Bætur vegna barnsláts fyrir dómi 3. desember 2004 00:01 Deilt er um upphæð bóta vegna barnsláts sem varð á Landspítala háskólasjúkrahúsi í nóvember 2002. Er málið nú fyrir héraðsdómi og gert er ráð fyrir að það verði fyrst tekið fyrir í þessum mánuði, að sögn Sigríðar Rutar Júlíusdóttur lögmanns foreldra barnsins. Ríkislögmaður hefur samþykkt bótaábyrgð ríkisins fyrir hönd Landspítala háskólasjúkrahúss, sem er í raun viðurkenning á því að mistök hafi átt sér stað, að sögn lögmannsins. Upphaf þessa máls má rekja til þess er móðirin fór í legvatnsstungu á Landspítala háskólasjúkarhúsi, að því er komið hefur fram í greinargerð lögmannsins. Var þá eftir því tekið að blóð kom í sprautuna. Gaf það til kynna að stungið hefði verið á æð í fylgjunni. Eftir þetta var móðirin sett í sírita. Kvartaði hún ítrekað undan því að fóstrið hreyfði sig ekki. Eftir ítrekaðar athugasemdir þess efnis var læknir sóttur til þess að skoða konuna. Voru þá farin að sjást alvarleg merki á síritanum. Fljótlega var tekin ákvörðun um að taka barnið með bráðakeisaraskurði og var það gert að þremur stundarfjórðungum liðnum. Hafði konan þá verið í sírita með hléi í um það bil fjórar klukkustundir. Það var þann 8. nóvember sem barnið var tekið með keisaraskurði, en aðeins fjórum dögum síðar lést það. Foreldrarnir kærðu starfsfólk Landspítalans til Landlæknisembættisins. Þá lagði lögmaður þeirra beiðni til Lögreglustjórans í Reykjavík þess efnis að lögreglan rannsakaði lát barnsins, þar á meðal hvort brotið hefði verið gegn lögum um skyldu lækna til að tilkynna óvænt dauðsfall sjúklinga til lögreglu. Lögreglustjóri synjaði beiðninni. Lögmaðurinn skaut þá málinu til ríkissaksóknara sem úrskurðaði að löreglurannsókn skyldi fara fram. Ekki er vitað hvenær dómur verður kveðinn upp í þessu sérstæða máli. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Deilt er um upphæð bóta vegna barnsláts sem varð á Landspítala háskólasjúkrahúsi í nóvember 2002. Er málið nú fyrir héraðsdómi og gert er ráð fyrir að það verði fyrst tekið fyrir í þessum mánuði, að sögn Sigríðar Rutar Júlíusdóttur lögmanns foreldra barnsins. Ríkislögmaður hefur samþykkt bótaábyrgð ríkisins fyrir hönd Landspítala háskólasjúkrahúss, sem er í raun viðurkenning á því að mistök hafi átt sér stað, að sögn lögmannsins. Upphaf þessa máls má rekja til þess er móðirin fór í legvatnsstungu á Landspítala háskólasjúkarhúsi, að því er komið hefur fram í greinargerð lögmannsins. Var þá eftir því tekið að blóð kom í sprautuna. Gaf það til kynna að stungið hefði verið á æð í fylgjunni. Eftir þetta var móðirin sett í sírita. Kvartaði hún ítrekað undan því að fóstrið hreyfði sig ekki. Eftir ítrekaðar athugasemdir þess efnis var læknir sóttur til þess að skoða konuna. Voru þá farin að sjást alvarleg merki á síritanum. Fljótlega var tekin ákvörðun um að taka barnið með bráðakeisaraskurði og var það gert að þremur stundarfjórðungum liðnum. Hafði konan þá verið í sírita með hléi í um það bil fjórar klukkustundir. Það var þann 8. nóvember sem barnið var tekið með keisaraskurði, en aðeins fjórum dögum síðar lést það. Foreldrarnir kærðu starfsfólk Landspítalans til Landlæknisembættisins. Þá lagði lögmaður þeirra beiðni til Lögreglustjórans í Reykjavík þess efnis að lögreglan rannsakaði lát barnsins, þar á meðal hvort brotið hefði verið gegn lögum um skyldu lækna til að tilkynna óvænt dauðsfall sjúklinga til lögreglu. Lögreglustjóri synjaði beiðninni. Lögmaðurinn skaut þá málinu til ríkissaksóknara sem úrskurðaði að löreglurannsókn skyldi fara fram. Ekki er vitað hvenær dómur verður kveðinn upp í þessu sérstæða máli.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira