Var ekki að meika það 19. febrúar 2005 00:01 Aðalsteinn náði frábærum árangri með kvennalið ÍBV síðasta vetur. Gerði liðið að Íslandsmeisturum og komst einnig í undanúrslit í Evrópukeppni. Þessi frábæri árangur opnaði dyrnar fyrir hann í Þýskalandi og úr varð að hann tók við liði Weibern sem kemur frá 1500 manna smábæ. Lífið í Þýskalandi hefur ekki verið neinn dans á rósum. Weibern er búið að verma botnsæti deildarinnar í allan vetur og lítið annað en fall blasir við liðinu. Jafnvel þótt liðið haldi sæti sínu þá mun það líklega verða dæmt niður sökum fjárhagsvandræða. "Það er frekar erfitt ástandið hérna. Það hefur enginn fengið laun í tæpa þrjá mánuði og á þriðjudag skýrist hvort félagið verði keyrt í gjaldþrot. Staðan er ekki góð og félagið vantar rúmar fimm milljónir króna til þess að klára tímabilið," sagði Aðalsteinn og bætti við að félagið ætli sér niður þar sem það hefur hreinlega ekki efni á því að spila í úrvalsdeildinni. Aðalsteinn hefur sett félaginu afarkosti. Annað hvort greiði það honum það sem hann á inni fyrir 26. febrúar eða hann fer heim með fyrstu vél. "Mér finnst miður að þurfa að gera þetta því mig langar mikið til þess að klára tímabilið. En á móti kemur að maður lifir ekki á loftinu einu saman. Sem betur fer átti ég varasjóð en hann fer að tæmast," sagði Aðalsteinn sem er með frekar þunnskipaðan hóp þar sem stjórn félagsins hefur rekið þrjá leikmenn frá félaginu. Eftir standa ellefu stelpur og vinna Aðalsteins því mjög erfið. Þrátt fyrir alla erfiðleikana sér hann ekki eftir því að hafa farið út. "Þetta er eitthvað sem mig hafði alltaf langað að prófa og ég lagði allt undir. Eftir að hafa kynnst þessu umhverfi þar sem annað hvert félag er í fjárhagsvandræðum þá hef ég hvorki löngun né vilja til þess að vera hér áfram. Það er ekki gott að lifa í umhverfi þar sem er stanslaus óvissa með laun. Þetta er engu að síður búin að vera fín reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég held ég geti samt sagt það blákalt að ég hafi ekki verið að meika það," sagði Aðalsteinn léttur og hló. Hann stefnir á að hefja nám í lögfræði næsta vetur og samhliða því mun hann þjálfa kvennalið FH. "Ég er búinn að vera í viðræðum við FH síðustu vikur og málið er frágengið af minni hálfu," sagði Aðalsteinn en Sæmundur Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki staðfesta að hann væri búinn að ráða Aðalstein en bjóst við að tilkynna ráðningu hans eftir helgi. Íslenski handboltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Aðalsteinn náði frábærum árangri með kvennalið ÍBV síðasta vetur. Gerði liðið að Íslandsmeisturum og komst einnig í undanúrslit í Evrópukeppni. Þessi frábæri árangur opnaði dyrnar fyrir hann í Þýskalandi og úr varð að hann tók við liði Weibern sem kemur frá 1500 manna smábæ. Lífið í Þýskalandi hefur ekki verið neinn dans á rósum. Weibern er búið að verma botnsæti deildarinnar í allan vetur og lítið annað en fall blasir við liðinu. Jafnvel þótt liðið haldi sæti sínu þá mun það líklega verða dæmt niður sökum fjárhagsvandræða. "Það er frekar erfitt ástandið hérna. Það hefur enginn fengið laun í tæpa þrjá mánuði og á þriðjudag skýrist hvort félagið verði keyrt í gjaldþrot. Staðan er ekki góð og félagið vantar rúmar fimm milljónir króna til þess að klára tímabilið," sagði Aðalsteinn og bætti við að félagið ætli sér niður þar sem það hefur hreinlega ekki efni á því að spila í úrvalsdeildinni. Aðalsteinn hefur sett félaginu afarkosti. Annað hvort greiði það honum það sem hann á inni fyrir 26. febrúar eða hann fer heim með fyrstu vél. "Mér finnst miður að þurfa að gera þetta því mig langar mikið til þess að klára tímabilið. En á móti kemur að maður lifir ekki á loftinu einu saman. Sem betur fer átti ég varasjóð en hann fer að tæmast," sagði Aðalsteinn sem er með frekar þunnskipaðan hóp þar sem stjórn félagsins hefur rekið þrjá leikmenn frá félaginu. Eftir standa ellefu stelpur og vinna Aðalsteins því mjög erfið. Þrátt fyrir alla erfiðleikana sér hann ekki eftir því að hafa farið út. "Þetta er eitthvað sem mig hafði alltaf langað að prófa og ég lagði allt undir. Eftir að hafa kynnst þessu umhverfi þar sem annað hvert félag er í fjárhagsvandræðum þá hef ég hvorki löngun né vilja til þess að vera hér áfram. Það er ekki gott að lifa í umhverfi þar sem er stanslaus óvissa með laun. Þetta er engu að síður búin að vera fín reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég held ég geti samt sagt það blákalt að ég hafi ekki verið að meika það," sagði Aðalsteinn léttur og hló. Hann stefnir á að hefja nám í lögfræði næsta vetur og samhliða því mun hann þjálfa kvennalið FH. "Ég er búinn að vera í viðræðum við FH síðustu vikur og málið er frágengið af minni hálfu," sagði Aðalsteinn en Sæmundur Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki staðfesta að hann væri búinn að ráða Aðalstein en bjóst við að tilkynna ráðningu hans eftir helgi.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn