Frelsun Fischers á næsta leiti 22. desember 2004 00:01 Frelsun Bobbys Fischers úr japönsku fangelsi er sóknarskák sem lýkur innan tíðar með fullnaðarsigri, segja stuðningsmenn hans hér á landi. Japanska dómsmálaráðuneytið hefur fengið málið til meðferðar en þar gæti það legið í langan tíma. Skákfélagið Hrókurinn boðaði til hádegisverðarfundar um Bobby Fischer í Iðnó í dag þar sem fjallað var um ævi þessa bandaríska skáksnillings sem verið hefur í haldi Japana síðastliðna fimm mánuði. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, færði fundargestum kveðjur frá honum en hann sagði að Fischer væri bjartsýnn þrátt fyrir raunir sínar ytra. Sæmundur sagði hann sérstaklega hlakka til að koma til landsins og borða skyr. Fátt bendir þó til þess að hann get gætt sér á því góðgæti á næstunni því japönsk stjórnvöld virðast ekki ætla að sleppa honum í bráð. Mál hans er nú komið á borð embættismanna í japanska dómsmálaráðuneytinu og er það túlkað sem leið til þess að kaupa meiri tíma til að vinna í málinu. Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins, segir tíðindin frá Japan ekki koma sérstaklega á óvart. Þarna sé fyrst og fremst um „skrifræðisviðbrögð“ að ræða en niðurstaðan verði alltaf sú sama: Japanar verði að gefa Fischer frelsi. Hann hafi nefnilega ekki framið neinnn glæp í Japan - frekar en annars staðar. Hrafn, sem segir íslenska utanríkisráðuneytið hafa haldið vel á málinu, segir frelsun Fischers úr japönsku fangelsi sóknarskák sem ljúki innan tíðar með fullnaðarsigri. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Frelsun Bobbys Fischers úr japönsku fangelsi er sóknarskák sem lýkur innan tíðar með fullnaðarsigri, segja stuðningsmenn hans hér á landi. Japanska dómsmálaráðuneytið hefur fengið málið til meðferðar en þar gæti það legið í langan tíma. Skákfélagið Hrókurinn boðaði til hádegisverðarfundar um Bobby Fischer í Iðnó í dag þar sem fjallað var um ævi þessa bandaríska skáksnillings sem verið hefur í haldi Japana síðastliðna fimm mánuði. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, færði fundargestum kveðjur frá honum en hann sagði að Fischer væri bjartsýnn þrátt fyrir raunir sínar ytra. Sæmundur sagði hann sérstaklega hlakka til að koma til landsins og borða skyr. Fátt bendir þó til þess að hann get gætt sér á því góðgæti á næstunni því japönsk stjórnvöld virðast ekki ætla að sleppa honum í bráð. Mál hans er nú komið á borð embættismanna í japanska dómsmálaráðuneytinu og er það túlkað sem leið til þess að kaupa meiri tíma til að vinna í málinu. Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins, segir tíðindin frá Japan ekki koma sérstaklega á óvart. Þarna sé fyrst og fremst um „skrifræðisviðbrögð“ að ræða en niðurstaðan verði alltaf sú sama: Japanar verði að gefa Fischer frelsi. Hann hafi nefnilega ekki framið neinnn glæp í Japan - frekar en annars staðar. Hrafn, sem segir íslenska utanríkisráðuneytið hafa haldið vel á málinu, segir frelsun Fischers úr japönsku fangelsi sóknarskák sem ljúki innan tíðar með fullnaðarsigri.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira