Bush og Kerry hnífjafnir 19. október 2004 00:01 Þúsundir kjósenda biðu fyrir utan kjörstaði á Flórída í morgun þegar utankjörstaðakosning hófst þar. Kosningin gekk ekki vandræðalaust, tölvur biluðu, kjörseðlar voru rangir og kjörstaðir of fáir. Samkvæmt könnun New York Times og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor. Fáir hafa gleymt vandræðunum sem urðu á Flórída fyrir fjórum árum þegar margra vikna þras og endurtalning kom í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna lægju fyrir. Yfirvöld í ríkinu hafa síðan gert hvað þau gátu til að koma í veg fyrir að sama sagan endurtæki sig, en miðað við tíðindi morgunsins hefur þeim ekki tekist ætlunarverk sitt. Til að mynda hrundi fullkomið tölvukerfi sem gerði kjósendum kleift að kjósa með því að strjúka snertiskjá. Kjörseðill fyrir utankjörstaðakosningu í Palm Beach reyndist rangur. Og fulltrúar minnihlutahópa kvarta sáran yfir því að kjörstaðir á svæðum þar sem minnihlutahópar eru í meirihluta séu allt of fáir. Víða mynduðust svo langar biðraðir við kjörstaði að kjósendur gáfust upp eftir klukkustunda landa bið. Aðrir þraukuðu, staðráðnir í að greiða atkvæði og hafa áhrif á úrslit kosninganna með þeim hætti. Flórída er eitt þeirra ríkja sem ráðið gæti úrslitum í kosningunum í ár. Samkvæmt nýjustu könnun Reuters og Zogby eru fylgi beggja frambjóðenda jafnt á landsvísu. Báðir eru með fjörutíu og fimm prósenta fylgi. Ennþá eru sjö prósent kjósenda óákveðin. John Zogby, yfirmaður Zogby-könnunarfyrirtækisins, segir Kerry þó sækja á, mjög hægt og rólega. Að sama skapi hefur hlutfall líklegra kjósenda, sem telja að Bush eigi skilið að vera endurkjörinn, lækkað. Þeim sem vilja skipta um forseta hefur að sama skapi fjölgað. Jafnt fylgi frambjóðendanna bendir því til þess að Kerry gangi illa að sannfæra óákveðna og óánægða. Samkvæmt könnun New York Times og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor. Kjósendur virðist samkvæmt könnuninni líta Bush gagnrýnum augum og ánægja með frammistöðu hans er mjög lág, fjörutíu og fjögur prósent. En kjósendur treysta að sama skapi ekki Kerry og telja hann haga seglum eftir vindi. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Þúsundir kjósenda biðu fyrir utan kjörstaði á Flórída í morgun þegar utankjörstaðakosning hófst þar. Kosningin gekk ekki vandræðalaust, tölvur biluðu, kjörseðlar voru rangir og kjörstaðir of fáir. Samkvæmt könnun New York Times og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor. Fáir hafa gleymt vandræðunum sem urðu á Flórída fyrir fjórum árum þegar margra vikna þras og endurtalning kom í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna lægju fyrir. Yfirvöld í ríkinu hafa síðan gert hvað þau gátu til að koma í veg fyrir að sama sagan endurtæki sig, en miðað við tíðindi morgunsins hefur þeim ekki tekist ætlunarverk sitt. Til að mynda hrundi fullkomið tölvukerfi sem gerði kjósendum kleift að kjósa með því að strjúka snertiskjá. Kjörseðill fyrir utankjörstaðakosningu í Palm Beach reyndist rangur. Og fulltrúar minnihlutahópa kvarta sáran yfir því að kjörstaðir á svæðum þar sem minnihlutahópar eru í meirihluta séu allt of fáir. Víða mynduðust svo langar biðraðir við kjörstaði að kjósendur gáfust upp eftir klukkustunda landa bið. Aðrir þraukuðu, staðráðnir í að greiða atkvæði og hafa áhrif á úrslit kosninganna með þeim hætti. Flórída er eitt þeirra ríkja sem ráðið gæti úrslitum í kosningunum í ár. Samkvæmt nýjustu könnun Reuters og Zogby eru fylgi beggja frambjóðenda jafnt á landsvísu. Báðir eru með fjörutíu og fimm prósenta fylgi. Ennþá eru sjö prósent kjósenda óákveðin. John Zogby, yfirmaður Zogby-könnunarfyrirtækisins, segir Kerry þó sækja á, mjög hægt og rólega. Að sama skapi hefur hlutfall líklegra kjósenda, sem telja að Bush eigi skilið að vera endurkjörinn, lækkað. Þeim sem vilja skipta um forseta hefur að sama skapi fjölgað. Jafnt fylgi frambjóðendanna bendir því til þess að Kerry gangi illa að sannfæra óákveðna og óánægða. Samkvæmt könnun New York Times og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor. Kjósendur virðist samkvæmt könnuninni líta Bush gagnrýnum augum og ánægja með frammistöðu hans er mjög lág, fjörutíu og fjögur prósent. En kjósendur treysta að sama skapi ekki Kerry og telja hann haga seglum eftir vindi.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira