gætu orðið uppspretta bættra lífskjara ná ekki að komast á legg. Afleiðingin getur orðið sú að þegar framkvæmdum við stóriðju lýkur, þá verður spennufall og af því að við höfum kæft nýgræðingin í fæðingu þá er afleiðingin stöðnun og atvinnuleysi. Ef við hins vegar reynum að kynda undir með nýjum stórframkvæmdum, þá er það eins og annað fyllerí morguninn eftir það síðasta. Allir sem þannig hafa drukkið vita hverjir timburmenn fylgja slíku. Niðurstaðan er sú að stjórnvöld verða að beita meira aðhaldi og mega ekki skilja Seðlabankann einan eftir í því að halda aftur af þenslunni. Seðlabankinn treystir sennilega mátulega á stjórnvöld í þeim efnum og mun hækka vextina áfram. Ég spái 0,75 prósenta hækkun á morgun og af því að greinin er skrifuð á vef þá get ég gert, eins og sumir stjórnmálamenn, breytt spánni eftirá.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun