Olíufélögin á móti olíugjaldinu 11. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin, sem öll hafa styrkt stjórnmálaflokkana, börðust á sínum tíma hatrammri baráttu gegn því að olíugjaldið yrði tekið upp. Það hefði haft í för með sér aukna dísilvæðingu og þar af leiðandi minni viðskipti. Frumvarp um olíugjald var samþykkt á Alþingi 1997 en það svo afturkallað. Fjármál stjórnmálaflokkanna og tengsl þeirra við olíufyrirtækin hafa komið í umræðu síðustu daga um verðsamráð. Ríkisútvarpið flutti af því fréttir að stjórnarflokkarnir neiti að gefa upp hversu mikla peninga þeir hafi þegið af félögunum en fram hefur komið að styrkur Samfylkingarinnar frá þeim var innan við hálfa milljón, styrkur Vinstri - grænna innan við 300 þúsund og Frjálslyndi flokkurinn hefur þegið 400 þúsund. Stöð 2 sannreyndi í dag að það hefur ekki verið rætt innan stjórnarandstöðuflokkanna að skila þessum peningum. Í fréttum Sjónvarps var greint frá því að skuldir Framsóknarflokksins lækkuðu um sjötíu milljónir á árunum 1994 til 1998. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, bendir á það á heimasíðu sinni að því hafi verið hafnað á Alþingi árið 1997 að kanna verðsamráð olíufélaganna, með vísan til þess að það væri of dýrt. En það er ekki eina ákvörðunin sem olíufélögin hafa hagnast á. Árið 1997 var lagt fram frumvarp á Alþingi um upptöku olíugjalds. Hún fól í sér að þungaskattur díselbifreiðaeigenda féll niður, sem og mæld keyrsla, sem tilheyrt hefur díselbifreiðum. Ástæðan var sú að það er umhverfisvænna að nota dísel en olíufélögin lögðust gegn þessu og börðust hatrammri baráttu gegn upptöku olíugjaldsins, enda eldsneytiseyðslan um 30 prósentum minni með dísel. Það þýðir að sjálfsögðu fækkun ferða á bensínstöðvar um 30 prósent. Framkvæmd þess var svo frestað og að lokum var frumvarpið fellt úr gildi. Olíugjaldið hefur svo aftur verið tekið upp og verður að veruleika næsta sumar. Uppfylla Íslendingar þar með ákveðnar mengunartakmarkanir Kyoto-samningsins. Í kjölfarið verður munurinn á díesel og bensíni hér á landi í kringum fimm prósent. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Olíufélögin, sem öll hafa styrkt stjórnmálaflokkana, börðust á sínum tíma hatrammri baráttu gegn því að olíugjaldið yrði tekið upp. Það hefði haft í för með sér aukna dísilvæðingu og þar af leiðandi minni viðskipti. Frumvarp um olíugjald var samþykkt á Alþingi 1997 en það svo afturkallað. Fjármál stjórnmálaflokkanna og tengsl þeirra við olíufyrirtækin hafa komið í umræðu síðustu daga um verðsamráð. Ríkisútvarpið flutti af því fréttir að stjórnarflokkarnir neiti að gefa upp hversu mikla peninga þeir hafi þegið af félögunum en fram hefur komið að styrkur Samfylkingarinnar frá þeim var innan við hálfa milljón, styrkur Vinstri - grænna innan við 300 þúsund og Frjálslyndi flokkurinn hefur þegið 400 þúsund. Stöð 2 sannreyndi í dag að það hefur ekki verið rætt innan stjórnarandstöðuflokkanna að skila þessum peningum. Í fréttum Sjónvarps var greint frá því að skuldir Framsóknarflokksins lækkuðu um sjötíu milljónir á árunum 1994 til 1998. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, bendir á það á heimasíðu sinni að því hafi verið hafnað á Alþingi árið 1997 að kanna verðsamráð olíufélaganna, með vísan til þess að það væri of dýrt. En það er ekki eina ákvörðunin sem olíufélögin hafa hagnast á. Árið 1997 var lagt fram frumvarp á Alþingi um upptöku olíugjalds. Hún fól í sér að þungaskattur díselbifreiðaeigenda féll niður, sem og mæld keyrsla, sem tilheyrt hefur díselbifreiðum. Ástæðan var sú að það er umhverfisvænna að nota dísel en olíufélögin lögðust gegn þessu og börðust hatrammri baráttu gegn upptöku olíugjaldsins, enda eldsneytiseyðslan um 30 prósentum minni með dísel. Það þýðir að sjálfsögðu fækkun ferða á bensínstöðvar um 30 prósent. Framkvæmd þess var svo frestað og að lokum var frumvarpið fellt úr gildi. Olíugjaldið hefur svo aftur verið tekið upp og verður að veruleika næsta sumar. Uppfylla Íslendingar þar með ákveðnar mengunartakmarkanir Kyoto-samningsins. Í kjölfarið verður munurinn á díesel og bensíni hér á landi í kringum fimm prósent.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira