Kostir sjóflutninga Ari Trausti Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2004 00:01 Flutningar á sjó og landi - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Einu sinni lenti ég í því að þurfa að ausa heilmiklu vatni úr gúmmíbáti og eina tiltæka áhaldið var snjóskófla, grunn og breið. Þetta tókst en krafðist mikillar orku og fyrirhafnar og sóaði dýrmætum tíma. Samlíkingin á vel við um örlög strandflutninga við eyjuna Ísland þar sem hringvegurinn einn er um 1.400 km langur og byggðin aðallega dreifð með ströndum. Í áratugi voru lagðir miklir fjármunir í hafnargerð og vörumóttöku. Rök einstakra flutningsfyrirtækja um að það væri bæði "fljótlegra og ódýrara" að færa um 1.500-2.000 tonn af vörum í daglega flutninga á meginleiðum með 150 stórum flutningabílum gengu svo nánast af sjóflutningum dauðum, um leið og vegir skánuðu og ökutækin komu til. Mér og líklega fjölda fólks er fyrirmunað að skilja hvernig ábyrg samgöngu- og flutningsstefna samrýmist þessu ráðslagi. Ábyrgðin nær til fjármuna almennings, mengunarmála, vegamála, slysavarna og almennrar skynsemi, svo eitthvað sé nefnt. Ekki bara til einfaldra efnahagsreikninga í bókhaldi fáeinna fyrirtækja. Þarf að telja upp gallana við ótæpilega þungaflutninga á veikburða vegakerfi í samanburði við sjóflutninga með 2-3 skipum?Nokkur dæmi:- hreinn flutningskostnaður pr. tonn miðað við kostnað við lestun, flutning, og losun; t.d. launakostnað nokkur hundruð manna (sem gætu mannað mörg skip og hafnir)- mengun frá 150 x 400 hestafla vélum (60.000 hestöfl sem duga í býsna mörg skip)- vegaslit, vegaskemmdir og auknar kröfur um mun dýrari vegi- samfélagskostnaður vegna mun fleiri óhappa og slysa- óhagræði vegna tepptra eða hállra vega á veturna- tap á rekstri flestra hafna- hærra vöruverð til neytenda Kostirnir eru styttri flutningstími sem getur vissulega skipt máli en á móti kemur að engin þörf er á að leggja vegaflutninga af heldur forgangsraða vörum. Í meirihluta tilvika skiptir ekki máli þó að vara berist 24-48 klst. síðar en ella. Telji menn sparnað annan kost er væntanlega aðeins um að ræða túlkaðar tölur sem verða til við að leggja gömlu skipi eða reikna dæmið einungis með einni eða afar fáum forsendum. Ekki ætla ég mér þá framsýni að segja til um hvernig hægt er að endurskipuleggja flutningssamgöngur í landinu. Hitt er alveg víst að hvergi í nágrannalöndum búast menn við öðru en að flutningabílaæðið sem gengið hefur yfir iðnríkin sé að hjaðna. Lestir, skip, orkusparnaður, mengunarvarnir, heildarhagkvæmni og samfélagsábyrgð eru lykilorð þar sem menn reyna nú að móta nýja og betri stefnu. Og vetnisvæðing mun gera skip hagkvæmari flutningstæki en vörubíla. Smáskammtavitleysan, orkufylleríið, yfirfullir vegir og mengun eru undir smásjá í Evrópu og Bandaríkjunum og það væri hallærislegt ef Íslendingar yrðu enn einu sinni 20-30 árum á eftir nágrönnunum. Reyndar eru allt of miklir vöruflutningar í lofti líka angi af óábyrgri flutningastefnu en það er efni í aðra grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Flutningar á sjó og landi - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Einu sinni lenti ég í því að þurfa að ausa heilmiklu vatni úr gúmmíbáti og eina tiltæka áhaldið var snjóskófla, grunn og breið. Þetta tókst en krafðist mikillar orku og fyrirhafnar og sóaði dýrmætum tíma. Samlíkingin á vel við um örlög strandflutninga við eyjuna Ísland þar sem hringvegurinn einn er um 1.400 km langur og byggðin aðallega dreifð með ströndum. Í áratugi voru lagðir miklir fjármunir í hafnargerð og vörumóttöku. Rök einstakra flutningsfyrirtækja um að það væri bæði "fljótlegra og ódýrara" að færa um 1.500-2.000 tonn af vörum í daglega flutninga á meginleiðum með 150 stórum flutningabílum gengu svo nánast af sjóflutningum dauðum, um leið og vegir skánuðu og ökutækin komu til. Mér og líklega fjölda fólks er fyrirmunað að skilja hvernig ábyrg samgöngu- og flutningsstefna samrýmist þessu ráðslagi. Ábyrgðin nær til fjármuna almennings, mengunarmála, vegamála, slysavarna og almennrar skynsemi, svo eitthvað sé nefnt. Ekki bara til einfaldra efnahagsreikninga í bókhaldi fáeinna fyrirtækja. Þarf að telja upp gallana við ótæpilega þungaflutninga á veikburða vegakerfi í samanburði við sjóflutninga með 2-3 skipum?Nokkur dæmi:- hreinn flutningskostnaður pr. tonn miðað við kostnað við lestun, flutning, og losun; t.d. launakostnað nokkur hundruð manna (sem gætu mannað mörg skip og hafnir)- mengun frá 150 x 400 hestafla vélum (60.000 hestöfl sem duga í býsna mörg skip)- vegaslit, vegaskemmdir og auknar kröfur um mun dýrari vegi- samfélagskostnaður vegna mun fleiri óhappa og slysa- óhagræði vegna tepptra eða hállra vega á veturna- tap á rekstri flestra hafna- hærra vöruverð til neytenda Kostirnir eru styttri flutningstími sem getur vissulega skipt máli en á móti kemur að engin þörf er á að leggja vegaflutninga af heldur forgangsraða vörum. Í meirihluta tilvika skiptir ekki máli þó að vara berist 24-48 klst. síðar en ella. Telji menn sparnað annan kost er væntanlega aðeins um að ræða túlkaðar tölur sem verða til við að leggja gömlu skipi eða reikna dæmið einungis með einni eða afar fáum forsendum. Ekki ætla ég mér þá framsýni að segja til um hvernig hægt er að endurskipuleggja flutningssamgöngur í landinu. Hitt er alveg víst að hvergi í nágrannalöndum búast menn við öðru en að flutningabílaæðið sem gengið hefur yfir iðnríkin sé að hjaðna. Lestir, skip, orkusparnaður, mengunarvarnir, heildarhagkvæmni og samfélagsábyrgð eru lykilorð þar sem menn reyna nú að móta nýja og betri stefnu. Og vetnisvæðing mun gera skip hagkvæmari flutningstæki en vörubíla. Smáskammtavitleysan, orkufylleríið, yfirfullir vegir og mengun eru undir smásjá í Evrópu og Bandaríkjunum og það væri hallærislegt ef Íslendingar yrðu enn einu sinni 20-30 árum á eftir nágrönnunum. Reyndar eru allt of miklir vöruflutningar í lofti líka angi af óábyrgri flutningastefnu en það er efni í aðra grein.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun