Kennsla með öllum tiltækum ráðum 15. nóvember 2004 00:01 Kennsla á að fara fram í öllum skólum í Reykjavík í dag. Fræðsluráð Reykjavíkur sendi skólastjórum boð um þetta í gær. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að tíðindi gærkvöldsins bendi til þess að ástand í skólunum verði betra í dag en í gær, þegar aðeins um fimmtán prósent kennara mættu til starfa og kennsla féll víða niður. "Það verður allra leiða leitað til að komast hjá því að senda börn heim úr skólanum," segir Stefán. Hann segist ráðleggja fólki að mæta í skólann með börnum sínum og athuga hvernig staðan er ef engin skilaboð hafa borist frá skólunum. Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ, segir að kennt verði í skólanum í dag og börnin eigi að mæta. Stefna skólaskrifstofu Garðabæjar sé að kennsla fari fram í grunnskólum bæjarins. Hann segir marga foreldra tilbúna til að koma og hjálpa. Auk þess séu skólaliðar og uppeldisfulltrúar til taks. Hilmar segir mjög þungt hljóð í kennurum og ljóst að margir þeirra treysti sér ekki til að koma til starfa. "Þeir fengu slæma útreið hjá ríkisstjórninni með lögum og nú dynja á þeim skammir og svívirðingar foreldra sem bæta ekki úr skák." Hanna Hjartardóttir, skólastjóri Snælandsskóla í Kópavogi, segist hafa heyrt það á starfsfélögum sínum að fleiri kennarar muni mæta til starfa í dag en í gær. Í Snælandsskóla verði tekið á móti börnunum en ekki sé vitað hvort fram fari full kennsla á öllum sviðum. Trúnaðarmenn kennara í Reykjavík hittust á fundi í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segist ekki geta svarað því hvernig mætingin verði hjá kennurum í dag en þeir hafi greinilega ekki treyst sér til að mæta í gær við núverandi aðstæður. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Kennsla á að fara fram í öllum skólum í Reykjavík í dag. Fræðsluráð Reykjavíkur sendi skólastjórum boð um þetta í gær. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að tíðindi gærkvöldsins bendi til þess að ástand í skólunum verði betra í dag en í gær, þegar aðeins um fimmtán prósent kennara mættu til starfa og kennsla féll víða niður. "Það verður allra leiða leitað til að komast hjá því að senda börn heim úr skólanum," segir Stefán. Hann segist ráðleggja fólki að mæta í skólann með börnum sínum og athuga hvernig staðan er ef engin skilaboð hafa borist frá skólunum. Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ, segir að kennt verði í skólanum í dag og börnin eigi að mæta. Stefna skólaskrifstofu Garðabæjar sé að kennsla fari fram í grunnskólum bæjarins. Hann segir marga foreldra tilbúna til að koma og hjálpa. Auk þess séu skólaliðar og uppeldisfulltrúar til taks. Hilmar segir mjög þungt hljóð í kennurum og ljóst að margir þeirra treysti sér ekki til að koma til starfa. "Þeir fengu slæma útreið hjá ríkisstjórninni með lögum og nú dynja á þeim skammir og svívirðingar foreldra sem bæta ekki úr skák." Hanna Hjartardóttir, skólastjóri Snælandsskóla í Kópavogi, segist hafa heyrt það á starfsfélögum sínum að fleiri kennarar muni mæta til starfa í dag en í gær. Í Snælandsskóla verði tekið á móti börnunum en ekki sé vitað hvort fram fari full kennsla á öllum sviðum. Trúnaðarmenn kennara í Reykjavík hittust á fundi í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segist ekki geta svarað því hvernig mætingin verði hjá kennurum í dag en þeir hafi greinilega ekki treyst sér til að mæta í gær við núverandi aðstæður.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira