Sátt við að vera "litla liðið" 25. febrúar 2005 00:01 Lið Stjörnunnar er fyrir fram talið sigurstranglegra í leiknum í dag, enda talsvert fyrir ofan Gróttu/KR á töflunni í DHL-deildinni. Þegar í bikarúrslitaleikinn er komið skiptir staðan í deildinni þó ekki eins miklu máli, og dagsformið ræður miklu. Stjarnan hefur nýlokið keppni í Áskorendakeppni Evrópu, þar sem liðið komst upp úr riðlakeppninni en féll úr leik um síðustu helgi fyrir sterku pólsku liði. Grótta/KR gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum ÍBV í undanúrslitum og er því til alls líkleg í leiknum í dag. Sjálfstraustið er lykillinn Í samtali við Fréttablaðið sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu/KR, að sitt lið ætlaði að nýta sér það að vera "litla liðið" í leiknum. "Pressan er meiri á Stjörnuna því þær eru fyrir fram taldar mun sigurstranglegri. Þær eru auðvitað með frábært lið og verða mjög erfiðar, en við ætlum að nýta okkur það að fæstir búast við því að við getum lagt þær að velli. Við ætlum að fara í þennan leik með það fyrir augum að hafa gaman að þessu og reyna að fá sem mest út úr leiknum". Kári segir lið sitt að mestu laust við meiðsli og að lykillinn hjá liðinu sé sjálfstraustið. "Við verðum að vísu án Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, sem er í leikbanni. Hún er lykilmaður í liðinu hjá okkur í vörn og sókn, svo að það verður erfitt að fylla hennar skarð. Það sem hefur vantað í liðið hjá okkur í vetur hefur verið sjálfstraustið og ég er að vona að það sé komið í lag eftir sigurinn í Eyjum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður mjög erfiður leikur, en við förum í hann til að reyna að vinna", sagði Kári. Titil í Garðabæinn Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, er bjartsýnn fyrir leikinn og segir sitt lið hungrað í að fara að vinna titil. "Við héldum fund í vikunni með liðinu til að ná okkur niður á jörðina eftir Evrópukeppnina og til að einbeita okkur að næsta verkefni, sem er bikarúrslitin. Margir reikna með því að við eigum sigurinn vísan í leiknum, en lið Gróttu/KR má ekki vanmeta og við gætum þess að missa okkur ekki út í slíkan hugsunarhátt. Það er ekki langt síðan þær lögðu ÍBV og það sýnir að það er þrusugangur í þessu liði. Við höfum hins vegar leikið ágætlega upp á síðkastið svo að við erum klár í slaginn. Það er langt síðan bikarinn hefur komið í Garðabæinn og því ætlum við að reyna að bæta úr því," sagði Erlendur. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Lið Stjörnunnar er fyrir fram talið sigurstranglegra í leiknum í dag, enda talsvert fyrir ofan Gróttu/KR á töflunni í DHL-deildinni. Þegar í bikarúrslitaleikinn er komið skiptir staðan í deildinni þó ekki eins miklu máli, og dagsformið ræður miklu. Stjarnan hefur nýlokið keppni í Áskorendakeppni Evrópu, þar sem liðið komst upp úr riðlakeppninni en féll úr leik um síðustu helgi fyrir sterku pólsku liði. Grótta/KR gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum ÍBV í undanúrslitum og er því til alls líkleg í leiknum í dag. Sjálfstraustið er lykillinn Í samtali við Fréttablaðið sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu/KR, að sitt lið ætlaði að nýta sér það að vera "litla liðið" í leiknum. "Pressan er meiri á Stjörnuna því þær eru fyrir fram taldar mun sigurstranglegri. Þær eru auðvitað með frábært lið og verða mjög erfiðar, en við ætlum að nýta okkur það að fæstir búast við því að við getum lagt þær að velli. Við ætlum að fara í þennan leik með það fyrir augum að hafa gaman að þessu og reyna að fá sem mest út úr leiknum". Kári segir lið sitt að mestu laust við meiðsli og að lykillinn hjá liðinu sé sjálfstraustið. "Við verðum að vísu án Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, sem er í leikbanni. Hún er lykilmaður í liðinu hjá okkur í vörn og sókn, svo að það verður erfitt að fylla hennar skarð. Það sem hefur vantað í liðið hjá okkur í vetur hefur verið sjálfstraustið og ég er að vona að það sé komið í lag eftir sigurinn í Eyjum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður mjög erfiður leikur, en við förum í hann til að reyna að vinna", sagði Kári. Titil í Garðabæinn Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, er bjartsýnn fyrir leikinn og segir sitt lið hungrað í að fara að vinna titil. "Við héldum fund í vikunni með liðinu til að ná okkur niður á jörðina eftir Evrópukeppnina og til að einbeita okkur að næsta verkefni, sem er bikarúrslitin. Margir reikna með því að við eigum sigurinn vísan í leiknum, en lið Gróttu/KR má ekki vanmeta og við gætum þess að missa okkur ekki út í slíkan hugsunarhátt. Það er ekki langt síðan þær lögðu ÍBV og það sýnir að það er þrusugangur í þessu liði. Við höfum hins vegar leikið ágætlega upp á síðkastið svo að við erum klár í slaginn. Það er langt síðan bikarinn hefur komið í Garðabæinn og því ætlum við að reyna að bæta úr því," sagði Erlendur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira