Kennaradeilan í gerðardóm 11. nóvember 2004 00:01 Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna verði vísað í gerðardóm. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Eftir að lögin hafa verið samþykkt verður skipaður gerðardómur sem ákvarðar laun og lengd samnings kennara sveitarfélaganna. Allt bendir til að lög um kjaradóm verði samþykkt eigi síðar en á laugardag. Við það verður bundinn endi á verkfall grunnskólakennara sem hófst 20. september með vikuhléi á meðan kennarar greiddu atkvæði um miðlunartillögu og felldu. Skólastarf hefst að nýju á mánudag. Ríkisstjórnin velur þá leið að setja málið í gerðardóm frekar en að Alþingi ákvarði laun kennara. Með því er haldið ákveðinni fjarlægð milli Alþingis og deilenda. Stjórnvöld vilja ekki setja fordæmi um laun vegna þeirra kjaraviðræðna sem á eftir koma. Stjórnarandstaðan er í þröngri stöðu. Hún er á móti lagasetningu í þessari deilu en telur sig ekki geta annað en að samþykkja frumvarpið þar sem umræður um málið geri lítið annað en fresta gildistöku laganna í nokkra daga. Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna gengu í gær á fund Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann leitaði eftir staðfestingu á mati sáttasemjara ríkisins á stöðu viðræðnanna, sem voru komnar í hnút. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir viðræðurnar við sveitarfélögin nú þær erfiðustu sem hann hafi tekið þátt í: "Ég hef aldrei mætt eins miklu skilningsleysi hinum megin. Ég vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að það sé þekkingarleysi, algert þekkingarleysi á innra starfi grunnskólans, sem ræður ríkjum hinum megin borðsins." Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna verði vísað í gerðardóm. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Eftir að lögin hafa verið samþykkt verður skipaður gerðardómur sem ákvarðar laun og lengd samnings kennara sveitarfélaganna. Allt bendir til að lög um kjaradóm verði samþykkt eigi síðar en á laugardag. Við það verður bundinn endi á verkfall grunnskólakennara sem hófst 20. september með vikuhléi á meðan kennarar greiddu atkvæði um miðlunartillögu og felldu. Skólastarf hefst að nýju á mánudag. Ríkisstjórnin velur þá leið að setja málið í gerðardóm frekar en að Alþingi ákvarði laun kennara. Með því er haldið ákveðinni fjarlægð milli Alþingis og deilenda. Stjórnvöld vilja ekki setja fordæmi um laun vegna þeirra kjaraviðræðna sem á eftir koma. Stjórnarandstaðan er í þröngri stöðu. Hún er á móti lagasetningu í þessari deilu en telur sig ekki geta annað en að samþykkja frumvarpið þar sem umræður um málið geri lítið annað en fresta gildistöku laganna í nokkra daga. Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna gengu í gær á fund Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann leitaði eftir staðfestingu á mati sáttasemjara ríkisins á stöðu viðræðnanna, sem voru komnar í hnút. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir viðræðurnar við sveitarfélögin nú þær erfiðustu sem hann hafi tekið þátt í: "Ég hef aldrei mætt eins miklu skilningsleysi hinum megin. Ég vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að það sé þekkingarleysi, algert þekkingarleysi á innra starfi grunnskólans, sem ræður ríkjum hinum megin borðsins."
Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira