Játar að hafa slegið Danann 14. nóvember 2004 00:01 Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík, segir atburði ljósa að öðru leyti en því að dánarorsök liggur ekki fyrir. Hann segir framburði Skotans bera saman við frásögn annarra vitna. "Við teljum upplýst hvernig þetta atvikaðist og ekki er þörf á að rannsaka það frekar," segir Karl. Aðspurður segir Karl svo virðast sem Skotinn hafi slegið Danann einu sinni. Krufning verður gerð í dag. Vitni hafa verið yfirheyrð. Þau sögðu Skotann hafa slegið Flemming einu höggi í höfuðið. Þegar það gerðist stóðu þeir við bar veitingastaðarins. Eftir höggið gekk Skotinn út af staðnum. Flemming var á veitingastaðnum ásamt tveimur félögum sínum úr danska hernum. Lögreglan handtók Skotann skömmu síðar á heimili hans í Keflavík og var hann talsvert ölvaður. Samkvæmt heimildum blaðsins er talið að afbrýðisemi hafi truflað Skotann, en vitni segja danska hermanninn hafa gert sér dælt við unnustu Skotans. Flemming var hér á landi ásamt sex félögum sínum úr danska hernum. Að sögn Lise Lotte Hafsteinsson, aðstoðarræðismanns Dana hér á landi, fóru hermennirnir heim í gær, degi síðar en til stóð, með viðkomu á Grænlandi en þangað var ferðinni heitið. Lise segir hlutverk sendiráðsins að hlúa að félögum Flemmings, sem fengu áfallahjálp. Þá hafi sendiráðið látið danska utanríkisráðuneytið vita af voveiflegum dauða Flemmings. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík, segir atburði ljósa að öðru leyti en því að dánarorsök liggur ekki fyrir. Hann segir framburði Skotans bera saman við frásögn annarra vitna. "Við teljum upplýst hvernig þetta atvikaðist og ekki er þörf á að rannsaka það frekar," segir Karl. Aðspurður segir Karl svo virðast sem Skotinn hafi slegið Danann einu sinni. Krufning verður gerð í dag. Vitni hafa verið yfirheyrð. Þau sögðu Skotann hafa slegið Flemming einu höggi í höfuðið. Þegar það gerðist stóðu þeir við bar veitingastaðarins. Eftir höggið gekk Skotinn út af staðnum. Flemming var á veitingastaðnum ásamt tveimur félögum sínum úr danska hernum. Lögreglan handtók Skotann skömmu síðar á heimili hans í Keflavík og var hann talsvert ölvaður. Samkvæmt heimildum blaðsins er talið að afbrýðisemi hafi truflað Skotann, en vitni segja danska hermanninn hafa gert sér dælt við unnustu Skotans. Flemming var hér á landi ásamt sex félögum sínum úr danska hernum. Að sögn Lise Lotte Hafsteinsson, aðstoðarræðismanns Dana hér á landi, fóru hermennirnir heim í gær, degi síðar en til stóð, með viðkomu á Grænlandi en þangað var ferðinni heitið. Lise segir hlutverk sendiráðsins að hlúa að félögum Flemmings, sem fengu áfallahjálp. Þá hafi sendiráðið látið danska utanríkisráðuneytið vita af voveiflegum dauða Flemmings.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira