Braut gegn fósturdóttur sinni 25. október 2004 00:01 Maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við fósturdóttur sína. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa káfað á vinkonu hennar og fyrir vörslu barnakláms. Fósturdóttir mannsins var fjórtán ára þegar hann káfaði á brjóstum hennar innanklæða. Þá hafði hann í nokkur skipti samfarir við stúlkuna á salerni og á skrifstofu á vinnustað sínum og í hjónarúmi á heimili sínu þegar hún var fimmtán ára gömul. Maðurinn er einnig dæmdur fyrir að hafa káfað tvisvar innanklæða á brjóstum fimmtán ára vinkonu fósturdótturinnar og þannig sært blygðunarsemi hennar. Þá er maðurinn sakfelldur fyrir vörslu barnakláms en lögregla fann í húsleit á heimili hans fjölmargar kvikmyndir og ljósmyndir sem sýndu börn á klámfenginn og kynferðislegan hátt. Manninum var gert að greiða fósturdótturinni 1,2 milljónir króna í miskabætur og til að greiða vinkonu hennar 150 þúsund krónur. Þá var honum gert að greiða eina milljón króna í málskostnað. Fósturdóttir mannsins flutti að heiman eftir að hún sagði frá kynferðisofbeldinu. Hún fékk takmarkaðan stuðning fjölskyldunnar. Henni var meðal annars meinað að hitta yngri systkini sín um tíma. Sálfræðingur sem hefur haft stúlkuna til meðferðar segir kynferðisofbeldið hafa valdið henni alvarlegum, tilfinningalegum og félagslegum erfiðleikum og geti haft að einhverju leyti áhrif á persónuleika hennar og félagsmótun. Fósturfaðir og móðir stúlkunnar reyndu margoft að fá hana til að falla frá málinu. Fósturfaðir hennar sagði meðal annars að hún skyldi draga kæruna til baka því hann yrði aldrei sakfelldur fyrir annað en barnaklámsefnið. Móðir stúlkunnar bað stúlkuna ítrekað að láta málið niður falla og hugsa með því til yngri systkina sinna. Móðirin spurði dóttur sína jafnframt að því hvort hún og fósturfaðir hennar hefðu ekki gert þetta saman. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við fósturdóttur sína. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa káfað á vinkonu hennar og fyrir vörslu barnakláms. Fósturdóttir mannsins var fjórtán ára þegar hann káfaði á brjóstum hennar innanklæða. Þá hafði hann í nokkur skipti samfarir við stúlkuna á salerni og á skrifstofu á vinnustað sínum og í hjónarúmi á heimili sínu þegar hún var fimmtán ára gömul. Maðurinn er einnig dæmdur fyrir að hafa káfað tvisvar innanklæða á brjóstum fimmtán ára vinkonu fósturdótturinnar og þannig sært blygðunarsemi hennar. Þá er maðurinn sakfelldur fyrir vörslu barnakláms en lögregla fann í húsleit á heimili hans fjölmargar kvikmyndir og ljósmyndir sem sýndu börn á klámfenginn og kynferðislegan hátt. Manninum var gert að greiða fósturdótturinni 1,2 milljónir króna í miskabætur og til að greiða vinkonu hennar 150 þúsund krónur. Þá var honum gert að greiða eina milljón króna í málskostnað. Fósturdóttir mannsins flutti að heiman eftir að hún sagði frá kynferðisofbeldinu. Hún fékk takmarkaðan stuðning fjölskyldunnar. Henni var meðal annars meinað að hitta yngri systkini sín um tíma. Sálfræðingur sem hefur haft stúlkuna til meðferðar segir kynferðisofbeldið hafa valdið henni alvarlegum, tilfinningalegum og félagslegum erfiðleikum og geti haft að einhverju leyti áhrif á persónuleika hennar og félagsmótun. Fósturfaðir og móðir stúlkunnar reyndu margoft að fá hana til að falla frá málinu. Fósturfaðir hennar sagði meðal annars að hún skyldi draga kæruna til baka því hann yrði aldrei sakfelldur fyrir annað en barnaklámsefnið. Móðir stúlkunnar bað stúlkuna ítrekað að láta málið niður falla og hugsa með því til yngri systkina sinna. Móðirin spurði dóttur sína jafnframt að því hvort hún og fósturfaðir hennar hefðu ekki gert þetta saman.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira