Kærir olíufélag 8. desember 2004 00:01 Tæplega þrjátíu einstaklingar hafa haft samband við Neytendasamtökin og lýst yfir áhuga á þátttöku í skaðabótamáli gegn olíufélögunum vegna verðsamráðs. Neytendasamtökin hafa beðið fólk sem hefur safnað viðskiptanótum vegna bensínkaupa frá 1991 um að tilkynna það til samtakanna. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að nú séu starfsmenn samtakanna að fá sendar nótur þessa hóps til að kanna hvort þær séu nothæfar. Ef þær reynist það muni sérfræðingar fara yfir málið og kanna hvort hægt verði að stefna olíufélögunum. Hann telur líkurnar á því hafa aukist upp á síðkastið. Hins vegar verði ekki farið af stað ef það verði fyrirfram talið vonlaust að olíufélögin verði dæmd til að greiða skaðabætur. Stjórn samtakanna tekur ákvörðun um þetta á næstunni. Jóhannes biður fólk um að hafa samband við Neytendasamtökin ef það hafi safnað sama nótum vegna bensínkaupa og hafi áhuga á að láta samtökin reka fyrir sig hugsanlegt skaðabótamál. Kristinn Þórhallsson tók til máls á fundi Neytendasamtakanna í fyrrakvöld um olíusamráðið. Hann segist hafa verið trúr viðskiptavinur Olís í gegnum tíðina en ætli sér í mál gegn félaginu vegna verðsamráðs. Hann segist hættur að versla við olíufélögin sem tóku þátt í verðsamráðinu. Hann á kvittanir og mánaðaruppgjör vegna viðskipta sinna við Olís frá því árið 1993 og fram til 2001. Kristinn er meðlimur í Neytendasamtökunum og hann hefur snúið sér til þeirra eftir aðstoð. Eftir að hafa farið yfir viðskiptakvittanirnar áætlar Kristinn að olíufélagið hafi haft af honum um 300.000 krónur með samráðinu frá 1993 og þangað til upp komst um það. "Ég er ákveðinn í að fara með þetta mál alla leið þrátt fyrir að það kunni að taka mig nokkur ár því að ég vil sjá réttlætinu fullnægt. Mér er sama hvort ég fái eitthvað út úr þessu fjárhagslega því að þetta er eingöngu réttlætismál." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Tæplega þrjátíu einstaklingar hafa haft samband við Neytendasamtökin og lýst yfir áhuga á þátttöku í skaðabótamáli gegn olíufélögunum vegna verðsamráðs. Neytendasamtökin hafa beðið fólk sem hefur safnað viðskiptanótum vegna bensínkaupa frá 1991 um að tilkynna það til samtakanna. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að nú séu starfsmenn samtakanna að fá sendar nótur þessa hóps til að kanna hvort þær séu nothæfar. Ef þær reynist það muni sérfræðingar fara yfir málið og kanna hvort hægt verði að stefna olíufélögunum. Hann telur líkurnar á því hafa aukist upp á síðkastið. Hins vegar verði ekki farið af stað ef það verði fyrirfram talið vonlaust að olíufélögin verði dæmd til að greiða skaðabætur. Stjórn samtakanna tekur ákvörðun um þetta á næstunni. Jóhannes biður fólk um að hafa samband við Neytendasamtökin ef það hafi safnað sama nótum vegna bensínkaupa og hafi áhuga á að láta samtökin reka fyrir sig hugsanlegt skaðabótamál. Kristinn Þórhallsson tók til máls á fundi Neytendasamtakanna í fyrrakvöld um olíusamráðið. Hann segist hafa verið trúr viðskiptavinur Olís í gegnum tíðina en ætli sér í mál gegn félaginu vegna verðsamráðs. Hann segist hættur að versla við olíufélögin sem tóku þátt í verðsamráðinu. Hann á kvittanir og mánaðaruppgjör vegna viðskipta sinna við Olís frá því árið 1993 og fram til 2001. Kristinn er meðlimur í Neytendasamtökunum og hann hefur snúið sér til þeirra eftir aðstoð. Eftir að hafa farið yfir viðskiptakvittanirnar áætlar Kristinn að olíufélagið hafi haft af honum um 300.000 krónur með samráðinu frá 1993 og þangað til upp komst um það. "Ég er ákveðinn í að fara með þetta mál alla leið þrátt fyrir að það kunni að taka mig nokkur ár því að ég vil sjá réttlætinu fullnægt. Mér er sama hvort ég fái eitthvað út úr þessu fjárhagslega því að þetta er eingöngu réttlætismál."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira