Fischer: Tillaga lögð fram 17. mars 2005 00:01 Fulltrúar stjórnarandstöðunnar lögðu fram tillögu um að Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur á fundi allsherjarnefndar í morgun. Nefndin mun fara yfir ný gögn í málinu áður en afstaða verður tekin og mun fljótlega funda aftur. Stuðningsmenn Fischers lögðu fram á fundi nefndarinnar útskrift af formlegu samtali japanska stjórnarandstöðuþingmannsins Fukushima við Masaharu Miura, yfirmann innflytjendamála í Japan, þar sem fram kemur að hann segir að Fischer geti fengið að fara til Íslands, fái hann íslenskan ríkisborgararétt. Össur Skarphéðinsson, einn fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir þessi gögn breyta öllu því þau séu algjörlega ný í málinu. Hins vegar vill meirihluti nefndarinnar fara yfir þessi gögn og fá þau staðfest frá þeim sem þar er vitnað í, það er hjá yfirmanni japanskra innflytjendamála, að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segist ekki geta svarað því hreint út að Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, sagðist eftir fundinn vera ánægður með viðbrögð nefndarinnar og bjartsýnn á að ríkisborgararéttur yrði veittur, en nú riði á að hraða afgreiðslu málsins, því þann fimmta apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik eða ekki. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Fáist svo samþykki Alþingis, eins og líkur séu á, verði fulltrúi stjórnvalda sendur til Japans með vegabréf fyrir Fischer. Þá hefur AP eftir Drífu Hjartardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, að ólíklegt sé að margir þingmenn myndu setja sig upp á móti því að veita Fischer ríkisborgararétt. Hið sama segir Ögmundur Jónason, varaformaður vinstri - grænna, í viðtali við AP og bætir því við að mikilvægt sé að Alþingi bregðist hratt við í málinu. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar lögðu fram tillögu um að Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur á fundi allsherjarnefndar í morgun. Nefndin mun fara yfir ný gögn í málinu áður en afstaða verður tekin og mun fljótlega funda aftur. Stuðningsmenn Fischers lögðu fram á fundi nefndarinnar útskrift af formlegu samtali japanska stjórnarandstöðuþingmannsins Fukushima við Masaharu Miura, yfirmann innflytjendamála í Japan, þar sem fram kemur að hann segir að Fischer geti fengið að fara til Íslands, fái hann íslenskan ríkisborgararétt. Össur Skarphéðinsson, einn fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir þessi gögn breyta öllu því þau séu algjörlega ný í málinu. Hins vegar vill meirihluti nefndarinnar fara yfir þessi gögn og fá þau staðfest frá þeim sem þar er vitnað í, það er hjá yfirmanni japanskra innflytjendamála, að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segist ekki geta svarað því hreint út að Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, sagðist eftir fundinn vera ánægður með viðbrögð nefndarinnar og bjartsýnn á að ríkisborgararéttur yrði veittur, en nú riði á að hraða afgreiðslu málsins, því þann fimmta apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik eða ekki. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Fáist svo samþykki Alþingis, eins og líkur séu á, verði fulltrúi stjórnvalda sendur til Japans með vegabréf fyrir Fischer. Þá hefur AP eftir Drífu Hjartardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, að ólíklegt sé að margir þingmenn myndu setja sig upp á móti því að veita Fischer ríkisborgararétt. Hið sama segir Ögmundur Jónason, varaformaður vinstri - grænna, í viðtali við AP og bætir því við að mikilvægt sé að Alþingi bregðist hratt við í málinu.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira