Fórum of mjúkum höndum um Roland 16. febrúar 2005 00:01 Átján daga bannið sem Roland Eradze, markvörður ÍBV, var dæmdur í af aganefnd HSÍ á þriðjudag hefur vakið furðu marga. Roland hefði samkvæmt lengd bannsins átt að missa af þremur leikjum en þar sem leik ÍBV og Þórs, sem fara átti fram í Vestmannaeyjum í gærkvöld, var frestað vegna ófærðar mun hann væntanlega missa af fjórum leikjum. Mörgum þykir Aganefnd HSÍ hafa farið mjúkum höndum um landsliðsmarkvörðinn þar sem framkoma hans í leik ÍR og ÍBV á laugardaginn var ófyrirgefanleg og Roland sjálfur var steinhissa á dómnum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í fyrradag. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland. Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann gæti að mörgu leyti tekið undir þá gagnrýni að dómurinn væri vægur "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl sem viðurkenndi að aganefndin hefði sennilega tilkynnt úrskurðinn of fljótt. "Við flýtum okkur of mikið og hefðum átt að gefa okkur meiri tíma," sagði Karl og þvertók fyrir að nefndin hafi verið beitt pressu af hálfu forystu HSÍ til að birta úrskurð eins fljótt og auðið var. Hann sagði þó slæmt að það vantaði skýrari reglur þegar hrækt eða slegið væri til dómara. "Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál en við dæmdum algjörlega út frá refsistigaskalanum. Ég hefði reyndar viljað sjá dómarana útiloka hann frá leiknum en það hefði þýtt átta refstig. Hann fékk hins vegar fimm refsistig fyrir rauða spjaldið og það kom aldrei annað til greina en að dæma hann í tímabundið bann. Niðurstaðan varð sú að hann fékk átján daga bann sem þýðir að hann missir af þremur leikjum en ég get staðfest að það ríkti ekki eining innan nefndarinnar um lengd bannsins. Við komumst hins vegar að þessari niðurstöðu og henni verður ekki breytt," sagði Karl, sem hefur, þrátt fyrir tuttugu ára starfsreynslu í aganefnd HSÍ, aldrei fengið mál þessu líkt inn á borð til sín. Íslenski handboltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Sjá meira
Átján daga bannið sem Roland Eradze, markvörður ÍBV, var dæmdur í af aganefnd HSÍ á þriðjudag hefur vakið furðu marga. Roland hefði samkvæmt lengd bannsins átt að missa af þremur leikjum en þar sem leik ÍBV og Þórs, sem fara átti fram í Vestmannaeyjum í gærkvöld, var frestað vegna ófærðar mun hann væntanlega missa af fjórum leikjum. Mörgum þykir Aganefnd HSÍ hafa farið mjúkum höndum um landsliðsmarkvörðinn þar sem framkoma hans í leik ÍR og ÍBV á laugardaginn var ófyrirgefanleg og Roland sjálfur var steinhissa á dómnum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í fyrradag. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland. Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann gæti að mörgu leyti tekið undir þá gagnrýni að dómurinn væri vægur "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl sem viðurkenndi að aganefndin hefði sennilega tilkynnt úrskurðinn of fljótt. "Við flýtum okkur of mikið og hefðum átt að gefa okkur meiri tíma," sagði Karl og þvertók fyrir að nefndin hafi verið beitt pressu af hálfu forystu HSÍ til að birta úrskurð eins fljótt og auðið var. Hann sagði þó slæmt að það vantaði skýrari reglur þegar hrækt eða slegið væri til dómara. "Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál en við dæmdum algjörlega út frá refsistigaskalanum. Ég hefði reyndar viljað sjá dómarana útiloka hann frá leiknum en það hefði þýtt átta refstig. Hann fékk hins vegar fimm refsistig fyrir rauða spjaldið og það kom aldrei annað til greina en að dæma hann í tímabundið bann. Niðurstaðan varð sú að hann fékk átján daga bann sem þýðir að hann missir af þremur leikjum en ég get staðfest að það ríkti ekki eining innan nefndarinnar um lengd bannsins. Við komumst hins vegar að þessari niðurstöðu og henni verður ekki breytt," sagði Karl, sem hefur, þrátt fyrir tuttugu ára starfsreynslu í aganefnd HSÍ, aldrei fengið mál þessu líkt inn á borð til sín.
Íslenski handboltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins