Einkaaðilar byggi samgöngumiðstöð 31. janúar 2005 00:01 Samgönguráðherra vonast til að ákvörðun um að reisa nýja samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli verði tekin innan fárra mánaða. Einakaðilar myndu byggja hana og hún bæði þjóna flugumferð og rútum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti reyndar hugmyndir þessa efnis skömmu fyrir kosningar sem Reykjavíkurborg efndi til um framtíð Reykjavíkurflugvallar árið 2001. Þar var gert ráð fyrir að samgöngumiðstöð yrði reist við Loftleiðahótelið. Hún yrði ekki aðeins flugstöð heldur miðstöð almenningssamgangna sem þjónaði einnig rútum og strætisvögnum. Sturla segir að unnið hafi verið að verkefninu í nokkurn tíma og vonandi fari að sjá fyrir endann á þeirri vinnu. Allir þekki þær aðstæður sem séu hér algerlega óviðunandi, annars vegar við Reykjavíkurflugvöll og hins vegar við Umferðarmiðstöðina. Því sé afar brýnt að málið nái fram að ganga. Ráðherrann hefur unnið málið í samstarfi við Reykjavíkurborg. Stefnt er að því að landrými flugvallarins verði minnkað, ein flugbraut af þremur verði lögð af, sú minnsta, suðvestur-norðaustur-brautin, og þannig gefið svigrúm til annarrar starfsemi. Sturla segir að samkomulag milli borgaryfirvalda og samgönguyfirvalda verði að vera gott í málinu en hann eigi ekki von á öðru en að það takist. Ráðherrann vonast til unnt verði að hefja byggingu samgöngumiðstöðvar sem allra fyrst. Hann voni svo sannarlega að ekki líði margir mánuðir þangað til ákvörðun um það verði tekin. Aðspurður hvernig verkið verði fjármagnað segir Sturla að hann voni að einkaaðilar sjái um framkvæmdina og fjárfestar líti á það sem góðan kost að byggja upp húsnæði og leigja síðan út. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Samgönguráðherra vonast til að ákvörðun um að reisa nýja samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli verði tekin innan fárra mánaða. Einakaðilar myndu byggja hana og hún bæði þjóna flugumferð og rútum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti reyndar hugmyndir þessa efnis skömmu fyrir kosningar sem Reykjavíkurborg efndi til um framtíð Reykjavíkurflugvallar árið 2001. Þar var gert ráð fyrir að samgöngumiðstöð yrði reist við Loftleiðahótelið. Hún yrði ekki aðeins flugstöð heldur miðstöð almenningssamgangna sem þjónaði einnig rútum og strætisvögnum. Sturla segir að unnið hafi verið að verkefninu í nokkurn tíma og vonandi fari að sjá fyrir endann á þeirri vinnu. Allir þekki þær aðstæður sem séu hér algerlega óviðunandi, annars vegar við Reykjavíkurflugvöll og hins vegar við Umferðarmiðstöðina. Því sé afar brýnt að málið nái fram að ganga. Ráðherrann hefur unnið málið í samstarfi við Reykjavíkurborg. Stefnt er að því að landrými flugvallarins verði minnkað, ein flugbraut af þremur verði lögð af, sú minnsta, suðvestur-norðaustur-brautin, og þannig gefið svigrúm til annarrar starfsemi. Sturla segir að samkomulag milli borgaryfirvalda og samgönguyfirvalda verði að vera gott í málinu en hann eigi ekki von á öðru en að það takist. Ráðherrann vonast til unnt verði að hefja byggingu samgöngumiðstöðvar sem allra fyrst. Hann voni svo sannarlega að ekki líði margir mánuðir þangað til ákvörðun um það verði tekin. Aðspurður hvernig verkið verði fjármagnað segir Sturla að hann voni að einkaaðilar sjái um framkvæmdina og fjárfestar líti á það sem góðan kost að byggja upp húsnæði og leigja síðan út.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira