Einkaaðilar byggi samgöngumiðstöð 31. janúar 2005 00:01 Samgönguráðherra vonast til að ákvörðun um að reisa nýja samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli verði tekin innan fárra mánaða. Einakaðilar myndu byggja hana og hún bæði þjóna flugumferð og rútum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti reyndar hugmyndir þessa efnis skömmu fyrir kosningar sem Reykjavíkurborg efndi til um framtíð Reykjavíkurflugvallar árið 2001. Þar var gert ráð fyrir að samgöngumiðstöð yrði reist við Loftleiðahótelið. Hún yrði ekki aðeins flugstöð heldur miðstöð almenningssamgangna sem þjónaði einnig rútum og strætisvögnum. Sturla segir að unnið hafi verið að verkefninu í nokkurn tíma og vonandi fari að sjá fyrir endann á þeirri vinnu. Allir þekki þær aðstæður sem séu hér algerlega óviðunandi, annars vegar við Reykjavíkurflugvöll og hins vegar við Umferðarmiðstöðina. Því sé afar brýnt að málið nái fram að ganga. Ráðherrann hefur unnið málið í samstarfi við Reykjavíkurborg. Stefnt er að því að landrými flugvallarins verði minnkað, ein flugbraut af þremur verði lögð af, sú minnsta, suðvestur-norðaustur-brautin, og þannig gefið svigrúm til annarrar starfsemi. Sturla segir að samkomulag milli borgaryfirvalda og samgönguyfirvalda verði að vera gott í málinu en hann eigi ekki von á öðru en að það takist. Ráðherrann vonast til unnt verði að hefja byggingu samgöngumiðstöðvar sem allra fyrst. Hann voni svo sannarlega að ekki líði margir mánuðir þangað til ákvörðun um það verði tekin. Aðspurður hvernig verkið verði fjármagnað segir Sturla að hann voni að einkaaðilar sjái um framkvæmdina og fjárfestar líti á það sem góðan kost að byggja upp húsnæði og leigja síðan út. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Samgönguráðherra vonast til að ákvörðun um að reisa nýja samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli verði tekin innan fárra mánaða. Einakaðilar myndu byggja hana og hún bæði þjóna flugumferð og rútum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti reyndar hugmyndir þessa efnis skömmu fyrir kosningar sem Reykjavíkurborg efndi til um framtíð Reykjavíkurflugvallar árið 2001. Þar var gert ráð fyrir að samgöngumiðstöð yrði reist við Loftleiðahótelið. Hún yrði ekki aðeins flugstöð heldur miðstöð almenningssamgangna sem þjónaði einnig rútum og strætisvögnum. Sturla segir að unnið hafi verið að verkefninu í nokkurn tíma og vonandi fari að sjá fyrir endann á þeirri vinnu. Allir þekki þær aðstæður sem séu hér algerlega óviðunandi, annars vegar við Reykjavíkurflugvöll og hins vegar við Umferðarmiðstöðina. Því sé afar brýnt að málið nái fram að ganga. Ráðherrann hefur unnið málið í samstarfi við Reykjavíkurborg. Stefnt er að því að landrými flugvallarins verði minnkað, ein flugbraut af þremur verði lögð af, sú minnsta, suðvestur-norðaustur-brautin, og þannig gefið svigrúm til annarrar starfsemi. Sturla segir að samkomulag milli borgaryfirvalda og samgönguyfirvalda verði að vera gott í málinu en hann eigi ekki von á öðru en að það takist. Ráðherrann vonast til unnt verði að hefja byggingu samgöngumiðstöðvar sem allra fyrst. Hann voni svo sannarlega að ekki líði margir mánuðir þangað til ákvörðun um það verði tekin. Aðspurður hvernig verkið verði fjármagnað segir Sturla að hann voni að einkaaðilar sjái um framkvæmdina og fjárfestar líti á það sem góðan kost að byggja upp húsnæði og leigja síðan út.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira