Sáttur við tilboð olíufélaganna 2. febrúar 2005 00:01 Mörg þeirra fyrirtækja sem á var brotið á samráðstíma olíufélaganna íhuga að sækja bætur og hafa látið lögfræðingum sínum eftir að kanna forsendur bótakrafna. Tvö fyrirtæki sem blaðið ræddi við hafa þó ákveðið að gera ekkert í málinu, annað vegna ánægju með tilboðin sem þau fengu en hitt vegna góðra viðskipta í dag. "Við höfum ekki hugsað okkur að sækja bætur. Þau tilboð sem við fengum voru eðlileg að okkar mati og ekki útlit fyrir annað en að um samkeppni hafi verið að ræða. Við fengum gott verð," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, um málið og sagðist í raun ekki hafa meira um málið að segja. Í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur fram að Olíufélagið sem þá rak Essó og Olíuverslun Íslands hafi rætt um tilboðið til Ístaks, " en þær skýringar eru gefnar að vegna tengsla Ístaks og Skeljungs væri ólíklegt að lágt tilboð myndi leiða til annars en að Skeljungi yrði gert fært að jafna boðið," segir í úrskurðinum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið í samráði við dómsmálaráðuneytið, að farið yrði í kjölinn á gögnum og reiknað út hvað olíusamráðið hafi kostað fyrirtækið á undanförnum árum. "Landhelgisgæslan áhuga á að endurheimta oftekið fé. Það er nóg hægt að gera við peninginn," segir Georg. Þá verður kannað um hvort dómsmálaráðuneytið geti krafist bóta vegna Ríkiskaupa, reynist svo vera verður málið sent ríkislögmanni. Alcan, áður Ísal, ætlar að sækja bætur til olíufélaganna eins og áður hefur komið fram. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir félagið ætla að krefjast bóta upp á tugi milljóna króna og gæti talan jafnvel farið yfir hundrað milljónir. Lúðvík Bergvinsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og þingmaður Samfylkingarinnar, segir Vestmannaeyjabæ ætla að sækja sinn rétt. Í nóvember hafi verið óskað skriflega eftir viðræðum við olíufélögin um bætur en svör hafi ekki enn borist. Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur líka óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Mörg þeirra fyrirtækja sem á var brotið á samráðstíma olíufélaganna íhuga að sækja bætur og hafa látið lögfræðingum sínum eftir að kanna forsendur bótakrafna. Tvö fyrirtæki sem blaðið ræddi við hafa þó ákveðið að gera ekkert í málinu, annað vegna ánægju með tilboðin sem þau fengu en hitt vegna góðra viðskipta í dag. "Við höfum ekki hugsað okkur að sækja bætur. Þau tilboð sem við fengum voru eðlileg að okkar mati og ekki útlit fyrir annað en að um samkeppni hafi verið að ræða. Við fengum gott verð," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, um málið og sagðist í raun ekki hafa meira um málið að segja. Í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur fram að Olíufélagið sem þá rak Essó og Olíuverslun Íslands hafi rætt um tilboðið til Ístaks, " en þær skýringar eru gefnar að vegna tengsla Ístaks og Skeljungs væri ólíklegt að lágt tilboð myndi leiða til annars en að Skeljungi yrði gert fært að jafna boðið," segir í úrskurðinum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið í samráði við dómsmálaráðuneytið, að farið yrði í kjölinn á gögnum og reiknað út hvað olíusamráðið hafi kostað fyrirtækið á undanförnum árum. "Landhelgisgæslan áhuga á að endurheimta oftekið fé. Það er nóg hægt að gera við peninginn," segir Georg. Þá verður kannað um hvort dómsmálaráðuneytið geti krafist bóta vegna Ríkiskaupa, reynist svo vera verður málið sent ríkislögmanni. Alcan, áður Ísal, ætlar að sækja bætur til olíufélaganna eins og áður hefur komið fram. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir félagið ætla að krefjast bóta upp á tugi milljóna króna og gæti talan jafnvel farið yfir hundrað milljónir. Lúðvík Bergvinsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og þingmaður Samfylkingarinnar, segir Vestmannaeyjabæ ætla að sækja sinn rétt. Í nóvember hafi verið óskað skriflega eftir viðræðum við olíufélögin um bætur en svör hafi ekki enn borist. Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur líka óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira