Flottir Hljómar Egill Helgason skrifar 2. desember 2004 00:01 Hljómar: Hljómar. Zonet 2004 Á Beach Boys tónleikunum varð mér hugsað til þess að þessir karlar hefðu getað notað mann eins og Gunnar Þórðarson í bandið. Þarna fluttu þeir eintóm lög sem eru samin fyrir 1970 - flest álíka gömul og Bláu augun þín - en á undan hafði Gunnar komið fram með Hljómum, allir á sjötugsaldri, og spiluðu bara nýtt efni. Mér fannst þetta hljóma svo vel hjá þeim að ég rauk upp í Skífu á Laugaveginum og keypti plötuna. Kemur það satt að segja mjög á óvart að sjá hana neðarlega á sölulistum. Kannski er ekkert að marka þá ennþá - salan er líklega ekki komin í gang. Skemmst er frá því að segja að þetta er prýðileg plata. Heilsteyptari en Hljómaplatan sem kom út í fyrra. Það er meiri áhersla lögð á sönginn - líklega hafa Hljómarnir aldrei lagt jafn mikið í raddsetningar. Engilbert Jensen fer á kostum - raddir hinna eru eins og blaktandi vefur á bak við. Áhrifin frá Beach Boys og Brian Wilson eru greinileg þótt bítlið sé líka til staðar - spila- og sönggleðin er ósvikin. Ég sé í tölvunni hjá mér að ég er búinn að spila sum lögin fimmtán sinnum, þau hljóma í kollinum á manni þegar maður vaknar á morgnana og burstar tennurnar á kvöldin - það er ótrulegt hvað Gunnar getur samið af svona melódíum og hættir ekki þótt flestir jafnaldrar hans í rokkinu séu löngu útbrunnir. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Hljómar: Hljómar. Zonet 2004 Á Beach Boys tónleikunum varð mér hugsað til þess að þessir karlar hefðu getað notað mann eins og Gunnar Þórðarson í bandið. Þarna fluttu þeir eintóm lög sem eru samin fyrir 1970 - flest álíka gömul og Bláu augun þín - en á undan hafði Gunnar komið fram með Hljómum, allir á sjötugsaldri, og spiluðu bara nýtt efni. Mér fannst þetta hljóma svo vel hjá þeim að ég rauk upp í Skífu á Laugaveginum og keypti plötuna. Kemur það satt að segja mjög á óvart að sjá hana neðarlega á sölulistum. Kannski er ekkert að marka þá ennþá - salan er líklega ekki komin í gang. Skemmst er frá því að segja að þetta er prýðileg plata. Heilsteyptari en Hljómaplatan sem kom út í fyrra. Það er meiri áhersla lögð á sönginn - líklega hafa Hljómarnir aldrei lagt jafn mikið í raddsetningar. Engilbert Jensen fer á kostum - raddir hinna eru eins og blaktandi vefur á bak við. Áhrifin frá Beach Boys og Brian Wilson eru greinileg þótt bítlið sé líka til staðar - spila- og sönggleðin er ósvikin. Ég sé í tölvunni hjá mér að ég er búinn að spila sum lögin fimmtán sinnum, þau hljóma í kollinum á manni þegar maður vaknar á morgnana og burstar tennurnar á kvöldin - það er ótrulegt hvað Gunnar getur samið af svona melódíum og hættir ekki þótt flestir jafnaldrar hans í rokkinu séu löngu útbrunnir.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira