Var ekki að flýja réttvísina 6. september 2004 00:01 Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi á dögunum, segist ekki hafa verið að flýja réttvísina þegar hann hvarf úr landi og fjársvikamál á hendur honum var fyrir dómstólum. Persónulegar ástæður hafi legið þar að baki. Vitni segir að nígerískur viðskiptafélagi Ragnars hafa marghótað honum lífláti. Aðalmeðferð í máli ríkislögreglustjóra á hendur Ragnari hófst fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Reyndar hófst málið fyrir sex árum en Ragnar lét sig hverfa þegar hann var staddur í London og var um tíma óttast að hann hefði horfið af mannavöldum. Síðar kom í ljós að hann hafði farið til Taílands. Framsals var krafist fyrir nokkrum árum en það var ekki fyrr en í sumar að hann var fluttur í lögreglufylgd til landsins. Honum er gefið að sök að hafa blekkt nígerískan viðskiptafélaga sinn með því að hafa ætlað að selja honum skreið sem hann hvorki átti né réði yfir og fengið greiðslu fyrir og að hafa sagst vera að leggja lokahönd á sendinguna og fengið aðra greiðslu. Samanlagt námu greiðslurnar tæpum fjórum milljónum króna á þáverandi gengi. Fyrir dómi í dag, sex árum eftir að málið var tekið fyrir, sagðist Ragnar ekki hafa ætlað að svíkja Nígeríumanninn. Staða sín hafi verið erfið en hann hafi ætlað að gera upp við manninn, annað hvort með endurgreiðslu eða útvega umbeðna vöru. Aðspurður hvers vegna hann hafi látið sig hverfa þegar málið var síðast fyrir dómstólum sagði Ragnar persónulegar ástæður liggja þar að baki, en greindi ekki frekar frá þeim. Þá var hann spurður hvort ógn væri af Nígeríumanninu og svaraði Ragnar að hann væri ekki þægilegur í viðskiptum. Fyrrverandi deildarstjóri á Hótel Esju, þar sem Nígeríumaðurinn dvaldi og hann og Ragnar hittust oft, sagði fyrir dómi í dag að mikil læti hefðu oft fylgt fundum þeirra, hróp og hávaði sem truflað hefði aðra og starfsfólk þurft að hafa afskipti. Þá sagðist vitnið margoft hafa heyrt Nígeríumanninn hóta Ragnari, meðal annars lífláti. Vitnið greindi einnig frá því að Ragnar hefði sett fé í geymsluhólf hótelsins, fé sem Nígeríumaðurinn hefði viljað fá. Verði Ragnar sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Á myndinni sést Ragnar (í blárri skyrtu) við komuna til landsins fyrir nokkrum vikum. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi á dögunum, segist ekki hafa verið að flýja réttvísina þegar hann hvarf úr landi og fjársvikamál á hendur honum var fyrir dómstólum. Persónulegar ástæður hafi legið þar að baki. Vitni segir að nígerískur viðskiptafélagi Ragnars hafa marghótað honum lífláti. Aðalmeðferð í máli ríkislögreglustjóra á hendur Ragnari hófst fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Reyndar hófst málið fyrir sex árum en Ragnar lét sig hverfa þegar hann var staddur í London og var um tíma óttast að hann hefði horfið af mannavöldum. Síðar kom í ljós að hann hafði farið til Taílands. Framsals var krafist fyrir nokkrum árum en það var ekki fyrr en í sumar að hann var fluttur í lögreglufylgd til landsins. Honum er gefið að sök að hafa blekkt nígerískan viðskiptafélaga sinn með því að hafa ætlað að selja honum skreið sem hann hvorki átti né réði yfir og fengið greiðslu fyrir og að hafa sagst vera að leggja lokahönd á sendinguna og fengið aðra greiðslu. Samanlagt námu greiðslurnar tæpum fjórum milljónum króna á þáverandi gengi. Fyrir dómi í dag, sex árum eftir að málið var tekið fyrir, sagðist Ragnar ekki hafa ætlað að svíkja Nígeríumanninn. Staða sín hafi verið erfið en hann hafi ætlað að gera upp við manninn, annað hvort með endurgreiðslu eða útvega umbeðna vöru. Aðspurður hvers vegna hann hafi látið sig hverfa þegar málið var síðast fyrir dómstólum sagði Ragnar persónulegar ástæður liggja þar að baki, en greindi ekki frekar frá þeim. Þá var hann spurður hvort ógn væri af Nígeríumanninu og svaraði Ragnar að hann væri ekki þægilegur í viðskiptum. Fyrrverandi deildarstjóri á Hótel Esju, þar sem Nígeríumaðurinn dvaldi og hann og Ragnar hittust oft, sagði fyrir dómi í dag að mikil læti hefðu oft fylgt fundum þeirra, hróp og hávaði sem truflað hefði aðra og starfsfólk þurft að hafa afskipti. Þá sagðist vitnið margoft hafa heyrt Nígeríumanninn hóta Ragnari, meðal annars lífláti. Vitnið greindi einnig frá því að Ragnar hefði sett fé í geymsluhólf hótelsins, fé sem Nígeríumaðurinn hefði viljað fá. Verði Ragnar sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Á myndinni sést Ragnar (í blárri skyrtu) við komuna til landsins fyrir nokkrum vikum.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira