Þórólfur segir af sér 9. nóvember 2004 00:01 Þórólfur Árnason tilkynnti síðdegis í gær á blaðamannafundi í Höfða að hann hygðist segja af sér embætti borgarstjóra. "Það er sameiginleg niðurstaða mín og borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að ég láti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. Ég er sannfærður um að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavíkurlistanum og borgarbúum alls hins besta á komandi tímum." Þórólfur hefur verið borgarstjóri í tæp tvö ár. Staða hans hefur verið í uppnámi frá því í byrjun síðustu viku þegar Vinstri-grænir sögðust ekki geta treyst honum fyllilega vegna þáttar hans í samráði Olíufélaganna eftir að lokaskýrsla Samkeppnisstofnunar kom út. Samþykkt var að gefa Þórólfi ráðrúm til að skýra mál sitt. Þórólfur sagðist hafa tekið ákvörðunina eftir að hafa fengið tækifæri undanfarna daga til að "verja heiður sinn". Hann hafi frá upphafi komið hreint fram varðandi starf sitt fyrir Olíufélagið h.f. "Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því frumskýrsla Samkeppnisstofnunar komst í hámæli fyrir rúmu ári. Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir." Þórólfur minnir á að það hafi borið að með skjótum hætti að hann settist í borgarstjórastólinn:" Ástæðan fyrir því að ég tók það að mér var sú að mér þótti vænt um Reykjavíkurlistann og það sem hann stendur fyrir. Ég stend upp úr stóli borgarstjóra af sömu ástæðum og ég settist í hann" sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í gær. Reykjavíkurlistinn sagði í yfirlýsingu í gærkvöld að Þórólfur hafi reynst farsæll í störfum sem borgarstjóri: "Í ákvörðun Þórólfs felst að hann tekur hagsmuni borgarinnar og Reykjavíkurlistasamstarfsins fram yfir sína eigin." R-listinn hefur ekki valið arftaka Þórólfs og virðist stefna í hörð átök innan hans. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þórólfur Árnason tilkynnti síðdegis í gær á blaðamannafundi í Höfða að hann hygðist segja af sér embætti borgarstjóra. "Það er sameiginleg niðurstaða mín og borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að ég láti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. Ég er sannfærður um að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavíkurlistanum og borgarbúum alls hins besta á komandi tímum." Þórólfur hefur verið borgarstjóri í tæp tvö ár. Staða hans hefur verið í uppnámi frá því í byrjun síðustu viku þegar Vinstri-grænir sögðust ekki geta treyst honum fyllilega vegna þáttar hans í samráði Olíufélaganna eftir að lokaskýrsla Samkeppnisstofnunar kom út. Samþykkt var að gefa Þórólfi ráðrúm til að skýra mál sitt. Þórólfur sagðist hafa tekið ákvörðunina eftir að hafa fengið tækifæri undanfarna daga til að "verja heiður sinn". Hann hafi frá upphafi komið hreint fram varðandi starf sitt fyrir Olíufélagið h.f. "Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því frumskýrsla Samkeppnisstofnunar komst í hámæli fyrir rúmu ári. Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir." Þórólfur minnir á að það hafi borið að með skjótum hætti að hann settist í borgarstjórastólinn:" Ástæðan fyrir því að ég tók það að mér var sú að mér þótti vænt um Reykjavíkurlistann og það sem hann stendur fyrir. Ég stend upp úr stóli borgarstjóra af sömu ástæðum og ég settist í hann" sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í gær. Reykjavíkurlistinn sagði í yfirlýsingu í gærkvöld að Þórólfur hafi reynst farsæll í störfum sem borgarstjóri: "Í ákvörðun Þórólfs felst að hann tekur hagsmuni borgarinnar og Reykjavíkurlistasamstarfsins fram yfir sína eigin." R-listinn hefur ekki valið arftaka Þórólfs og virðist stefna í hörð átök innan hans.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira