Höfuðpaurar 100 manna hóps 29. september 2004 00:01 Tólf menn, sem grunaðir eru um stórfellda ólöglega dreifingu á kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum á Netinu, voru handteknir í gær eftir umfangsmikla húsleit Ríkislögreglustjóra og lögreglu víða um land. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir einum þeirra. Hald var lagt á búnað í fórum mannanna en talið er að þeir séu höfuðpaurar í hundrað manna lokuðum hópi. Samtök höfundarréttarhafa í tónlistar, kvikmynda-, sjónvarps- og tölvuforritunariðnaði lögðu fram kæru í febrúar síðastliðnum vegna gruns um að fjöldi einstaklinga bryti gegn höfundarréttarlögum með ólöglegri birtingu og dreifingu efnis og hefur efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra unnið að rannsókn málsins. Við húsleit í Reykjavík, á Ísafirði, Selfossi, Garðabæ, Hveragerði, Hafnarfirði og Keflavík lagði lögreglan hald á gríðarlegt magn af efni, eða um 100 þúsund gígabæt, en ein kvikmynd er um eitt og hálft gígabæt. Tólf menn voru handteknir og yfirheyrðir en á fjórða tug lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum. Vísbendingar eru um að mennirnir séu stjórnendur í um hundrað manna hópi sem skipst hefur á efni á Netinu en hópurinn notast við svokallað skráa-skipta-forrit sem gerir honum kleift að deila sín á milli, og opna sameiginlegan aðgang, að efni sem vistað er á tölvum hvers og eins. Sakborningarnir héldu úti lokuðu kerfi á Netinu þar sem þeir deildu þúsundum kvikmynda, sjónvarpsþátta og diska og er líklegt að um hundrað manns hafi deilt um 100 þúsund gígabæta efni. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra telur að þetta sé einungis lítið brot af því sem kann að vera í ólöglegri dreifingu á Netinu. Ákæra verður væntanlega gefin út í málinu en allt að tveggja ára fangelsi liggur við brotum af þessu tagi. Hallgrímur Kristinsson hjá Samtökum myndréttarhafa á Íslandi segi að það versta við þetta sé líklega að á meðan þetta sé látið óáreitt, þá haldi fólk kannski að þetta sé löglegt. Það sé það hins vegar alls ekki. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Tólf menn, sem grunaðir eru um stórfellda ólöglega dreifingu á kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum á Netinu, voru handteknir í gær eftir umfangsmikla húsleit Ríkislögreglustjóra og lögreglu víða um land. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir einum þeirra. Hald var lagt á búnað í fórum mannanna en talið er að þeir séu höfuðpaurar í hundrað manna lokuðum hópi. Samtök höfundarréttarhafa í tónlistar, kvikmynda-, sjónvarps- og tölvuforritunariðnaði lögðu fram kæru í febrúar síðastliðnum vegna gruns um að fjöldi einstaklinga bryti gegn höfundarréttarlögum með ólöglegri birtingu og dreifingu efnis og hefur efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra unnið að rannsókn málsins. Við húsleit í Reykjavík, á Ísafirði, Selfossi, Garðabæ, Hveragerði, Hafnarfirði og Keflavík lagði lögreglan hald á gríðarlegt magn af efni, eða um 100 þúsund gígabæt, en ein kvikmynd er um eitt og hálft gígabæt. Tólf menn voru handteknir og yfirheyrðir en á fjórða tug lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum. Vísbendingar eru um að mennirnir séu stjórnendur í um hundrað manna hópi sem skipst hefur á efni á Netinu en hópurinn notast við svokallað skráa-skipta-forrit sem gerir honum kleift að deila sín á milli, og opna sameiginlegan aðgang, að efni sem vistað er á tölvum hvers og eins. Sakborningarnir héldu úti lokuðu kerfi á Netinu þar sem þeir deildu þúsundum kvikmynda, sjónvarpsþátta og diska og er líklegt að um hundrað manns hafi deilt um 100 þúsund gígabæta efni. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra telur að þetta sé einungis lítið brot af því sem kann að vera í ólöglegri dreifingu á Netinu. Ákæra verður væntanlega gefin út í málinu en allt að tveggja ára fangelsi liggur við brotum af þessu tagi. Hallgrímur Kristinsson hjá Samtökum myndréttarhafa á Íslandi segi að það versta við þetta sé líklega að á meðan þetta sé látið óáreitt, þá haldi fólk kannski að þetta sé löglegt. Það sé það hins vegar alls ekki.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira