Lýðræðið á undanhaldi 3. nóvember 2004 00:01 Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi þingmaður Kvennalistans, kynnti á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gær fyrstu niðurstöður svokallaðrar lýðræðisnefndar sem skipuð var í upphafi þessa árs. Ýmsar niðurstöður hópsins hafa vakið athygli og þá ekki síst að Norðurlandabúar bera minna traust til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka en áður og birtist það meðal annars í því að skráðum félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað mjög í nokkrum landanna. Krístin Ástgeirsdóttir segir sérstaklega umhugsunarvert að skoða stöðu stjórnmálaflokkanna á Norðurlöndum. "Það virðist vera sterk tilhneiging til þess að sífellt færri komi að því að móta stefnuna, taka ákvarðanir og velja frambjóðendur. Við erum reyndar ekki komin jafn langt í þessu og aðrar Norðurlandaþjóðir en við sjáum tilhneiginguna hér." Eitt af þeim atriðum sem lýðræðishópurinn beinir sjónum sínum að er hve félögum í stjórnmálaflokkunum hefur fækkað. "Ástæðan er ekki síst sú hve verkalýðsfélögin og jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndunum, þessar stóru fjöldahreyfingar, hafa mikið látið á sjá. Félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað og dregið úr virkni þeirra." Á sama tíma og félögum í flokkunum fækkar, vex einsmáls-hreyfingum ásmegin, til dæmis fjöldahreyfingum í umhverfismálum, kvenréttindum og í skipulagsmálum. "Pólitísk virkni fólks hefur ekki minnkað, en hún hefur breyst." "Þetta er umhugsunarefni því stjórnmálaflokkarnir hafa verið kjölfestan í okkar lýðræði og undirstaða fulltrúalýðræðisins. En það eru til aðrar leiðir og við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig bregðast eigi við." Kristín bendir á að Svíar hafi gengið svo langt að stofna sérstakt lýðræðisráðuneyti. Tillögur lýðræðisnefndarinnar liggja ekki fyrir, fyrr en um áramót. En ein tillagan hnígur í þá átt að Norðurlöndin skilgreini lýðræði sem viðfangsefni og móti stefnu sem taki til stjórnmálaflokka, félags- og lýðræðisþátttöku og tækni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi þingmaður Kvennalistans, kynnti á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gær fyrstu niðurstöður svokallaðrar lýðræðisnefndar sem skipuð var í upphafi þessa árs. Ýmsar niðurstöður hópsins hafa vakið athygli og þá ekki síst að Norðurlandabúar bera minna traust til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka en áður og birtist það meðal annars í því að skráðum félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað mjög í nokkrum landanna. Krístin Ástgeirsdóttir segir sérstaklega umhugsunarvert að skoða stöðu stjórnmálaflokkanna á Norðurlöndum. "Það virðist vera sterk tilhneiging til þess að sífellt færri komi að því að móta stefnuna, taka ákvarðanir og velja frambjóðendur. Við erum reyndar ekki komin jafn langt í þessu og aðrar Norðurlandaþjóðir en við sjáum tilhneiginguna hér." Eitt af þeim atriðum sem lýðræðishópurinn beinir sjónum sínum að er hve félögum í stjórnmálaflokkunum hefur fækkað. "Ástæðan er ekki síst sú hve verkalýðsfélögin og jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndunum, þessar stóru fjöldahreyfingar, hafa mikið látið á sjá. Félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað og dregið úr virkni þeirra." Á sama tíma og félögum í flokkunum fækkar, vex einsmáls-hreyfingum ásmegin, til dæmis fjöldahreyfingum í umhverfismálum, kvenréttindum og í skipulagsmálum. "Pólitísk virkni fólks hefur ekki minnkað, en hún hefur breyst." "Þetta er umhugsunarefni því stjórnmálaflokkarnir hafa verið kjölfestan í okkar lýðræði og undirstaða fulltrúalýðræðisins. En það eru til aðrar leiðir og við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig bregðast eigi við." Kristín bendir á að Svíar hafi gengið svo langt að stofna sérstakt lýðræðisráðuneyti. Tillögur lýðræðisnefndarinnar liggja ekki fyrir, fyrr en um áramót. En ein tillagan hnígur í þá átt að Norðurlöndin skilgreini lýðræði sem viðfangsefni og móti stefnu sem taki til stjórnmálaflokka, félags- og lýðræðisþátttöku og tækni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira