Popptónleikar eða flokksþing? 27. júlí 2004 00:01 Flokksþing Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hófst í Boston í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á þinginu, segir gríðarlegan mun vera á þessu flokksþingi og íslensku. Þetta sé meira líkt því að vera á popptónleikum eða „Hallelúja-samkomu“. Spiluð séu popplög fyrir hverja ræðu og það er sviðsstjóri, sem stjórnar yfirleitt Óskarsverðlaunahátíðinni, sem stjórnar dagskránni. Það segir kannski ýnislegt um þau áhrif sem menn eru að reyna að ná fram á þinginu að sögn Ingólfs og segir hann að gestir þingsins virðast hafa jafn mikinn áhuga á sýningunni og pólitíkinni - þetta jaðri nánast við múgæsingu. Mikið var um dýrðir þegar Bill Clinton var kynntur til leiks í gær og ætlaði fólk aldrei að hætta að klappa svo hann gæti flutt ræðu sína. Þetta var nánast eins og Britney Spears og Jesús Kristur væru samankomin í einum og sama manninum að sögn fréttamanns. Al Gore flutti líka ræðu í gær en var ekki fagnað nándar nærri jafn mikið. Clinton fór vítt og breitt um hið pólitíska svið í ræðu sinni og dró fram muninn á ástandinu þegar hann fór úr Hvíta húsinu fyrir fjórum árum og hvernig það er núna. Hann bar líka mikið lof á John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata, og kveikti ærlega í mannfjöldanum með sínum skýra og skorinorta hætti. Ingólfur Bjarni segir Clinton ekki koma Kerry í Hvíta húsið og talað er um að það geti verið hættulegt fyrir framboð Kerrys að tefla hinum fyrrverandi forseta of mikið fram vegna þess mikla munar sem á þeim er, sérstaklega hvað persónutöfra og útgeislun varðar. Kerry hefur ekki sýnt mikla hæfileika í að tala við fólk hingað til. Skilaboðin verða oft loðin, langdregin og jafnvel leiðinleg og mikið skortir á útgeislunina. Meðalsveifla í fylgiskönnunum þegar undanfarin tíu flokksþing demókrata hafa farið fram er 6,1% en verður líklega heldur minna að þessu sinni. Það stafar fyrst og fremst af því að ótrúlega stór hluti kjósenda hefur þegar ákveðið hvað hann kýs í haust. Megintilgangurinn með þinginu er því kannski ekki að fá fólk til fylgilags við flokkinn heldur til að fá þá sem styðja flokkinn til þess að mæta á kjörstað og kjósa. Hægt er að hlusta á Ingólf Bjarna Sigfússon tala frá flokksþinginu í Boston með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Flokksþing Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hófst í Boston í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á þinginu, segir gríðarlegan mun vera á þessu flokksþingi og íslensku. Þetta sé meira líkt því að vera á popptónleikum eða „Hallelúja-samkomu“. Spiluð séu popplög fyrir hverja ræðu og það er sviðsstjóri, sem stjórnar yfirleitt Óskarsverðlaunahátíðinni, sem stjórnar dagskránni. Það segir kannski ýnislegt um þau áhrif sem menn eru að reyna að ná fram á þinginu að sögn Ingólfs og segir hann að gestir þingsins virðast hafa jafn mikinn áhuga á sýningunni og pólitíkinni - þetta jaðri nánast við múgæsingu. Mikið var um dýrðir þegar Bill Clinton var kynntur til leiks í gær og ætlaði fólk aldrei að hætta að klappa svo hann gæti flutt ræðu sína. Þetta var nánast eins og Britney Spears og Jesús Kristur væru samankomin í einum og sama manninum að sögn fréttamanns. Al Gore flutti líka ræðu í gær en var ekki fagnað nándar nærri jafn mikið. Clinton fór vítt og breitt um hið pólitíska svið í ræðu sinni og dró fram muninn á ástandinu þegar hann fór úr Hvíta húsinu fyrir fjórum árum og hvernig það er núna. Hann bar líka mikið lof á John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata, og kveikti ærlega í mannfjöldanum með sínum skýra og skorinorta hætti. Ingólfur Bjarni segir Clinton ekki koma Kerry í Hvíta húsið og talað er um að það geti verið hættulegt fyrir framboð Kerrys að tefla hinum fyrrverandi forseta of mikið fram vegna þess mikla munar sem á þeim er, sérstaklega hvað persónutöfra og útgeislun varðar. Kerry hefur ekki sýnt mikla hæfileika í að tala við fólk hingað til. Skilaboðin verða oft loðin, langdregin og jafnvel leiðinleg og mikið skortir á útgeislunina. Meðalsveifla í fylgiskönnunum þegar undanfarin tíu flokksþing demókrata hafa farið fram er 6,1% en verður líklega heldur minna að þessu sinni. Það stafar fyrst og fremst af því að ótrúlega stór hluti kjósenda hefur þegar ákveðið hvað hann kýs í haust. Megintilgangurinn með þinginu er því kannski ekki að fá fólk til fylgilags við flokkinn heldur til að fá þá sem styðja flokkinn til þess að mæta á kjörstað og kjósa. Hægt er að hlusta á Ingólf Bjarna Sigfússon tala frá flokksþinginu í Boston með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira