Kippur kominn í kosningabaráttuna 7. febrúar 2005 00:01 Fjörkippur er loksins hlaupinn í kosningabaráttuna í Danmörku en þar verður kosið til þings á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að það dragi saman með stjórn og stjórnarandstöðu. Sighvatur Jónsson fylgist með kosningabaráttunni í Danmörku. Stjórnin heldur þó velli samkvæmt skoðanakönnun Megafone sem birt var í morgun. Frjálslyndi flokkurinn, Venstre og Íhaldsflokkurinn mynda stjórnina hér í Danmörku með stuðningi danska Þjóðarflokksins og samtals hafa flokkarnir 98 þingsæti af 179. Samkvæmt könnuninni missir stjórnin fimm menn og fær 93 þingsæti. Allt getur gerst segir Mogens Lykketoft, formaður Jafnaðarmannaflokksins, í fjölmiðlum en umræða um útreið flokksins hefur verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum. Jafnaðarmenn mælast nú með 25% fylgi, fjórum prósentum minna en í kosningunum 2001. Venstre, flokkur forsætisráðherrans Anders Fogh Rasmussens, mælist með 29%, tveimur prósentum minna en fyrir fjórum árum. Stuðningsflokkurinn, Þjóðarflokkurinn, stendur í stað með 12% en mesta athygli vekur að róttækir vinstrimenn, gamalt klofningsframboð frá Venstre, bætir við sig og mælist nú með 10% fylgi en fékk 5% í síðustu kosningum. Formaður þess flokks, Marianne Jelved, gæti því verið í ansi áhugaverðri stöðu að loknum kosningunum en hefur þó sagt að hún vilji stjórnarskipti. Viðbrögð Venstre við þessari þróun eru þau að varaformaðurinn segir að atkvæði til róttækra sé atkvæði greitt jafnaðarmönnum. Jafnaðarmenn tala mikið um danska lífeyrissjóðskerfið á endasprettinum sem umræða hefur verið um að geti ekki staðið undir sér í framtíðinni. Ég sat núna hádegisfund með Svend Auken sem var fomaður jafnaðarmanna á árunum 1987-1992 og hann talaði um nauðsyn þess að atvinnurekendur komi að því að skapa fleiri störf fyrir fólk yfir fimmtugt. Hann talaði einnig um framtíð Lykketofts og sagði hana trygga, hver svo sem kosningaúrslitin verða. Það er sem sagt hiti í lokaspretti kosningabaráttunar í Danmörku en danska veðurstofan spáir ágætu kosningaveðri, sólríku og hitastigi um frostmark. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Fjörkippur er loksins hlaupinn í kosningabaráttuna í Danmörku en þar verður kosið til þings á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að það dragi saman með stjórn og stjórnarandstöðu. Sighvatur Jónsson fylgist með kosningabaráttunni í Danmörku. Stjórnin heldur þó velli samkvæmt skoðanakönnun Megafone sem birt var í morgun. Frjálslyndi flokkurinn, Venstre og Íhaldsflokkurinn mynda stjórnina hér í Danmörku með stuðningi danska Þjóðarflokksins og samtals hafa flokkarnir 98 þingsæti af 179. Samkvæmt könnuninni missir stjórnin fimm menn og fær 93 þingsæti. Allt getur gerst segir Mogens Lykketoft, formaður Jafnaðarmannaflokksins, í fjölmiðlum en umræða um útreið flokksins hefur verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum. Jafnaðarmenn mælast nú með 25% fylgi, fjórum prósentum minna en í kosningunum 2001. Venstre, flokkur forsætisráðherrans Anders Fogh Rasmussens, mælist með 29%, tveimur prósentum minna en fyrir fjórum árum. Stuðningsflokkurinn, Þjóðarflokkurinn, stendur í stað með 12% en mesta athygli vekur að róttækir vinstrimenn, gamalt klofningsframboð frá Venstre, bætir við sig og mælist nú með 10% fylgi en fékk 5% í síðustu kosningum. Formaður þess flokks, Marianne Jelved, gæti því verið í ansi áhugaverðri stöðu að loknum kosningunum en hefur þó sagt að hún vilji stjórnarskipti. Viðbrögð Venstre við þessari þróun eru þau að varaformaðurinn segir að atkvæði til róttækra sé atkvæði greitt jafnaðarmönnum. Jafnaðarmenn tala mikið um danska lífeyrissjóðskerfið á endasprettinum sem umræða hefur verið um að geti ekki staðið undir sér í framtíðinni. Ég sat núna hádegisfund með Svend Auken sem var fomaður jafnaðarmanna á árunum 1987-1992 og hann talaði um nauðsyn þess að atvinnurekendur komi að því að skapa fleiri störf fyrir fólk yfir fimmtugt. Hann talaði einnig um framtíð Lykketofts og sagði hana trygga, hver svo sem kosningaúrslitin verða. Það er sem sagt hiti í lokaspretti kosningabaráttunar í Danmörku en danska veðurstofan spáir ágætu kosningaveðri, sólríku og hitastigi um frostmark.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira