Grátandi sjálfsmynd þjóðarinnar Bjarni Karlsson skrifar 22. nóvember 2004 00:01 Guðmundur Steingrímsson skrifaði skemmtilegan bakþankapistil um mikið alvörumál sem birtist hér í blaðinu á laugardaginn var, undir heitinu þjóðsöngurinn. Þar lýsir hann þeirri staðreynd að tengsl þjóðsöngs og þjóðar í okkar kalda landi eru súrrealísk. Það er alveg satt. Hvert sinn sem við reynum að syngja þennan söng líður okkur eins og við séum að falla á prófi og vanmáttarkenndin kúpplar sig saman við þetta dularfulla ‘grátandi smáblóm’ sem bara ‘tilbiður Guð sinn og deyr’. Það skiptir máli að þjóðsöngur sé merkingarbær. Þjóðsöngur tjáir sjálfsmynd þjóðar, eða ætti alltént að gera það. Annað hvort verðum við að ná vitrænum og tilfinningalegum tengslum við þjóðsönginn okkar, eða við verðum að skipta um þjóðsöng. Ég álít að íslenski þjóðsöngurinn sé mikil gæfa. Eins og það annars er fyndið hjá Guðmundi, að halda því fram að sérstaða hans sé í því fólgin að textinn sé "eins og drafandi óráðsíuhjal og (með) laglínu sem fær flesta til að gera sig að fífli á almannafær", þá tel ég sérstöðuna öllu heldur vera þá, að okkar þjóðsöngur er sálmur. Á meðan aðrar þjóðir syngja ýmist landi sínu eða veraldarvaldinu lof í sínum þjóðsöngvum, þá syngjum við Guði lof. Ef þjóðsöngur tjáir sjálfmynd þjóðar, þá tjáir okkar söngur þá afstöðu að í stað þess að byggja sjálfsmynd okkar á samanburði við aðra, þá horfir okkar litla þjóð á sig úr þeirri fjarlægð sem gerir allar þjóðir smáar og alla menn auðmjúka. "Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð. Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn". Og á meðan aðrar þjóðir eiga sína löngu sögu, þá sjáum við okkar sögu ekki í samanburði, heldur í ljósi þess að "Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur, ei meir". Þegar við hugsum til lands og þjóðar þá hugsum við til Guðs sem gaf. Í stað þjóðarstolts kemur þakklæti. Í stað herkvaðar kemur bæn: "verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkisbraut". Þetta finnst mér vera merkingarbært. Þjóð sem á slíkan þjóðarsöng þarf ekki að selja samvisku sína í hendur blóðvarga og fara með hernaði á hendur öðrum þjóðum. Slík þjóð selur heldur ekki frá sér landið, því hún veit að hún á það ekki. Guð lánar landið. Þjóð sem þorir að sjá sig sem "grátandi smáblóm með titrandi tár" í víðáttu rúms og tíma, hefur það sem þarf til að rækta frið og þroska með sér réttæti. Já, Guðmundur, höldum söngnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson skrifaði skemmtilegan bakþankapistil um mikið alvörumál sem birtist hér í blaðinu á laugardaginn var, undir heitinu þjóðsöngurinn. Þar lýsir hann þeirri staðreynd að tengsl þjóðsöngs og þjóðar í okkar kalda landi eru súrrealísk. Það er alveg satt. Hvert sinn sem við reynum að syngja þennan söng líður okkur eins og við séum að falla á prófi og vanmáttarkenndin kúpplar sig saman við þetta dularfulla ‘grátandi smáblóm’ sem bara ‘tilbiður Guð sinn og deyr’. Það skiptir máli að þjóðsöngur sé merkingarbær. Þjóðsöngur tjáir sjálfsmynd þjóðar, eða ætti alltént að gera það. Annað hvort verðum við að ná vitrænum og tilfinningalegum tengslum við þjóðsönginn okkar, eða við verðum að skipta um þjóðsöng. Ég álít að íslenski þjóðsöngurinn sé mikil gæfa. Eins og það annars er fyndið hjá Guðmundi, að halda því fram að sérstaða hans sé í því fólgin að textinn sé "eins og drafandi óráðsíuhjal og (með) laglínu sem fær flesta til að gera sig að fífli á almannafær", þá tel ég sérstöðuna öllu heldur vera þá, að okkar þjóðsöngur er sálmur. Á meðan aðrar þjóðir syngja ýmist landi sínu eða veraldarvaldinu lof í sínum þjóðsöngvum, þá syngjum við Guði lof. Ef þjóðsöngur tjáir sjálfmynd þjóðar, þá tjáir okkar söngur þá afstöðu að í stað þess að byggja sjálfsmynd okkar á samanburði við aðra, þá horfir okkar litla þjóð á sig úr þeirri fjarlægð sem gerir allar þjóðir smáar og alla menn auðmjúka. "Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð. Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn". Og á meðan aðrar þjóðir eiga sína löngu sögu, þá sjáum við okkar sögu ekki í samanburði, heldur í ljósi þess að "Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur, ei meir". Þegar við hugsum til lands og þjóðar þá hugsum við til Guðs sem gaf. Í stað þjóðarstolts kemur þakklæti. Í stað herkvaðar kemur bæn: "verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkisbraut". Þetta finnst mér vera merkingarbært. Þjóð sem á slíkan þjóðarsöng þarf ekki að selja samvisku sína í hendur blóðvarga og fara með hernaði á hendur öðrum þjóðum. Slík þjóð selur heldur ekki frá sér landið, því hún veit að hún á það ekki. Guð lánar landið. Þjóð sem þorir að sjá sig sem "grátandi smáblóm með titrandi tár" í víðáttu rúms og tíma, hefur það sem þarf til að rækta frið og þroska með sér réttæti. Já, Guðmundur, höldum söngnum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun