Árangur eða óvissa áfram? Guðmundur Magnússon skrifar 18. nóvember 2004 00:01 Þeir sem vonuðust til þess að línur um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli skýrðust á fundi Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra Íslands og Colins Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington á þriðjudaginn hafa réttmæta ástæðu til að vera vonsviknir. Óljóst er hvaða þýðingu fundurinn hefur og hvað raunverulega fór á milli ráðherranna. Enn er ekki hægt að svara því með neinum afdráttarlausum hætti hvaða varnarviðbúnað Bandaríkjamenn geta fallist á að að hafa hér á landi til lengri tíma litið. Fáir hafa orðið til þess að leggja orð í belg um fundinn. Alþingismenn virðast flestir kjósa að hinkra við og heyra nánari skýringar og útlistanir frá Davíð Oddssyni en hann mun væntanlegur til landsins um helgina. Ritstjóri Morgunblaðsins, sem jafnan er í nánu sambandi við utanríkisráðherra, sagði í leiðara blaðsins á miðvikudaginn að fundurinn virtist “á flesta lund hafa verið jákvæður”. Ekki kom fram að hvaða leyti fundurinn væri það ekki. Veit ritstjórinn ef til vill eitthvað sem ekki hefur komið fram opinberlega? Athyglisvert að Colin Powell vildi ekki segja orð við fjölmiðla eftir fundinn. Engar fregnir um viðræðurnar er að hafa í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Engin sameiginleg tilkynning var gefin út eins og gert var þegar Davíð, þá forsætisráðherra, hitti George Bush forseta í Hvíta húsinu 6. júlí í sumar. Af þessum sökum er Davíð Oddsson sá eini sem er til frásagnar um fundinn opinberlega. Með honum voru nokkrir starfsmenn utanríkisráðuneytisins en þeir eru bundnir þagnarskyldu. Frásögn Davíðs af fundinum með Powell vekur satt að segja fleiri spurningar en hún svarar. Ástæða er til að vekja athygli á varfærnislegu orðalagi Davíðs í viðtölum við fjölmiðla. Tökum til dæmis viðtalið í Morgunblaðinu á miðvikudaginn: ”Mér finnst að málið sé núna komið í öruggari farveg, þó að hann sé ekki orðinn endanlegur”. ”[Davíð] sagðist vona og treysta því að menn mundu finna niðurstöðu sem væri ásættanleg”. ”Ég tel að núna horfi málið þannig við, að sé orðið viðurkennt sjónarmið að það eigi að vera tilteknar varanlegar loftvarnir á Íslandi.... ” ”Þetta finnst mér vera undirliggjandi...” Ýmsir urðu fyrir vonbrigðum með fund Davíðs Oddssonar og George Bush í sumar. Það stafaði af því að hinir sömu héldu að einhver niðurstaða um framtíð varnarliðsins fengist á fundinum eða einhver skýr fyrirheit yrðu gefin. Svo var ekki. Öllum dyrum var haldið opnum með vinsamlegu orðalagi. Bush lofaði að skoða málið með opnum huga. Málið sem hann ætlaði að skoða voru eindregin tilmæli ríkisstjórnar Íslands að hér á landi yrði áfram haldið uppi loftvörnum með lágmarksfjölda F-15 orrustuþotna. Slíkum þotum fylgir þyrlubjörgunarsveit og margs konar önnur umsvif. Ríkisstjórnin segir að Íslendingar geti ekki einir þjóða verið án trúverðugra loftvarna. Það eru hin hernaðarlegu rök í málinu. Engum dylst hitt að varnarliðsmálið snýr einnig að efnahags- og atvinnumálum. Staðsetning bandarískra orrustuþotna í Keflavík felur sem alkunna er í sér umtalsverð atvinnuleg og efnahagsleg umsvif Bandaríkjamanna hér á landi. Davíð Oddsson greindi frá fyrirhuguðum fundi með Powell á Alþingi 2. nóvember og sagði síðan í blaðaviðtali: "Ég bind vonir við að það meginviðhorf sem mér fannst ríkjandi á fundi mínum með Bush verði ráðandi fyrir þessar viðræður og að við getum að minnsta kosti komist verulega áleiðis við að draga úr þeirri óvissu sem hér hefur verið í Keflavík." Hér er enn ástæða til horfa á orðalag Davíðs. "Mér fannst..." og svo væntingarnar um fundinn sem var á þriðjudaginn: að komast verulega áleiðis. Miðað við þær upplýsingar sem Davíð hefur veitt opinberlega er tæpast hægt að tala um að hann hafi komist verulega áleiðis með erindi sitt. Enn er verið að tala almennum orðum um sömu hlutina og á fundinum með Bush í sumar, þ.e. aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga í rekstri Keflavíkurflugvallar. Engar beinar tillögur í því efni virðast hins vegar hafa verið ræddar né vera á borðinu. Allt er í óvissu um F-15 þoturnar og fylgifiska þeirra. Málin á að ræða í framhaldsviðræðum við embættismenn í utantíkisráðuneytinu og varnarmálaráðuneytinu í janúar á næsta ári. Þetta vekur upp þá spurningu hvort fundurinn með Powell hafi jafnvel verið tilgangslaus. Hvort óvænt ákvörðun um afsögn hans hafi spilað inn í tíðindaleysi fundarins? Um það skal ekkert fullyrt. Vel má vera að hér sem oftar holi dropinn steininn. Að minnsta kosti er tæpast hægt að segja að afturkippur hafi komið í málið eins og það snýr að íslenskum stjórnvöldum. En allt gengur þetta afar hægt fyrir sig sem getur ekki merkt annað en að bandarísk stjórnvöld séu - þrátt fyrir alla vinsemdina og "opinn huga" forsetans - treg til að fallast á meginkröfur ríkisstjórnar Íslands. Niðurstaða þessara hugleiðinga er að sama óvissan um framtíð varnarliðsins sé enn til staðar eftir fund Davíðs og Powell og var fyrir hann. Það verður þá varla fyrr en í fyrsta lagi á vordögum á næsta ári, þegar embættismannaviðræðurnar verða komnar á rekspöl, sem mál fara að skýrast.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem vonuðust til þess að línur um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli skýrðust á fundi Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra Íslands og Colins Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington á þriðjudaginn hafa réttmæta ástæðu til að vera vonsviknir. Óljóst er hvaða þýðingu fundurinn hefur og hvað raunverulega fór á milli ráðherranna. Enn er ekki hægt að svara því með neinum afdráttarlausum hætti hvaða varnarviðbúnað Bandaríkjamenn geta fallist á að að hafa hér á landi til lengri tíma litið. Fáir hafa orðið til þess að leggja orð í belg um fundinn. Alþingismenn virðast flestir kjósa að hinkra við og heyra nánari skýringar og útlistanir frá Davíð Oddssyni en hann mun væntanlegur til landsins um helgina. Ritstjóri Morgunblaðsins, sem jafnan er í nánu sambandi við utanríkisráðherra, sagði í leiðara blaðsins á miðvikudaginn að fundurinn virtist “á flesta lund hafa verið jákvæður”. Ekki kom fram að hvaða leyti fundurinn væri það ekki. Veit ritstjórinn ef til vill eitthvað sem ekki hefur komið fram opinberlega? Athyglisvert að Colin Powell vildi ekki segja orð við fjölmiðla eftir fundinn. Engar fregnir um viðræðurnar er að hafa í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Engin sameiginleg tilkynning var gefin út eins og gert var þegar Davíð, þá forsætisráðherra, hitti George Bush forseta í Hvíta húsinu 6. júlí í sumar. Af þessum sökum er Davíð Oddsson sá eini sem er til frásagnar um fundinn opinberlega. Með honum voru nokkrir starfsmenn utanríkisráðuneytisins en þeir eru bundnir þagnarskyldu. Frásögn Davíðs af fundinum með Powell vekur satt að segja fleiri spurningar en hún svarar. Ástæða er til að vekja athygli á varfærnislegu orðalagi Davíðs í viðtölum við fjölmiðla. Tökum til dæmis viðtalið í Morgunblaðinu á miðvikudaginn: ”Mér finnst að málið sé núna komið í öruggari farveg, þó að hann sé ekki orðinn endanlegur”. ”[Davíð] sagðist vona og treysta því að menn mundu finna niðurstöðu sem væri ásættanleg”. ”Ég tel að núna horfi málið þannig við, að sé orðið viðurkennt sjónarmið að það eigi að vera tilteknar varanlegar loftvarnir á Íslandi.... ” ”Þetta finnst mér vera undirliggjandi...” Ýmsir urðu fyrir vonbrigðum með fund Davíðs Oddssonar og George Bush í sumar. Það stafaði af því að hinir sömu héldu að einhver niðurstaða um framtíð varnarliðsins fengist á fundinum eða einhver skýr fyrirheit yrðu gefin. Svo var ekki. Öllum dyrum var haldið opnum með vinsamlegu orðalagi. Bush lofaði að skoða málið með opnum huga. Málið sem hann ætlaði að skoða voru eindregin tilmæli ríkisstjórnar Íslands að hér á landi yrði áfram haldið uppi loftvörnum með lágmarksfjölda F-15 orrustuþotna. Slíkum þotum fylgir þyrlubjörgunarsveit og margs konar önnur umsvif. Ríkisstjórnin segir að Íslendingar geti ekki einir þjóða verið án trúverðugra loftvarna. Það eru hin hernaðarlegu rök í málinu. Engum dylst hitt að varnarliðsmálið snýr einnig að efnahags- og atvinnumálum. Staðsetning bandarískra orrustuþotna í Keflavík felur sem alkunna er í sér umtalsverð atvinnuleg og efnahagsleg umsvif Bandaríkjamanna hér á landi. Davíð Oddsson greindi frá fyrirhuguðum fundi með Powell á Alþingi 2. nóvember og sagði síðan í blaðaviðtali: "Ég bind vonir við að það meginviðhorf sem mér fannst ríkjandi á fundi mínum með Bush verði ráðandi fyrir þessar viðræður og að við getum að minnsta kosti komist verulega áleiðis við að draga úr þeirri óvissu sem hér hefur verið í Keflavík." Hér er enn ástæða til horfa á orðalag Davíðs. "Mér fannst..." og svo væntingarnar um fundinn sem var á þriðjudaginn: að komast verulega áleiðis. Miðað við þær upplýsingar sem Davíð hefur veitt opinberlega er tæpast hægt að tala um að hann hafi komist verulega áleiðis með erindi sitt. Enn er verið að tala almennum orðum um sömu hlutina og á fundinum með Bush í sumar, þ.e. aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga í rekstri Keflavíkurflugvallar. Engar beinar tillögur í því efni virðast hins vegar hafa verið ræddar né vera á borðinu. Allt er í óvissu um F-15 þoturnar og fylgifiska þeirra. Málin á að ræða í framhaldsviðræðum við embættismenn í utantíkisráðuneytinu og varnarmálaráðuneytinu í janúar á næsta ári. Þetta vekur upp þá spurningu hvort fundurinn með Powell hafi jafnvel verið tilgangslaus. Hvort óvænt ákvörðun um afsögn hans hafi spilað inn í tíðindaleysi fundarins? Um það skal ekkert fullyrt. Vel má vera að hér sem oftar holi dropinn steininn. Að minnsta kosti er tæpast hægt að segja að afturkippur hafi komið í málið eins og það snýr að íslenskum stjórnvöldum. En allt gengur þetta afar hægt fyrir sig sem getur ekki merkt annað en að bandarísk stjórnvöld séu - þrátt fyrir alla vinsemdina og "opinn huga" forsetans - treg til að fallast á meginkröfur ríkisstjórnar Íslands. Niðurstaða þessara hugleiðinga er að sama óvissan um framtíð varnarliðsins sé enn til staðar eftir fund Davíðs og Powell og var fyrir hann. Það verður þá varla fyrr en í fyrsta lagi á vordögum á næsta ári, þegar embættismannaviðræðurnar verða komnar á rekspöl, sem mál fara að skýrast.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun