Meta ákvörðun Þórólfs 10. nóvember 2004 00:01 Vinstri - grænir í Reykjavík meta þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hafi hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Þetta kemur fram í ályktun félagsfundar flokksins í gærkvöldi sem send var fjölmiðlum í morgun. Í ályktuninni segir orðrétt: Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík 9. nóvember 2004 harmar auðgunarbrot olíufélaganna gegn almenningi sem koma fram í skýrslu Samkeppnisráðs. Ljóst er að hér er á ferð alvarlegt mál sem varðar almannaheill og mikilvægt að einstaklingar axli ábyrgð á sínum þætti í þessu máli.Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Reykjavík metur þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hefur hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Hann er maður að meiri fyrir vikið.Mikilvægt er að fram komi að VG Reykjavík telur að Þórólfur Árnason hafi gegnt starfi sínu sem borgarstjóri af trúmennsku og heilindum og óskar honum alls hins besta.VG í Reykjavík tekur undir yfirlýsingu borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans um að samstarfið um Reykjavíkurlistann og þau stefnumál sem hann stendur fyrir haldi áfram.Félagsfundurinn felur fulltrúum flokksins að vinna að því í samráði við samstarfsaðila VG innan Reykjavíkurlistans að ákveða hvernig verkaskiptingu við stjórn borgarinnar verður háttað og hver verði borgarstjóri. Vinstri - grænir álykta einnig um kennaraverkfallið í lok ályktunarinnar. Þar segir orðrétt: Félagsfundur VGR 9. nóvember 2004 harmar þá stöðu sem upp er komin í samfélaginu vegna verkfalls grunnskólakennara. Fundurinn ítrekar fullan stuðning við kennara og kröfur þeirra. Fundurinn skorar á hlutaðeigandi aðila að leysa án tafar þann hnút sem málið er komið í með því að skoða allar hugsanlegar leiðir.Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi og trausti við kjörna fulltrúa flokksins í borgarstjórn og að þeir beiti sínu pólitíska afli til að leysa það ófremdarástand sem er hjá reykvískum skólabörnum og fjölskyldum þeirra. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Vinstri - grænir í Reykjavík meta þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hafi hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Þetta kemur fram í ályktun félagsfundar flokksins í gærkvöldi sem send var fjölmiðlum í morgun. Í ályktuninni segir orðrétt: Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík 9. nóvember 2004 harmar auðgunarbrot olíufélaganna gegn almenningi sem koma fram í skýrslu Samkeppnisráðs. Ljóst er að hér er á ferð alvarlegt mál sem varðar almannaheill og mikilvægt að einstaklingar axli ábyrgð á sínum þætti í þessu máli.Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Reykjavík metur þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hefur hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Hann er maður að meiri fyrir vikið.Mikilvægt er að fram komi að VG Reykjavík telur að Þórólfur Árnason hafi gegnt starfi sínu sem borgarstjóri af trúmennsku og heilindum og óskar honum alls hins besta.VG í Reykjavík tekur undir yfirlýsingu borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans um að samstarfið um Reykjavíkurlistann og þau stefnumál sem hann stendur fyrir haldi áfram.Félagsfundurinn felur fulltrúum flokksins að vinna að því í samráði við samstarfsaðila VG innan Reykjavíkurlistans að ákveða hvernig verkaskiptingu við stjórn borgarinnar verður háttað og hver verði borgarstjóri. Vinstri - grænir álykta einnig um kennaraverkfallið í lok ályktunarinnar. Þar segir orðrétt: Félagsfundur VGR 9. nóvember 2004 harmar þá stöðu sem upp er komin í samfélaginu vegna verkfalls grunnskólakennara. Fundurinn ítrekar fullan stuðning við kennara og kröfur þeirra. Fundurinn skorar á hlutaðeigandi aðila að leysa án tafar þann hnút sem málið er komið í með því að skoða allar hugsanlegar leiðir.Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi og trausti við kjörna fulltrúa flokksins í borgarstjórn og að þeir beiti sínu pólitíska afli til að leysa það ófremdarástand sem er hjá reykvískum skólabörnum og fjölskyldum þeirra.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira