Ungt fólk getur tryggt Kerry sigur 22. október 2004 00:01 Ungir kjósendur geta tryggt John Kerry sigur í bandarísku forsetakosningunum ef þeir mæta á kjörstað í meira mæli en hingað til. Þeir eru mun hlynntari Kerry en George W. Bush Bandaríkjaforseta samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Því er spáð að ungir kjósendur verði allt að tveimur milljónum fleiri en fyrir fjóurm árum og því talið að þeir geti ráðið úrslitum. Kerry hefur nær tuttugu prósentustiga forskot á Bush meðal kjósenda undir þrítugu samkvæmt nýrri könnun ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Samkvæmt henni fengi Kerry 57 prósent atkvæða en Bush 39 prósent. Munurinn er minni í annarri nýlegri könnun, frá Harvard University Institute of Politics, en samt verulegur, samkvæmt henni styðja 52 prósent Kerry en 39 prósent Bush. Stuðningsmenn flokkanna og ýmis samtök hafa lagt mikla áherslu á það fyrir kosningarnar að fá ungt fólk til að skrá sig á kjörskrá og kjósa. Þetta ýtir undir kosningaáhuga ungs fólks en ekki síður það hversu mjótt var á mununum fyrir fjórum árum. "Ég held það hafi verið gott fyrir þjóðina, það sýndi fram á að hvert atkvæði skiptir máli," sagði háskólaneminn Max Miller við CNN og sagðist telja að deilurnar um síðustu forsetakosningar og harðar deilur um málefni nú geri það að verkum að fleira ungt fólk kjósi en ella. Eitt er vert að hafa í huga. Frá því kosningaaldurinn var lækkaður í átján ár á tímum Víetnamstríðsins hefur sá frambjóðandi alltaf fengið fleiri atkvæði á landsvísu sem hefur notið mest stuðnings ungra kjósenda í skoðanakönnun. Það dugði þó ekki til fyrir fjórum árum þegar Al Gore fékk fleiri atkvæði en Bush en færri kjörmenn. Stuðningur ungra kjósenda við Kerry nú getur ráðið úrslitum, einkum vegna þess að í ríkjum eins og Ohio, Pennsylvaníu og Flórída er svo naumt á munum að mikið fylgi meðal yngri kjósenda getur skipt sköpum og tryggt Kerry fleiri kjörmenn en Bush. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Ungir kjósendur geta tryggt John Kerry sigur í bandarísku forsetakosningunum ef þeir mæta á kjörstað í meira mæli en hingað til. Þeir eru mun hlynntari Kerry en George W. Bush Bandaríkjaforseta samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Því er spáð að ungir kjósendur verði allt að tveimur milljónum fleiri en fyrir fjóurm árum og því talið að þeir geti ráðið úrslitum. Kerry hefur nær tuttugu prósentustiga forskot á Bush meðal kjósenda undir þrítugu samkvæmt nýrri könnun ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Samkvæmt henni fengi Kerry 57 prósent atkvæða en Bush 39 prósent. Munurinn er minni í annarri nýlegri könnun, frá Harvard University Institute of Politics, en samt verulegur, samkvæmt henni styðja 52 prósent Kerry en 39 prósent Bush. Stuðningsmenn flokkanna og ýmis samtök hafa lagt mikla áherslu á það fyrir kosningarnar að fá ungt fólk til að skrá sig á kjörskrá og kjósa. Þetta ýtir undir kosningaáhuga ungs fólks en ekki síður það hversu mjótt var á mununum fyrir fjórum árum. "Ég held það hafi verið gott fyrir þjóðina, það sýndi fram á að hvert atkvæði skiptir máli," sagði háskólaneminn Max Miller við CNN og sagðist telja að deilurnar um síðustu forsetakosningar og harðar deilur um málefni nú geri það að verkum að fleira ungt fólk kjósi en ella. Eitt er vert að hafa í huga. Frá því kosningaaldurinn var lækkaður í átján ár á tímum Víetnamstríðsins hefur sá frambjóðandi alltaf fengið fleiri atkvæði á landsvísu sem hefur notið mest stuðnings ungra kjósenda í skoðanakönnun. Það dugði þó ekki til fyrir fjórum árum þegar Al Gore fékk fleiri atkvæði en Bush en færri kjörmenn. Stuðningur ungra kjósenda við Kerry nú getur ráðið úrslitum, einkum vegna þess að í ríkjum eins og Ohio, Pennsylvaníu og Flórída er svo naumt á munum að mikið fylgi meðal yngri kjósenda getur skipt sköpum og tryggt Kerry fleiri kjörmenn en Bush.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira