Lögin valda óvissu 1. febrúar 2005 00:01 Á annan tug starfsmanna hafa réttarstöðu grunaðra við rannsókn olíumálsins. Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, segir embættið þurfa að ákveða að lokinni rannsókn á máli olíufélaganna hvort olíufélögin verði ákærð eða ekki. Hann segir lögin óskýr og unnið sé að breytingum á þeim. Núgildandi lög gera ráð fyrir að samkeppnisyfirvöld rannsaki brot fyrirtækja en lögregla geti bæði rannsakað brot fyrirtækja og einstaklinga. "Samkeppnislögin gera ráð fyrir að fyrirtækjum geti allt eins verið refsað í opinberu máli án þess það hafi áhrif á hvað meðferð málið er búið að fá hjá samkeppnisyfirvöldum," segir Helgi. Lögregla og samkeppnisyfirvöld túlka lögin hvort með sínum hætti. "Vandamálið er að við eigum að vinna eftir lögunum en þau svara þessu ekki á fullnægjandi hátt. Lögin eru gölluð og það þarf að skerpa á reglum um verkaskiptingu á milli lögreglu og samkeppnisyfirvalda," segir Helgi. Helgi segir töluvert þar til lögreglurannsókninni lýkur. Lögregla geti ekki notað það sem haft er eftir starfsmönnum olíufélaganna í skýrslu samkeppnisráðs. Lögreglan þurfi að vinna eftir lögum um meðferð opinberra mála þar sem sumir starfsmannanna geti haft réttarstöðu grunaðra og þurfi þar með ekki að tjá sig frekar en þeir vilji. Einnig er öðruvísi tekið á ósannsögli þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðra. "Ef málið hefði strax komið til okkar værum við að vinna frumvinnuna í stað þess að endurtaka vinnu samkeppnisráðs að hluta," segir Helgi. Þess ber einnig að geta að rannsókn samkeppnisyfirvalda rífur ekki fyrningu á meintum brotum einstaklinga heldur eingöngu yfirheyrslur hjá lögreglu. Þegar starfsmenn hættu hjá fyrirtækjunum byrjaði fyrningartími að líða en fyrningatími miðast við síðasta brot. Verði fyrirtæki sakfelld samkvæmt ákæru getur það þýtt fésekt eða missi starfsleyfis fyrir fyrirtækið. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Á annan tug starfsmanna hafa réttarstöðu grunaðra við rannsókn olíumálsins. Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, segir embættið þurfa að ákveða að lokinni rannsókn á máli olíufélaganna hvort olíufélögin verði ákærð eða ekki. Hann segir lögin óskýr og unnið sé að breytingum á þeim. Núgildandi lög gera ráð fyrir að samkeppnisyfirvöld rannsaki brot fyrirtækja en lögregla geti bæði rannsakað brot fyrirtækja og einstaklinga. "Samkeppnislögin gera ráð fyrir að fyrirtækjum geti allt eins verið refsað í opinberu máli án þess það hafi áhrif á hvað meðferð málið er búið að fá hjá samkeppnisyfirvöldum," segir Helgi. Lögregla og samkeppnisyfirvöld túlka lögin hvort með sínum hætti. "Vandamálið er að við eigum að vinna eftir lögunum en þau svara þessu ekki á fullnægjandi hátt. Lögin eru gölluð og það þarf að skerpa á reglum um verkaskiptingu á milli lögreglu og samkeppnisyfirvalda," segir Helgi. Helgi segir töluvert þar til lögreglurannsókninni lýkur. Lögregla geti ekki notað það sem haft er eftir starfsmönnum olíufélaganna í skýrslu samkeppnisráðs. Lögreglan þurfi að vinna eftir lögum um meðferð opinberra mála þar sem sumir starfsmannanna geti haft réttarstöðu grunaðra og þurfi þar með ekki að tjá sig frekar en þeir vilji. Einnig er öðruvísi tekið á ósannsögli þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðra. "Ef málið hefði strax komið til okkar værum við að vinna frumvinnuna í stað þess að endurtaka vinnu samkeppnisráðs að hluta," segir Helgi. Þess ber einnig að geta að rannsókn samkeppnisyfirvalda rífur ekki fyrningu á meintum brotum einstaklinga heldur eingöngu yfirheyrslur hjá lögreglu. Þegar starfsmenn hættu hjá fyrirtækjunum byrjaði fyrningartími að líða en fyrningatími miðast við síðasta brot. Verði fyrirtæki sakfelld samkvæmt ákæru getur það þýtt fésekt eða missi starfsleyfis fyrir fyrirtækið.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira