Öftust í forgangsröðinni 18. október 2004 00:01 Sum börn innan veggja almennra grunnskóla eiga við mun alvarlegri fötlun að stríða en börnin í sérskólum, segir Halldór Gunnarsson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. "Ég hvet foreldra og skólastjórnendur að láta sem víðast reyna á undanþágur og tryggja með þeim hætti að enginn sem þurfi undanþágu fari á mis við hana," segir Halldór eftir að borgaryfirvöld ákváðu að fara að kröfum Kennarasambandsins um að kennarar á undanþágum gangi aftur til starfa á fullum launum. Ingibjörg Óskarsdóttir móðir Óskars Óla Erlendssonar, hreyfihamlaðs drengs sem stundar nám í Öskjuhlíðarskóla í Breiðholti, segir að þrátt fyrir að sótt hafi verið um undanþágur fyrir alla kennara sonar hennar hafi þeim tvívegis verið hafnað. Hún ætli að leita til borgaryfirvalda um að leysa vanda sonar hennar. Honum hafi farið aftur þann tíma sem hann hafi verið heima. "Ég finn fyrir aukinni vöðvaspennu hjá syni mínum. Hann er allur stífari og líður verr þegar tilbreytingarleysið er svona mikið," segir Ingibjörg. Enginn horfi til fatlaðra barna í almennum bekkjum grunnskólanna. Þau séu aftast í forgangsröðun sveitarfélaganna. Hún telji að þekkingarleysi á högum barnanna valdi því. Ingibjörg segir óskyljanlegt að þroskaþjálfar sem venjubundið vinni með hreyfihömluðum börnum fái ekki að sinna þeim vegna verkfalls kennaranna. Það strandi á því að kennarar beri ábyrgð á faglegu starfi hvers bekks. Ingibjörg hefur einungis komist til vinnu þrjá daga fyrstu fjórar vikur verkfallsins en hefur fengið konu til að gæta sonarins þessa viku. "Hún getur þó tæplega gefið Óskari Óla að borða og ég þarf því að vera með annan fótinn heimavið. Þó að fólk sé allt að vilja gert til að hjálpa þá dugir það ekki til. Sá sem gætir barnsins þarf að vera vanur og kunna á þarfir þess," segir Ingibjörg. Mæður hreyfihamlaðra barna séu ekki öflugur þrýstihópur en voni að málin leysist brátt: "Við eigum nóg með að komast í gegnum daginn. Við eigum ekki mikla krafta eftir." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Sum börn innan veggja almennra grunnskóla eiga við mun alvarlegri fötlun að stríða en börnin í sérskólum, segir Halldór Gunnarsson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. "Ég hvet foreldra og skólastjórnendur að láta sem víðast reyna á undanþágur og tryggja með þeim hætti að enginn sem þurfi undanþágu fari á mis við hana," segir Halldór eftir að borgaryfirvöld ákváðu að fara að kröfum Kennarasambandsins um að kennarar á undanþágum gangi aftur til starfa á fullum launum. Ingibjörg Óskarsdóttir móðir Óskars Óla Erlendssonar, hreyfihamlaðs drengs sem stundar nám í Öskjuhlíðarskóla í Breiðholti, segir að þrátt fyrir að sótt hafi verið um undanþágur fyrir alla kennara sonar hennar hafi þeim tvívegis verið hafnað. Hún ætli að leita til borgaryfirvalda um að leysa vanda sonar hennar. Honum hafi farið aftur þann tíma sem hann hafi verið heima. "Ég finn fyrir aukinni vöðvaspennu hjá syni mínum. Hann er allur stífari og líður verr þegar tilbreytingarleysið er svona mikið," segir Ingibjörg. Enginn horfi til fatlaðra barna í almennum bekkjum grunnskólanna. Þau séu aftast í forgangsröðun sveitarfélaganna. Hún telji að þekkingarleysi á högum barnanna valdi því. Ingibjörg segir óskyljanlegt að þroskaþjálfar sem venjubundið vinni með hreyfihömluðum börnum fái ekki að sinna þeim vegna verkfalls kennaranna. Það strandi á því að kennarar beri ábyrgð á faglegu starfi hvers bekks. Ingibjörg hefur einungis komist til vinnu þrjá daga fyrstu fjórar vikur verkfallsins en hefur fengið konu til að gæta sonarins þessa viku. "Hún getur þó tæplega gefið Óskari Óla að borða og ég þarf því að vera með annan fótinn heimavið. Þó að fólk sé allt að vilja gert til að hjálpa þá dugir það ekki til. Sá sem gætir barnsins þarf að vera vanur og kunna á þarfir þess," segir Ingibjörg. Mæður hreyfihamlaðra barna séu ekki öflugur þrýstihópur en voni að málin leysist brátt: "Við eigum nóg með að komast í gegnum daginn. Við eigum ekki mikla krafta eftir."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira