Þetta er algjört rugl 1. desember 2004 00:01 Leikur Þórs og Fram, sem var leikinn síðastliðinn laugardag, hefur svo sannarlega dregið dilk á eftir sér. Upp úr sauð undir lok leiksins og í kjölfarið var Framarinn Ingólfur Axelsson dæmdur í fjögurra leikja bann og tveir aðrir leikmenn fengu þrjú refsistig. Þór fékk þar að auki 25 þúsund króna sekt vegna hegðunar áhorfanda og ónógrar öryggisgæslu þar sem leikmönnum var ekki tryggð greið leið að búningsherbergjum. Bæði félög eru verulega ósátt við dóminn og sér ekki fyrir endann á þessu máli. "Þetta er algjört rugl," sagði Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, og vitnaði hann þar til bannsins sem Ingólfur fékk. Aganefnd HSÍ gaf Ingólfi tíu refsistig fyrir framkomu sína en leikmenn fá tíu refsistig fyrir ofbeldi utan vallar, fyrir, eftir og á meðan leik stendur. Að sögn vitna, og Ingólfs sjálfs, stjakaði Ingólfur við leikmanni 3. flokks Þórs, sem öskraði svívirðingar að honum, á leið sinni til búningsherbergja eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum. "Aganefndin virðist dæma út frá dómaraskýrslunni og það er furðulegt því dómararnir sögðu við mig persónulega að þar stæði ekkert sem gæfi tilefni til svona langs banns," sagði Ólafur. Fréttablaðið hafði samband við Bjarna Viggósson, annan dómara leiksins, og hann sagði að dómarar mættu ekki tjá sig um leiki við fjölmiðla. Ólafur er ekki bara ósáttur við bann Ingólfs heldur hefði hann líka viljað sjá harðar tekið á Þórsurunum. "Þeir voru búnir að fá aðvörun og fá 25 þúsund króna sekt núna. Aganefndin er búin að setja fordæmi fyrir önnur félög með þessum dómi. Núna er hægt að haga sér eins og vitleysingur í íþróttahúsum landsins og komast upp með það. Ég hefði viljað sjá 100 þúsund króna sekt á Þór sem og heimaleikjabann," sagði Ólafur sem ætlar að kæra dóminn þó það sé ekki hægt. Fyrst til HSÍ og að lokum til ÍSÍ. Þórsarar eru ekki sáttir við sektina sem þeir fengu og skilja ekki af hverju þeir fengu hana. Skapti Hallgrímsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, hafði lítið um málið að segja er eftir því var leitað en sagði þó eftirfarandi: "Ég er búinn að skrifa greinargerð til HSÍ því ég vil gjarnan fá nánari skýringar á því á hverju dómurinn er byggður. Við erum mjög ósáttir. Þetta er ekki í samræmi við annað og þetta mál er stormur í vatnsglasi. Niðurstaðan er alveg óskiljanleg. Sektin og refsistigin sem okkar maður fær er óskiljanlegt," sagði Skapti. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sjá meira
Leikur Þórs og Fram, sem var leikinn síðastliðinn laugardag, hefur svo sannarlega dregið dilk á eftir sér. Upp úr sauð undir lok leiksins og í kjölfarið var Framarinn Ingólfur Axelsson dæmdur í fjögurra leikja bann og tveir aðrir leikmenn fengu þrjú refsistig. Þór fékk þar að auki 25 þúsund króna sekt vegna hegðunar áhorfanda og ónógrar öryggisgæslu þar sem leikmönnum var ekki tryggð greið leið að búningsherbergjum. Bæði félög eru verulega ósátt við dóminn og sér ekki fyrir endann á þessu máli. "Þetta er algjört rugl," sagði Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, og vitnaði hann þar til bannsins sem Ingólfur fékk. Aganefnd HSÍ gaf Ingólfi tíu refsistig fyrir framkomu sína en leikmenn fá tíu refsistig fyrir ofbeldi utan vallar, fyrir, eftir og á meðan leik stendur. Að sögn vitna, og Ingólfs sjálfs, stjakaði Ingólfur við leikmanni 3. flokks Þórs, sem öskraði svívirðingar að honum, á leið sinni til búningsherbergja eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum. "Aganefndin virðist dæma út frá dómaraskýrslunni og það er furðulegt því dómararnir sögðu við mig persónulega að þar stæði ekkert sem gæfi tilefni til svona langs banns," sagði Ólafur. Fréttablaðið hafði samband við Bjarna Viggósson, annan dómara leiksins, og hann sagði að dómarar mættu ekki tjá sig um leiki við fjölmiðla. Ólafur er ekki bara ósáttur við bann Ingólfs heldur hefði hann líka viljað sjá harðar tekið á Þórsurunum. "Þeir voru búnir að fá aðvörun og fá 25 þúsund króna sekt núna. Aganefndin er búin að setja fordæmi fyrir önnur félög með þessum dómi. Núna er hægt að haga sér eins og vitleysingur í íþróttahúsum landsins og komast upp með það. Ég hefði viljað sjá 100 þúsund króna sekt á Þór sem og heimaleikjabann," sagði Ólafur sem ætlar að kæra dóminn þó það sé ekki hægt. Fyrst til HSÍ og að lokum til ÍSÍ. Þórsarar eru ekki sáttir við sektina sem þeir fengu og skilja ekki af hverju þeir fengu hana. Skapti Hallgrímsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, hafði lítið um málið að segja er eftir því var leitað en sagði þó eftirfarandi: "Ég er búinn að skrifa greinargerð til HSÍ því ég vil gjarnan fá nánari skýringar á því á hverju dómurinn er byggður. Við erum mjög ósáttir. Þetta er ekki í samræmi við annað og þetta mál er stormur í vatnsglasi. Niðurstaðan er alveg óskiljanleg. Sektin og refsistigin sem okkar maður fær er óskiljanlegt," sagði Skapti.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn