Frelsið nýtir tækifærin Hafliði Helgason skrifar 25. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Þegar samfélagið breytist hratt verða gjarnan til tveir hópar. Annar aðlagar sig breytingunum og reynir að leggja sitt af mörkum til þess að þær megi verða til mestrar farsældar. Hinn leggst á grúfu og grætur liðna tíð. Þessara hópa hefur beggja gætt í umræðum um breytingar á íslenskum fjármálamarkaði. Hrundar og hálfhrundar stoðir kerfis sem var gengið sér til húðar streittust á móti. Vissulega getur verið erfitt að aðlagast nýjum tímum. Fjölbreytni er ógn einfaldrar heimsmyndar. Íslenskur almenningur er hins vegar jafnan fljótur að átta sig á nýjungum og margt sem menn horfðu á í forundran fyrir örfáum árum er hluti af daglegu lífi fólks í dag. Undanfarin misseri hefur verið mikið breytingarskeið í íslensku fjármálalífi. Einkavæðing bankakerfisins hleypti nýju lífi í fjármálakerfið. Kraftur og frumkvæði tók við af pólitísku skömmtunarkerfi. Afleiðingarnar eru byrjaðar að líta dagsins ljós. Hörð samkeppni bankanna birtist neytendum í nýjum lánum KB banka sem bera lægri vexti en menn hefði getað dreymt um fyrir örfáum mánuðum. Aðrar fjármálastofnanir svara fullum hálsi og munu bjóða svipuð kjör. Það er eðli samkeppninnar. Sá sem svarar ekki lifir ekki af. Þess vegna er ástæða til þess að hafa áhyggjur af sparisjóðunum sem einangraðir voru frá almennri þróun með lagasetningu Alþingis. Sú aðgerð var vanhugsuð og mótaðist af öðru en framsýni og skynsemi. Útspil KB banka er ánægjulegt. Ekki síst vegna þess að til skamms tíma var af ákveðnum öflum samfélagsins litið á forystumenn bankans sem holdgervinga hinnar ófyrirleitnu nýju kynslóðar íslenskra fjármálamanna. Kynslóðar sem lét lönd og leið gömul bandalög blóðtengsla og flokkshollustu. Andi þessarar kynslóðar svífur nú yfir vötnum alls fjármálakerfisins og ræður ákvörðunum í öllum bönkunum. Fylgifiskarnir eru minni rekstrarkostnaður og batnandi kjör fólksins í landinu. Stjórnendur íslenskra fjármálafyrirtækja komast ekki upp með annað en að beita allri þekkingu sinni og hugkvæmni til þess að skapa meiri verðmæti með vinnu sinni. Þessi kynslóð hefur að undanförnu tekið til í útlánum bankanna eftir áralöng afskipti stjórnmálamanna af ákvörðunum ríkisbankanna. Afskipti sem héldu áfram fram á síðasta dag í eigu ríkisins og jafnvel nokkru lengur. Viðskipti ganga út á að taka yfirvegaða áhættu. Yfirvegunin dregur úr áhættunni en eyðir henni ekki. Viðskiptalífið mun þurfa að takast á við erfiða tíma og rangar ákvarðanir. Það liggur í eðli viðskipta. Mistökin munu þó verða minni og færri en þekkt er af opinberum viðskiptaævintýrum. Óhætt er að fullyrða að miðstýrt fjármálakerfi hefði aldrei nýtt sér þau tækifæri sem bankarnir hafa séð til hagræðingar og útrásar undanfarin misseri. Tækifæri sem með beinum hætti eru farin að bæta lífskjör venjulegra Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Þegar samfélagið breytist hratt verða gjarnan til tveir hópar. Annar aðlagar sig breytingunum og reynir að leggja sitt af mörkum til þess að þær megi verða til mestrar farsældar. Hinn leggst á grúfu og grætur liðna tíð. Þessara hópa hefur beggja gætt í umræðum um breytingar á íslenskum fjármálamarkaði. Hrundar og hálfhrundar stoðir kerfis sem var gengið sér til húðar streittust á móti. Vissulega getur verið erfitt að aðlagast nýjum tímum. Fjölbreytni er ógn einfaldrar heimsmyndar. Íslenskur almenningur er hins vegar jafnan fljótur að átta sig á nýjungum og margt sem menn horfðu á í forundran fyrir örfáum árum er hluti af daglegu lífi fólks í dag. Undanfarin misseri hefur verið mikið breytingarskeið í íslensku fjármálalífi. Einkavæðing bankakerfisins hleypti nýju lífi í fjármálakerfið. Kraftur og frumkvæði tók við af pólitísku skömmtunarkerfi. Afleiðingarnar eru byrjaðar að líta dagsins ljós. Hörð samkeppni bankanna birtist neytendum í nýjum lánum KB banka sem bera lægri vexti en menn hefði getað dreymt um fyrir örfáum mánuðum. Aðrar fjármálastofnanir svara fullum hálsi og munu bjóða svipuð kjör. Það er eðli samkeppninnar. Sá sem svarar ekki lifir ekki af. Þess vegna er ástæða til þess að hafa áhyggjur af sparisjóðunum sem einangraðir voru frá almennri þróun með lagasetningu Alþingis. Sú aðgerð var vanhugsuð og mótaðist af öðru en framsýni og skynsemi. Útspil KB banka er ánægjulegt. Ekki síst vegna þess að til skamms tíma var af ákveðnum öflum samfélagsins litið á forystumenn bankans sem holdgervinga hinnar ófyrirleitnu nýju kynslóðar íslenskra fjármálamanna. Kynslóðar sem lét lönd og leið gömul bandalög blóðtengsla og flokkshollustu. Andi þessarar kynslóðar svífur nú yfir vötnum alls fjármálakerfisins og ræður ákvörðunum í öllum bönkunum. Fylgifiskarnir eru minni rekstrarkostnaður og batnandi kjör fólksins í landinu. Stjórnendur íslenskra fjármálafyrirtækja komast ekki upp með annað en að beita allri þekkingu sinni og hugkvæmni til þess að skapa meiri verðmæti með vinnu sinni. Þessi kynslóð hefur að undanförnu tekið til í útlánum bankanna eftir áralöng afskipti stjórnmálamanna af ákvörðunum ríkisbankanna. Afskipti sem héldu áfram fram á síðasta dag í eigu ríkisins og jafnvel nokkru lengur. Viðskipti ganga út á að taka yfirvegaða áhættu. Yfirvegunin dregur úr áhættunni en eyðir henni ekki. Viðskiptalífið mun þurfa að takast á við erfiða tíma og rangar ákvarðanir. Það liggur í eðli viðskipta. Mistökin munu þó verða minni og færri en þekkt er af opinberum viðskiptaævintýrum. Óhætt er að fullyrða að miðstýrt fjármálakerfi hefði aldrei nýtt sér þau tækifæri sem bankarnir hafa séð til hagræðingar og útrásar undanfarin misseri. Tækifæri sem með beinum hætti eru farin að bæta lífskjör venjulegra Íslendinga.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun