Bush og Kerry nánast jafnir 9. október 2004 00:01 George Bush Bandaríkjaforseti og John Kerry, keppinautur hans um Hvíta húsið, tókust á af hörku í kappræðum í gærkvöldi. Báðir þóttu standa sig vel en John Kerry virðist hafa fallið betur í kramið hjá kjósendum. Frambjóðendurnir skutu föstum skotum hvor að öðrum þar sem þeir mættust í Washington háskólanum í St. Louis í gærkvöldi. John Kerry sagði Bush reyna að blekkja bandarísku þjóðina hvað stríðið í Írak varðaði. Hann dró dómgreind Bush í efa og sagði að heimurinn væri ótryggari í dag vegna stríðsins en ella. Bush svaraði um hæl og sagði alla hafa talið að gjöreyðingarvopn væru að finna í Írak, og að hann væri ekki ánægður með að þau hefði ekki fundist. Saddam hefði hins vegar verið ógn sem gott hefði verið að bægja frá. Bush sagði Kerry sífellt slá í og úr um hvort að stríðið í Írak hefði verið réttmætt og Saddam ógn. Svar Kerrys var á þá leið að það hefði ekki verið tilgangurinn með viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna að bola Saddam frá völdum, heldur að tryggja að hann ætti engin gjöreyðingarvopn. Nýjasta skýrsla vopnaeftirlitsmanns Bandaríkjastjórnar sýndi svo að ekki yrði um villst að það hefði tekist. En á meðan reynt hefði verið að steypa Saddam af stóli og koma skikkan á gang mála í Írak hefðu Íran og Norður-Kórea haldið áfram að þróa kjarnorkuvopn. Af þeim stafaði meiri hætta en af Írak. Hefðu menn einfaldlega notað áfram diplómatískar aðferðir í Írak hefði það ekki gerst. Að auki hefði mátt þyrma lífum yfir þúsund bandarískra hermanna sem farist hafa í Írak, og spara skattgreiðendum 200 milljarða dollara í fjárútlát vegna stríðsrekstursins. Könnun CNN að loknum kappræðunum leiddi í ljós að Kerry og Bush komu nánast hnífjafnt út. Dagleg könnun Reuters og Zogbi, sem kom út nú á tólfta tímanum, bendir til þess að Kerry gangi örlítið betur en Bush á landsvísu - hafi um prósentustigs forskot. Fréttaskýrendur segja að Bush hafi liðið betur í þessum kappræðum en að Kerry hafi þó haft nokkuð forskot á hann. Bush hafi þurft að verja gjörðir sínar og ákvarðanir. Kerry hafi að sama skapi tekist að virðast afslappaður, en kappræðurnar voru settar upp sem borgarafundur og fyrirfram talið að Kerry ætti erfiðara með að spjara sig við slíkar kringumstæður en í púlti. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti og John Kerry, keppinautur hans um Hvíta húsið, tókust á af hörku í kappræðum í gærkvöldi. Báðir þóttu standa sig vel en John Kerry virðist hafa fallið betur í kramið hjá kjósendum. Frambjóðendurnir skutu föstum skotum hvor að öðrum þar sem þeir mættust í Washington háskólanum í St. Louis í gærkvöldi. John Kerry sagði Bush reyna að blekkja bandarísku þjóðina hvað stríðið í Írak varðaði. Hann dró dómgreind Bush í efa og sagði að heimurinn væri ótryggari í dag vegna stríðsins en ella. Bush svaraði um hæl og sagði alla hafa talið að gjöreyðingarvopn væru að finna í Írak, og að hann væri ekki ánægður með að þau hefði ekki fundist. Saddam hefði hins vegar verið ógn sem gott hefði verið að bægja frá. Bush sagði Kerry sífellt slá í og úr um hvort að stríðið í Írak hefði verið réttmætt og Saddam ógn. Svar Kerrys var á þá leið að það hefði ekki verið tilgangurinn með viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna að bola Saddam frá völdum, heldur að tryggja að hann ætti engin gjöreyðingarvopn. Nýjasta skýrsla vopnaeftirlitsmanns Bandaríkjastjórnar sýndi svo að ekki yrði um villst að það hefði tekist. En á meðan reynt hefði verið að steypa Saddam af stóli og koma skikkan á gang mála í Írak hefðu Íran og Norður-Kórea haldið áfram að þróa kjarnorkuvopn. Af þeim stafaði meiri hætta en af Írak. Hefðu menn einfaldlega notað áfram diplómatískar aðferðir í Írak hefði það ekki gerst. Að auki hefði mátt þyrma lífum yfir þúsund bandarískra hermanna sem farist hafa í Írak, og spara skattgreiðendum 200 milljarða dollara í fjárútlát vegna stríðsrekstursins. Könnun CNN að loknum kappræðunum leiddi í ljós að Kerry og Bush komu nánast hnífjafnt út. Dagleg könnun Reuters og Zogbi, sem kom út nú á tólfta tímanum, bendir til þess að Kerry gangi örlítið betur en Bush á landsvísu - hafi um prósentustigs forskot. Fréttaskýrendur segja að Bush hafi liðið betur í þessum kappræðum en að Kerry hafi þó haft nokkuð forskot á hann. Bush hafi þurft að verja gjörðir sínar og ákvarðanir. Kerry hafi að sama skapi tekist að virðast afslappaður, en kappræðurnar voru settar upp sem borgarafundur og fyrirfram talið að Kerry ætti erfiðara með að spjara sig við slíkar kringumstæður en í púlti.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira