Þrettán vélhjólamenn stöðvaðir 5. nóvember 2004 00:01 Þrettán danskir vélhjólamenn eru í umsjá lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þessa stundina og svo getur farið að fleiri bætist í hópinn. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, komu níu mannanna með Iceland Express frá Kaupmannahöfn og fjórir aðrir bættust við með vél Icelandair. Tvær vélar voru væntanlegar núna á fimmta tímanum en vegna mikils hliðarvinds var þeim beint til Akureyrar og Egilsstaða. Þegar veðrið verður gengið yfir fara þær til Keflavíkur. Jóhann segir að verulegur viðbúnaður sé á flugvellinum og hefur lögreglan þar fengið liðsauka. Útlendingarnir eru úr dönsku bifhjólasamtökunum Hogriders sem eru af svipuðum toga og Vítisenglar, eða Hells Angels, og Banditos. Hogriders eiga systursamtök á Norðurlöndunum og í Þýskalandi en tilefni Íslandsfararinnar var að vígja félaga í íslenska mótorhjólaklúbbnum Hrolli inn í samtökin. Að sögn sýslumanns er jafnvel búist við enn fleiri mótorhjólamönnum til landsins. Hann sagði að unnið væri samkvæmt áhættumati Ríkislögreglustjórans um að gestirnir sköpuðu hættu á almannafriði. Að sögn Jóhanns verður tekin upplýsingaskýrsla af mönnunum og þær upplýsingar svo sendar snarlega til Útlendingastofnunar sem tekur ákvörðun um hvort að mönnunum verði hleypt inn í landið eða vísað burt. Hann segir mennina hafa hagað sér vel en reynsla manna á flugvellinum sé að það komi ekki í ljós fyrr en mönnum er vísað úr landi hvernig þeir taka svona afgreiðslu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
Þrettán danskir vélhjólamenn eru í umsjá lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þessa stundina og svo getur farið að fleiri bætist í hópinn. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, komu níu mannanna með Iceland Express frá Kaupmannahöfn og fjórir aðrir bættust við með vél Icelandair. Tvær vélar voru væntanlegar núna á fimmta tímanum en vegna mikils hliðarvinds var þeim beint til Akureyrar og Egilsstaða. Þegar veðrið verður gengið yfir fara þær til Keflavíkur. Jóhann segir að verulegur viðbúnaður sé á flugvellinum og hefur lögreglan þar fengið liðsauka. Útlendingarnir eru úr dönsku bifhjólasamtökunum Hogriders sem eru af svipuðum toga og Vítisenglar, eða Hells Angels, og Banditos. Hogriders eiga systursamtök á Norðurlöndunum og í Þýskalandi en tilefni Íslandsfararinnar var að vígja félaga í íslenska mótorhjólaklúbbnum Hrolli inn í samtökin. Að sögn sýslumanns er jafnvel búist við enn fleiri mótorhjólamönnum til landsins. Hann sagði að unnið væri samkvæmt áhættumati Ríkislögreglustjórans um að gestirnir sköpuðu hættu á almannafriði. Að sögn Jóhanns verður tekin upplýsingaskýrsla af mönnunum og þær upplýsingar svo sendar snarlega til Útlendingastofnunar sem tekur ákvörðun um hvort að mönnunum verði hleypt inn í landið eða vísað burt. Hann segir mennina hafa hagað sér vel en reynsla manna á flugvellinum sé að það komi ekki í ljós fyrr en mönnum er vísað úr landi hvernig þeir taka svona afgreiðslu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira