Höfðu heimild til að taka ákvörðun 22. janúar 2005 00:01 Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu fulla lagalega heimild til þess að taka einir þá ákvörðun að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Þetta segir Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Helsta þrætuefni íslenskra stjórnmála síðustu vikna og mánaða er hvort Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni hafi verið heimilt að lýsa yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak fyrir tveimur árum. Þrætan er pólitísks eðlis en forseti lagadeildar segir engan vafa leika á lagalegri heimild forystumanna stjórnarflokkanna til þeirrar ákvörðunar. Hún sé ekki þess eðlis að það þurfi að bera hana undir Alþingi samkvæmt stjórnarskrá og þess vegna hafi þessir æðstu handhafar framkvæmdavaldsins fulla heimild til að taka ákvörðunina og beri pólitíska ábyrgð á henni. Þá hefur mikið verið deilt um hvort ráðherrarnir hafi ráðfært sig við utanríkismálanefnd áður en ákvörðunin var tekin og ekki síður rifist um hvort þeim hafi borið skylda til þess og er bent á að 24. grein þingskaparlaga segi: „Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum." Eiríkur segir að í raun sé ekki alveg ljóst hvað felist nákvæmlega í þessu ákvæði vegna þess að hugtakið meiri háttar utanríkismál geti merkt ansi margt. Það geti verið mál í heild sinni, eins og Íraksmálið, eða allar ákvarðanir sem teknar séu í tengslum við það mál og geti talist meiri háttar. Eiríkur telur rétt að skoða hvort ástæða sé til að skerpa orðalag greinarinnar en ekki síður að kanna hvernig þessu ákvæði hafi verið beitt hingað til. Hann segir að sér virðist fljótt á litið að ýmsar ákvarðanir í meiri háttar málum hafi alls ekki verið bornar undir utanríkismálanefnd og ef svo sé, sé ekki um neitt frávik að ræða í þessu tilviki. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu fulla lagalega heimild til þess að taka einir þá ákvörðun að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Þetta segir Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Helsta þrætuefni íslenskra stjórnmála síðustu vikna og mánaða er hvort Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni hafi verið heimilt að lýsa yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak fyrir tveimur árum. Þrætan er pólitísks eðlis en forseti lagadeildar segir engan vafa leika á lagalegri heimild forystumanna stjórnarflokkanna til þeirrar ákvörðunar. Hún sé ekki þess eðlis að það þurfi að bera hana undir Alþingi samkvæmt stjórnarskrá og þess vegna hafi þessir æðstu handhafar framkvæmdavaldsins fulla heimild til að taka ákvörðunina og beri pólitíska ábyrgð á henni. Þá hefur mikið verið deilt um hvort ráðherrarnir hafi ráðfært sig við utanríkismálanefnd áður en ákvörðunin var tekin og ekki síður rifist um hvort þeim hafi borið skylda til þess og er bent á að 24. grein þingskaparlaga segi: „Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum." Eiríkur segir að í raun sé ekki alveg ljóst hvað felist nákvæmlega í þessu ákvæði vegna þess að hugtakið meiri háttar utanríkismál geti merkt ansi margt. Það geti verið mál í heild sinni, eins og Íraksmálið, eða allar ákvarðanir sem teknar séu í tengslum við það mál og geti talist meiri háttar. Eiríkur telur rétt að skoða hvort ástæða sé til að skerpa orðalag greinarinnar en ekki síður að kanna hvernig þessu ákvæði hafi verið beitt hingað til. Hann segir að sér virðist fljótt á litið að ýmsar ákvarðanir í meiri háttar málum hafi alls ekki verið bornar undir utanríkismálanefnd og ef svo sé, sé ekki um neitt frávik að ræða í þessu tilviki.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent