Sekt og ábyrgð 12. september 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Hver einasta manneskja glímir við breyskleika í gegnum lífið. Í slíkri glímu þroskast fólk. Þessi glíma er ekki hin sama hjá hverjum og einum. Sumir glíma við stærri bresti meðan aðrir takast á við minniháttar ósiði sem þó getur reynst erfitt að losa sig við. Fyrrum aðalgjaldkeri Símans tjáði sig um dóm yfir sér og félögum sínum í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur mátt þola mikinn harm vegna gjörða sinna. Afstaða hans til eigin brots bendir til heilbrigðrar iðrunar þess sem hefur brotið af sér og lært af misgjörðum sínum. Aðalgjaldkerinn er ósáttur við dóma sem félagar hans fengu fyrir aðild að brotunum. Þeim dómum hefur verið áfrýjað og því ekkert fullyrt um endanlega niðurstöðu þeirra hlutar í 250 milljón króna fjárdrætti gjaldkerans. Grein aðalgjaldkerans vekur hins vegar upp margar og þarfar spurningar um sekt og ábyrgð. Vanræksla er fullgilt réttarfarshugtak. Meistaranum sem tekur að sér húsbyggingu ber að ganga úr skugga um að rétt sé byggt. Þar er ekki hægt að skýla sér á bak við vanþekkingu. Þekkingin er forsenda þess að taka að sér verkið. Sama gildir um framkvæmdastjóra og stjórnarmenn fyrirtækja. Þeim ber að hafa ákveðna þekkingu og fínum titlum og háum launum fylgir einnig ábyrgð og eftirlitsskylda. Í dómi héraðsdóms yfir meintum vitorðsmönnum er enda sagt að þeim hafi mátt vera ljóst að ekki væri heimild fyrir þeim fjármunum sem runnu til fyrirtækja þeirra. Það er með öðrum orðum skylda þess sem tekur að sér framkvæmdastjórn að ganga úr skugga um að fjármunir sem falla af himnum ofan séu heiðarlega fengnir. Undan þeirri ábyrgð eiga menn ekki að skorast. Það er hins vegar skiljanlegt að aðalgjaldkerinn fyrrverandi eigi erfitt með að horfa upp á ógæfu annarra af hans völdum. Afstaða hans til eigin brota og vilji hans til að taka á sig ábyrgð af gjörðum annarra er virðingarverð. En hún þarf ekki að vera rétt. Allt eins gæti ábyrgðin af þessari ógæfu legið hjá þeim sem tóku þátt í gleðinni, án þess að spyrna við fótum. Eftirgrennslan þeirra sem tóku við fjármununum hefðu getað stöðvað brotin á fyrstu stigum meðan enn var aftur snúið. Sé sú raunin, þá er gjaldkerinn í iðrun sinni stærri manneskja en þeir sem kannast ekki við hlut sinn og skilja félaga sinn eftir einan með ábyrgðina. Aðalgjaldkerinn telur að umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á dómsniðurstöðu. Það eru alvarlegar ásakanir. Dómurinn er vissulega þungur, ekki síst þegar borið er saman við dóma sem lúta að líkamsmeiðingum og sálarmorðum. Í kynferðisbrotamálum er margt sem bendir til þess að gap sé milli almenningsálits og dómstóla. Sá háværi þrýstingur hefur ekki haft teljandi áhrif á slíka dóma. Af því verður ekki ráðið að dómstólar láti undan fjölmiðlum og almenningi við ákvörðun refsinga. Hitt er annað að hvert og eitt okkar hefur þá siðferðisskyldu að auka ekki á þjáningu og böl umfram það sem nauðsynlegt er. Það gildir um fjölmiðla sem og alla aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Hver einasta manneskja glímir við breyskleika í gegnum lífið. Í slíkri glímu þroskast fólk. Þessi glíma er ekki hin sama hjá hverjum og einum. Sumir glíma við stærri bresti meðan aðrir takast á við minniháttar ósiði sem þó getur reynst erfitt að losa sig við. Fyrrum aðalgjaldkeri Símans tjáði sig um dóm yfir sér og félögum sínum í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur mátt þola mikinn harm vegna gjörða sinna. Afstaða hans til eigin brots bendir til heilbrigðrar iðrunar þess sem hefur brotið af sér og lært af misgjörðum sínum. Aðalgjaldkerinn er ósáttur við dóma sem félagar hans fengu fyrir aðild að brotunum. Þeim dómum hefur verið áfrýjað og því ekkert fullyrt um endanlega niðurstöðu þeirra hlutar í 250 milljón króna fjárdrætti gjaldkerans. Grein aðalgjaldkerans vekur hins vegar upp margar og þarfar spurningar um sekt og ábyrgð. Vanræksla er fullgilt réttarfarshugtak. Meistaranum sem tekur að sér húsbyggingu ber að ganga úr skugga um að rétt sé byggt. Þar er ekki hægt að skýla sér á bak við vanþekkingu. Þekkingin er forsenda þess að taka að sér verkið. Sama gildir um framkvæmdastjóra og stjórnarmenn fyrirtækja. Þeim ber að hafa ákveðna þekkingu og fínum titlum og háum launum fylgir einnig ábyrgð og eftirlitsskylda. Í dómi héraðsdóms yfir meintum vitorðsmönnum er enda sagt að þeim hafi mátt vera ljóst að ekki væri heimild fyrir þeim fjármunum sem runnu til fyrirtækja þeirra. Það er með öðrum orðum skylda þess sem tekur að sér framkvæmdastjórn að ganga úr skugga um að fjármunir sem falla af himnum ofan séu heiðarlega fengnir. Undan þeirri ábyrgð eiga menn ekki að skorast. Það er hins vegar skiljanlegt að aðalgjaldkerinn fyrrverandi eigi erfitt með að horfa upp á ógæfu annarra af hans völdum. Afstaða hans til eigin brota og vilji hans til að taka á sig ábyrgð af gjörðum annarra er virðingarverð. En hún þarf ekki að vera rétt. Allt eins gæti ábyrgðin af þessari ógæfu legið hjá þeim sem tóku þátt í gleðinni, án þess að spyrna við fótum. Eftirgrennslan þeirra sem tóku við fjármununum hefðu getað stöðvað brotin á fyrstu stigum meðan enn var aftur snúið. Sé sú raunin, þá er gjaldkerinn í iðrun sinni stærri manneskja en þeir sem kannast ekki við hlut sinn og skilja félaga sinn eftir einan með ábyrgðina. Aðalgjaldkerinn telur að umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á dómsniðurstöðu. Það eru alvarlegar ásakanir. Dómurinn er vissulega þungur, ekki síst þegar borið er saman við dóma sem lúta að líkamsmeiðingum og sálarmorðum. Í kynferðisbrotamálum er margt sem bendir til þess að gap sé milli almenningsálits og dómstóla. Sá háværi þrýstingur hefur ekki haft teljandi áhrif á slíka dóma. Af því verður ekki ráðið að dómstólar láti undan fjölmiðlum og almenningi við ákvörðun refsinga. Hitt er annað að hvert og eitt okkar hefur þá siðferðisskyldu að auka ekki á þjáningu og böl umfram það sem nauðsynlegt er. Það gildir um fjölmiðla sem og alla aðra.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun