Segir engan hafa verið í lífshættu 28. október 2004 00:01 Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn í Hornafirði, segir að hætt hafi verið að rannsaka sprenginguna sem samgönguráðherra sprengdi í Almannaskarðsgöngunum í byrjun október. Hann segir ljóst að menn hafi ekki verið í lífshættu. Hann segir einnig að frumrannsókn hafi verð gerð og verði einhverjir eftirmálar séu gögnin á vísum stað. Geir Þorsteinsson byggingaverktaki segist algjörlega ósammála sýslumanninum og segir að ekki verði fram hjá því horft að sex menn sem voru í vinnu hjá honum hafi verið í hættu. Mennirnir voru sextíu metrum frá sprengjunni þegar hún sprakk og sagði vinnufélagi mannanna, í viðtali við Fréttablaðið eftir sprenginguna, að mennirnir hefðu þurft að henda sér á jörðina til að verja sig fyrir grjóti sem rigndi yfir þá. Páll sýslumaður segir sprengingunni hafi verið flýtt á síðustu stundu en hún hefði samt verið innan þess tíma sem allir hefðu átt að vera farnir af svæðinu. "Þeir hefðu átt að vera farnir ef þeir hefðu viljað sína aðgæslu. Það er þeirra mál hvort þeir fóru ekki nógu langt eða hvort þeir töfðust of lengi. Þeir voru í sjálfu sér ekki í lífshættu og enginn slasaðist," segir Páll og bætir við að viðhorfið hefði verið töluvert annað hefði einhver slasast í sprengingunni. Geir Þorsteinsson segist vilja fá upp á yfirborðið hvað gerðist nákvæmlega og hvar mistökin liggja. "Í tilkynningu frá sýslumanni segir að greinilegt hafi verið að mistök hafi verið gert beggja megin skarðs. Hvort það hafi verið við eða sá sem átti að ríma svæðið vitum við ekki, " segir Geir. Hann segir jafnframt að þeir hefðu átt að vera búnir að yfirgefa svæðið en í þetta skipti hafi hins vegar ekki komið maður til að sækja þá og sjá til þess að svæðið væri hreint eins og venja var. "Við teystum á að vinnueftirlitið klári málið og geri skýrslu um það. Við erum svo sem ekki að sækjast eftir lögreglumáli," segir Geir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Sjá meira
Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn í Hornafirði, segir að hætt hafi verið að rannsaka sprenginguna sem samgönguráðherra sprengdi í Almannaskarðsgöngunum í byrjun október. Hann segir ljóst að menn hafi ekki verið í lífshættu. Hann segir einnig að frumrannsókn hafi verð gerð og verði einhverjir eftirmálar séu gögnin á vísum stað. Geir Þorsteinsson byggingaverktaki segist algjörlega ósammála sýslumanninum og segir að ekki verði fram hjá því horft að sex menn sem voru í vinnu hjá honum hafi verið í hættu. Mennirnir voru sextíu metrum frá sprengjunni þegar hún sprakk og sagði vinnufélagi mannanna, í viðtali við Fréttablaðið eftir sprenginguna, að mennirnir hefðu þurft að henda sér á jörðina til að verja sig fyrir grjóti sem rigndi yfir þá. Páll sýslumaður segir sprengingunni hafi verið flýtt á síðustu stundu en hún hefði samt verið innan þess tíma sem allir hefðu átt að vera farnir af svæðinu. "Þeir hefðu átt að vera farnir ef þeir hefðu viljað sína aðgæslu. Það er þeirra mál hvort þeir fóru ekki nógu langt eða hvort þeir töfðust of lengi. Þeir voru í sjálfu sér ekki í lífshættu og enginn slasaðist," segir Páll og bætir við að viðhorfið hefði verið töluvert annað hefði einhver slasast í sprengingunni. Geir Þorsteinsson segist vilja fá upp á yfirborðið hvað gerðist nákvæmlega og hvar mistökin liggja. "Í tilkynningu frá sýslumanni segir að greinilegt hafi verið að mistök hafi verið gert beggja megin skarðs. Hvort það hafi verið við eða sá sem átti að ríma svæðið vitum við ekki, " segir Geir. Hann segir jafnframt að þeir hefðu átt að vera búnir að yfirgefa svæðið en í þetta skipti hafi hins vegar ekki komið maður til að sækja þá og sjá til þess að svæðið væri hreint eins og venja var. "Við teystum á að vinnueftirlitið klári málið og geri skýrslu um það. Við erum svo sem ekki að sækjast eftir lögreglumáli," segir Geir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Sjá meira