Orkuveitan vill víðtækari leyfi 19. desember 2004 00:01 Orkuveita Reykjavíkur hefur óskað eftir svörum Skipulagsstofnunar um hvort sjö boranir til rannsóknar á Hellisheiði þurfi umhverfismat. Fjórar þeirra eru á nýju svæði. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, segir umsögn stofnunarinnar fyrsta skrefið í löngu og ströngu leyfisveitingarferli fyrir framkvæmdunum. Erfitt sé að segja hvert svarið verði en hingað til hafi rannsóknarboranir ekki farið í umhverfismat. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsstjóri hjá Skipulagsstofnun, segir niðurstöðuna liggja fyrir í næstu viku. Hver borhola fái sjálfstætt mat og loks svæðið í heild: "Það hafa komið svona erindi bæði á Suðurnesjum og í Kröflu. Ég hygg að það séu sambærileg mál sem hafa að hluta verið úrskurðuð í mat í Kröflu, en skoða þarf hvert mál miðað við aðstæður." Ásgeir gagnrýnir þann langa tíma sem almennt taki að afla allra tilskilinna leyfa fyrir virkjunarframkvæmdum. "Öll leyfisveitingaferli eru orðin óskaplega fyrirferðarmikil, tímafrek og kostnaðarsöm. Að fara með framkvæmdir í umhverfismat tekur til dæmis allt að tvö ár." Það taki þrjú til fjögur á að fá öll þau tæplega tuttugu leyfi sem þurfi fyrir einni virkjun. Kostnaður við umsóknirnar sé tugir milljóna króna.: "Aðalatriðið er að reyna að fækka þessum leyfum þannig að það sé ekki alltaf verið að sækja um mjög svipaða hluti á sitthvoru stjórnsýslustiginu og hjá mörgum stofnunum." Hann sé sannfærður um að hægt sé að samræma og einfalda leyfisveitingar og veita víðtækari heimildir í hvert sinn. Ásdís segir þau hjá Skipulagsstofnun hafa orðið vör við umræðu um seinagang leyfa vegna jarðhitaframkvæmda. Stjórnvöld þurfi að skoða hvort hægt sé að einfalda ferlið. "Eins og kerfið er núna er þessi matsskylduákvörðun nauðsynlegur undanfari framkvæmdaleyfa," segir Ásdís. Dregist hafi að gefa Orkuveitunni svar að þessu sinni. Umsagnir Umhverfissstofnunar hafi borist Skipulagsstofnun seinna en gert hafi verið ráð fyrir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur hefur óskað eftir svörum Skipulagsstofnunar um hvort sjö boranir til rannsóknar á Hellisheiði þurfi umhverfismat. Fjórar þeirra eru á nýju svæði. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, segir umsögn stofnunarinnar fyrsta skrefið í löngu og ströngu leyfisveitingarferli fyrir framkvæmdunum. Erfitt sé að segja hvert svarið verði en hingað til hafi rannsóknarboranir ekki farið í umhverfismat. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsstjóri hjá Skipulagsstofnun, segir niðurstöðuna liggja fyrir í næstu viku. Hver borhola fái sjálfstætt mat og loks svæðið í heild: "Það hafa komið svona erindi bæði á Suðurnesjum og í Kröflu. Ég hygg að það séu sambærileg mál sem hafa að hluta verið úrskurðuð í mat í Kröflu, en skoða þarf hvert mál miðað við aðstæður." Ásgeir gagnrýnir þann langa tíma sem almennt taki að afla allra tilskilinna leyfa fyrir virkjunarframkvæmdum. "Öll leyfisveitingaferli eru orðin óskaplega fyrirferðarmikil, tímafrek og kostnaðarsöm. Að fara með framkvæmdir í umhverfismat tekur til dæmis allt að tvö ár." Það taki þrjú til fjögur á að fá öll þau tæplega tuttugu leyfi sem þurfi fyrir einni virkjun. Kostnaður við umsóknirnar sé tugir milljóna króna.: "Aðalatriðið er að reyna að fækka þessum leyfum þannig að það sé ekki alltaf verið að sækja um mjög svipaða hluti á sitthvoru stjórnsýslustiginu og hjá mörgum stofnunum." Hann sé sannfærður um að hægt sé að samræma og einfalda leyfisveitingar og veita víðtækari heimildir í hvert sinn. Ásdís segir þau hjá Skipulagsstofnun hafa orðið vör við umræðu um seinagang leyfa vegna jarðhitaframkvæmda. Stjórnvöld þurfi að skoða hvort hægt sé að einfalda ferlið. "Eins og kerfið er núna er þessi matsskylduákvörðun nauðsynlegur undanfari framkvæmdaleyfa," segir Ásdís. Dregist hafi að gefa Orkuveitunni svar að þessu sinni. Umsagnir Umhverfissstofnunar hafi borist Skipulagsstofnun seinna en gert hafi verið ráð fyrir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira