Póstmódernísk hningnun tungunnar 22. september 2004 00:01 Íslenskt mál - Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur Öðru hverju heyrist sú fullyrðing að vernd og ræktun íslenskrar tungu, sem stundum er nefnd hreintungustefna, leiði til málótta þeirra sem hafi ekki vald á hinu "hreina" máli og því njóti þeir ekki fulls tjáningarfrelsis. Meðal annars hefur verið bent á að nýir ríkisborgarar þessa lands, sem aldir eru upp við önnur tungumál, ráði ekki við "gullaldaríslenskuna" sem málhreinsunarmenn kváðu vilja að við tölum öll. Þetta er í samræmi við þá kenningu að ekkert sé gott og ekkert vont, ekkert vandað og ekkert óvandað. Samkvæmt hinni nýju hugsun, sem stundum er kennd við svonefndan póstmódernisma, er ekki gerður greinarmunur á hámenningu og lágmenningu, iðnaðarpoppi og því sem eitt sinn hét æðri tónlist, fagmennsku og áhugamennsku. Og nú má ekki gera greinarmun á vönduðu málfari og óvönduðu, í nafni lýðræðis skilst mér. En hvað þarf að gerast til þess að þetta takmark náist? Líklega þarf í fyrsta lagi að hætta allri íslenskukennslu í skólum, sem hlýtur að leiða til einföldunar málsins. Þá hverfa líklega smám saman þessar flóknu beygingar sem gera málið svo erfitt (raunar eru sagnbeygingar, nema á sögninni að vera, þegar á hröðu undanhaldi; það er byrjunin). Í öðru lagi þarf landslýður að hætta að lesa góðar bókmenntir. Það leiðir til minnkandi orðaforða því málið okkar varðveittist fyrst og fremst í bókmenntum, fornum og nýjum, og tungutaki alþýðufólks, sem talaði (og talar) mál forfeðranna. Orð, orðasambönd og hugmyndir hætta að erfast frá kynslóð til kynslóðar þar til orðaforðinn verður orðinn svo lítill að allir standa jafnt að vígi. Þegar svo verður komið geta landsmenn líklega allir tjáð sig með svipuðum hætti, enginn betur en annar, málfar allra verður jafnslæmt. Þá verður lýðræðinu víst borgið?! Þó er einn hængur á þessu. Alltaf verður til hópur fólks sem vill tala gott mál, halda uppi heiðri íslenskrar tungu. Það heldur áfram að lesa góðar bókmenntir og auðga mál sitt með fjölbreytilegum orðaforða sem auðveldar því að koma hugsunum sínum í orð, beygja orðin eftir föllum, tölum, háttum og tíðum, hafa þau í réttum kynjum og svo framvegis, og reynir að kenna börnum sín gott mál. Það verður ekki hægt að banna fólki þetta frekar en að tala einfalt og rýrt mál. Hvor hópurinn skyldi verða betri í rökræðum, að standa fyrir máli sínu, sannfæra aðra um ágæti skoðana sinna eftir svona tvo til þrjá áratugi? Skyldu þá berjast um völd og áhrif í þjóðfélaginu annars vegar þeir sem hafa orðsins list á valdi sínu og hins vegar til að mynda þeir sem stjórna hlutabréfaviðskiptum og hafa vald á markaðsöflunum? Hvorir skyldu hafa betur? Eitt er víst að verði þróunin á þennan veg verður unnt að heyra á málfari fólks hvorum hópnum það tilheyrir. Þá verður málfarsleg stéttarskipting. En spurningin er hvor verði yfirstéttin, sú málfátæka eða hin orðríka. Kannski á ég eftir að eiga þess kost, aldraður maður, að fylgjast með þeirri "orðræðu" og þeirri baráttu sem þá fer fram. En að sinni vek ég aðeins athygli á orðum Bretans sem lærði íslensku á viku og mætti síðan í viðtal í Kastljósinu. Þetta er víst tungumálasnillingur sem hefur fjölda tungumála á valdi sínu. Honum gekk furðuvel að gera sig skiljanlegan á íslensku í viðtalinu - en átti þó eðlilega í nokkrum erfiðleikum því hann vantaði orð til að tjá hugsun sína. Hann kom því þó til skila að honum þætti íslenskan ákaflega fallegt mál, algjör "gullmoli", og þeir sem kynnu hana og töluðu hefðu unnið í "tungumálahappdrætti". Annar tungumálasnillingur, Rasmus Kristján Rask, var á svipaðri skoðun á fyrri hluta 19. aldar. Glöggt er gestsaugað. Ég held að einföldun tungunnar sé ekki ráðið heldur að almennilega verði staðið að íslenskukennslu, jafnt fyrir innfædda sem aðflutta Íslendinga. Hvað hina síðarnefndu varðar leysist vandinn af sjálfu sér því næsta kynslóð á eftir að tala fullboðlega íslensku, svo framarlega sem hvergi verði gefið eftir í almennri íslenskukennslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geymsla Skoðanir Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt mál - Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur Öðru hverju heyrist sú fullyrðing að vernd og ræktun íslenskrar tungu, sem stundum er nefnd hreintungustefna, leiði til málótta þeirra sem hafi ekki vald á hinu "hreina" máli og því njóti þeir ekki fulls tjáningarfrelsis. Meðal annars hefur verið bent á að nýir ríkisborgarar þessa lands, sem aldir eru upp við önnur tungumál, ráði ekki við "gullaldaríslenskuna" sem málhreinsunarmenn kváðu vilja að við tölum öll. Þetta er í samræmi við þá kenningu að ekkert sé gott og ekkert vont, ekkert vandað og ekkert óvandað. Samkvæmt hinni nýju hugsun, sem stundum er kennd við svonefndan póstmódernisma, er ekki gerður greinarmunur á hámenningu og lágmenningu, iðnaðarpoppi og því sem eitt sinn hét æðri tónlist, fagmennsku og áhugamennsku. Og nú má ekki gera greinarmun á vönduðu málfari og óvönduðu, í nafni lýðræðis skilst mér. En hvað þarf að gerast til þess að þetta takmark náist? Líklega þarf í fyrsta lagi að hætta allri íslenskukennslu í skólum, sem hlýtur að leiða til einföldunar málsins. Þá hverfa líklega smám saman þessar flóknu beygingar sem gera málið svo erfitt (raunar eru sagnbeygingar, nema á sögninni að vera, þegar á hröðu undanhaldi; það er byrjunin). Í öðru lagi þarf landslýður að hætta að lesa góðar bókmenntir. Það leiðir til minnkandi orðaforða því málið okkar varðveittist fyrst og fremst í bókmenntum, fornum og nýjum, og tungutaki alþýðufólks, sem talaði (og talar) mál forfeðranna. Orð, orðasambönd og hugmyndir hætta að erfast frá kynslóð til kynslóðar þar til orðaforðinn verður orðinn svo lítill að allir standa jafnt að vígi. Þegar svo verður komið geta landsmenn líklega allir tjáð sig með svipuðum hætti, enginn betur en annar, málfar allra verður jafnslæmt. Þá verður lýðræðinu víst borgið?! Þó er einn hængur á þessu. Alltaf verður til hópur fólks sem vill tala gott mál, halda uppi heiðri íslenskrar tungu. Það heldur áfram að lesa góðar bókmenntir og auðga mál sitt með fjölbreytilegum orðaforða sem auðveldar því að koma hugsunum sínum í orð, beygja orðin eftir föllum, tölum, háttum og tíðum, hafa þau í réttum kynjum og svo framvegis, og reynir að kenna börnum sín gott mál. Það verður ekki hægt að banna fólki þetta frekar en að tala einfalt og rýrt mál. Hvor hópurinn skyldi verða betri í rökræðum, að standa fyrir máli sínu, sannfæra aðra um ágæti skoðana sinna eftir svona tvo til þrjá áratugi? Skyldu þá berjast um völd og áhrif í þjóðfélaginu annars vegar þeir sem hafa orðsins list á valdi sínu og hins vegar til að mynda þeir sem stjórna hlutabréfaviðskiptum og hafa vald á markaðsöflunum? Hvorir skyldu hafa betur? Eitt er víst að verði þróunin á þennan veg verður unnt að heyra á málfari fólks hvorum hópnum það tilheyrir. Þá verður málfarsleg stéttarskipting. En spurningin er hvor verði yfirstéttin, sú málfátæka eða hin orðríka. Kannski á ég eftir að eiga þess kost, aldraður maður, að fylgjast með þeirri "orðræðu" og þeirri baráttu sem þá fer fram. En að sinni vek ég aðeins athygli á orðum Bretans sem lærði íslensku á viku og mætti síðan í viðtal í Kastljósinu. Þetta er víst tungumálasnillingur sem hefur fjölda tungumála á valdi sínu. Honum gekk furðuvel að gera sig skiljanlegan á íslensku í viðtalinu - en átti þó eðlilega í nokkrum erfiðleikum því hann vantaði orð til að tjá hugsun sína. Hann kom því þó til skila að honum þætti íslenskan ákaflega fallegt mál, algjör "gullmoli", og þeir sem kynnu hana og töluðu hefðu unnið í "tungumálahappdrætti". Annar tungumálasnillingur, Rasmus Kristján Rask, var á svipaðri skoðun á fyrri hluta 19. aldar. Glöggt er gestsaugað. Ég held að einföldun tungunnar sé ekki ráðið heldur að almennilega verði staðið að íslenskukennslu, jafnt fyrir innfædda sem aðflutta Íslendinga. Hvað hina síðarnefndu varðar leysist vandinn af sjálfu sér því næsta kynslóð á eftir að tala fullboðlega íslensku, svo framarlega sem hvergi verði gefið eftir í almennri íslenskukennslu.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun