Góður möguleiki að komast áfram 6. janúar 2005 00:01 Kvennalið Stjörnunnar í handknattleik spilar um helgina þrjá leiki í Áskorendakeppni Evrópu en leikið er með riðlafyrirkomulagi í fyrsta sinn. Stjarnan er í A-riðli ásamt svissneska liðinu Spono Nottwill, tyrkneska liðinu Eskisehir Osmangazi Usi og gríska liðinu APS Makedonikos og komast tvö efstu liðin áfram í sextán liða úrslit. Riðillinn er spilaður í Garðabæ og vonast forráðamenn Stjörnunnar eftir því að fólk fjölmenni á þessa handboltaveislu sem Garðbæingar efna til um helgina. Fyrstu leikirnir fara fram í kvöld en þá mætir Stjarnan Spono Nottwill en það lið er sennilega það sterkasta að sögn Erlends Ísfeld, þjálfara Stjörnunnar. "Ég hef séð spólu með svissneska liðinu og tel það vera í svipuðum styrkleikaflokki og bestu liðin hér á landi. Ég held að tyrkneska liðið sé þokkalegt en það gríska hvað slakast. Annars veit ég ekkert um tvö síðastnefndu liðin og það gæti vel verið að þau séu búin að styrkja sig eitthvað að undanförnu." Erlendur sagði Stjörnuliðið hafa nýtt tímann á milli jóla og nýárs vel og meðal annars æft tvisvar á dag. "Það er gríðarlega mikilvægt fyrir liðið að fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppninni. Ég tel okkur eiga góða möguleika á því að komast áfram og það er alveg ljóst að við stefnum ótrauð á eitt af tveimur efstu sætunum í riðlinum. Hvað svo verður kemur bara í ljós en það er klárt að liðin sem bíða eftir okkur í sextán liða úrslitum eru gríðarlega sterk," sagði Erlendur. Leikir riðilsins Föstudagur Eskisehir-APS kl. 17.30 Stjarnan-Spono kl. 19.30 Laugardagur APS-Spono kl. 14.15 Stjarnan-Eskisehir kl. 16.30 Sunnudagur Eskisehir-Spono kl. 14 APS-Stjarnan kl. 16.15 Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar í handknattleik spilar um helgina þrjá leiki í Áskorendakeppni Evrópu en leikið er með riðlafyrirkomulagi í fyrsta sinn. Stjarnan er í A-riðli ásamt svissneska liðinu Spono Nottwill, tyrkneska liðinu Eskisehir Osmangazi Usi og gríska liðinu APS Makedonikos og komast tvö efstu liðin áfram í sextán liða úrslit. Riðillinn er spilaður í Garðabæ og vonast forráðamenn Stjörnunnar eftir því að fólk fjölmenni á þessa handboltaveislu sem Garðbæingar efna til um helgina. Fyrstu leikirnir fara fram í kvöld en þá mætir Stjarnan Spono Nottwill en það lið er sennilega það sterkasta að sögn Erlends Ísfeld, þjálfara Stjörnunnar. "Ég hef séð spólu með svissneska liðinu og tel það vera í svipuðum styrkleikaflokki og bestu liðin hér á landi. Ég held að tyrkneska liðið sé þokkalegt en það gríska hvað slakast. Annars veit ég ekkert um tvö síðastnefndu liðin og það gæti vel verið að þau séu búin að styrkja sig eitthvað að undanförnu." Erlendur sagði Stjörnuliðið hafa nýtt tímann á milli jóla og nýárs vel og meðal annars æft tvisvar á dag. "Það er gríðarlega mikilvægt fyrir liðið að fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppninni. Ég tel okkur eiga góða möguleika á því að komast áfram og það er alveg ljóst að við stefnum ótrauð á eitt af tveimur efstu sætunum í riðlinum. Hvað svo verður kemur bara í ljós en það er klárt að liðin sem bíða eftir okkur í sextán liða úrslitum eru gríðarlega sterk," sagði Erlendur. Leikir riðilsins Föstudagur Eskisehir-APS kl. 17.30 Stjarnan-Spono kl. 19.30 Laugardagur APS-Spono kl. 14.15 Stjarnan-Eskisehir kl. 16.30 Sunnudagur Eskisehir-Spono kl. 14 APS-Stjarnan kl. 16.15
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira