Lýðurinn ræður á markaði 23. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt umræðan um fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar hafi á stundum verið illskiljanlegt karp snérist hún um nokkur grundvallaratriði sem verða án efa ofarlega á baugi næstu misserin. Eitt þeirra er valdsvið forsetans og með hvaða hætti er best að auka virkt lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum. Miðað við yfirlýsingar forystumanna allra flokka má búast við réttarbót við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem auðveldar almenningi mjög að hafa áhrif á afgreiðslu umdeildra mála með þjóðaratkvæðagreiðslum. Slík breyting í átt að virkara lýðræði er jákvæð afleiðing af annars erfiðu deilumáli. En umræðan um fjölmiðlalögin snérist einnig að hluta til um valdsvið stjórnvalda annars vegar og markaðarins eða almennings hins vegar -- þótt þessi þáttur málsins hafi ekki verið eins áberandi og aðrir. Grunnhugsunin að baki lögunum var sú að stjórnvöldum bæri að móta fjölmiðlamarkaðinn þar sem hinum frjálsa markaði væri ekki til þess treystandi né almenningi með vali sínu á hvaða fjölmiðla hann notar eða kaupir. Fjölmiðlamálið var þannig angi að stærra máli sem á sér langa sögu og skýtur reglulega upp kollinum á mismunandi sviðum. Það væri ánægjulegt ef deilurnar um fjölmiðlafrumvarpið myndu einnig kalla fram réttarbót í þessu máli eins og allt bendir til að verði varðandi aukið vægi beins lýðræðis á kostnað fulltrúalýðræðis. Ef við lítum framhjá fjölmiðlamarkaðinum þá getum við velt því upp í tilefni af þeim lögum sem ríkisstjórnin setti hvort hinum frjálsa markaði eða almenningi með vali sínu sé betur treystandi til að takast á við aukin verkefni á heilbrigðissviði, í skólamálum eða öðrum þáttum þjóðlífsins, sem ríkisvaldið hefur hingað til stýrt með augljósum ágöllum, ef þeim er ekki treystandi til að móta hér heilbrigt og öflugt fjölmiðlaumhverfi. Undanfarna áratugi höfum við verið að feta okkur frá miðstýrðu samfélagi þar sem allt vald hefur legið innan stjórnmálaflokkanna í gegnum tök þeirra á ríkisvaldinu yfir í opnara og lýðræðislegra samfélag að hætti annarra Vesturlanda þar sem stjórnsýslan er ekki aðeins gagnsærri og réttlátari heldur þar sem ákvarðanir eru teknar víðar um samfélagið og vanalega nærri þeim sem njóta þjónustu eða kaupa vöru. Það væri sorglegt ef fjölmiðlalögin mörkuðu stefnubreytingu og lýstu almennri vantrú stjórnvalda á frjálsum markaði. Við eigum auðvelt með að líta á þau réttindi, frjálsræði og sjálfstæði sem við höfum barist fyrir sem sjálfsagðan hlut. Við erum því sjaldnast vel búinn skyndilegu bakslagi. Þetta eru almenn sannindi og eiga ekki síst við á Íslandi. Það er ákaflega stutt síðan að forræðishyggja íslenskra stjórnvalda hafði svo lamandi áhrif á íslenskt samfélag að því lá við köfnun. Það eymir enn af þeirri hugmynd að við séum þegnar fremur en borgarar. Það eru aðeins fáeinir áratugir síðan þeir sem vildu keyra leigubíl þurftu að fara niður í samgönguráðuneyti til að sanna upp á sig bakveiki eða aðra ágalla sem öftruðu því að þeir gætu stundað almennilega vinnu við raunverulega verðmætasköpun. Að öðrum kosti fengu þeir ekki leyfi til leigubílaaksturs - nema þeir nytu velvildar einhvers stjórnmálaflokksins. Svipaða sögu er að segja af þeim sem vildu reka söluturn. Í dag hljómar þetta fáránlega og við skiljum ekki hvaðan stjórnvöld töldu sig sækja slíkt vald til að ráðgast með líf og lífsbaráttu fólks. En það er svo stutt síðan að þetta var raunveruleikinn á Íslandi að sumir þeirra sem aka leigubílum í dag eða reka sjoppu þurftu að ganga þessa píslargöngu. Og leifar þessarar hugmyndar eru líka enn til staðar innan ríkisvaldsins og stjórnmálaflokkanna sem stýra því, þótt þær hafi blessunarlega verið lengi lítt áberandi. Við þurfum því að vera vakandi þegar þær fara aftur á kreik. Ekki viljum við snúa aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt umræðan um fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar hafi á stundum verið illskiljanlegt karp snérist hún um nokkur grundvallaratriði sem verða án efa ofarlega á baugi næstu misserin. Eitt þeirra er valdsvið forsetans og með hvaða hætti er best að auka virkt lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum. Miðað við yfirlýsingar forystumanna allra flokka má búast við réttarbót við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem auðveldar almenningi mjög að hafa áhrif á afgreiðslu umdeildra mála með þjóðaratkvæðagreiðslum. Slík breyting í átt að virkara lýðræði er jákvæð afleiðing af annars erfiðu deilumáli. En umræðan um fjölmiðlalögin snérist einnig að hluta til um valdsvið stjórnvalda annars vegar og markaðarins eða almennings hins vegar -- þótt þessi þáttur málsins hafi ekki verið eins áberandi og aðrir. Grunnhugsunin að baki lögunum var sú að stjórnvöldum bæri að móta fjölmiðlamarkaðinn þar sem hinum frjálsa markaði væri ekki til þess treystandi né almenningi með vali sínu á hvaða fjölmiðla hann notar eða kaupir. Fjölmiðlamálið var þannig angi að stærra máli sem á sér langa sögu og skýtur reglulega upp kollinum á mismunandi sviðum. Það væri ánægjulegt ef deilurnar um fjölmiðlafrumvarpið myndu einnig kalla fram réttarbót í þessu máli eins og allt bendir til að verði varðandi aukið vægi beins lýðræðis á kostnað fulltrúalýðræðis. Ef við lítum framhjá fjölmiðlamarkaðinum þá getum við velt því upp í tilefni af þeim lögum sem ríkisstjórnin setti hvort hinum frjálsa markaði eða almenningi með vali sínu sé betur treystandi til að takast á við aukin verkefni á heilbrigðissviði, í skólamálum eða öðrum þáttum þjóðlífsins, sem ríkisvaldið hefur hingað til stýrt með augljósum ágöllum, ef þeim er ekki treystandi til að móta hér heilbrigt og öflugt fjölmiðlaumhverfi. Undanfarna áratugi höfum við verið að feta okkur frá miðstýrðu samfélagi þar sem allt vald hefur legið innan stjórnmálaflokkanna í gegnum tök þeirra á ríkisvaldinu yfir í opnara og lýðræðislegra samfélag að hætti annarra Vesturlanda þar sem stjórnsýslan er ekki aðeins gagnsærri og réttlátari heldur þar sem ákvarðanir eru teknar víðar um samfélagið og vanalega nærri þeim sem njóta þjónustu eða kaupa vöru. Það væri sorglegt ef fjölmiðlalögin mörkuðu stefnubreytingu og lýstu almennri vantrú stjórnvalda á frjálsum markaði. Við eigum auðvelt með að líta á þau réttindi, frjálsræði og sjálfstæði sem við höfum barist fyrir sem sjálfsagðan hlut. Við erum því sjaldnast vel búinn skyndilegu bakslagi. Þetta eru almenn sannindi og eiga ekki síst við á Íslandi. Það er ákaflega stutt síðan að forræðishyggja íslenskra stjórnvalda hafði svo lamandi áhrif á íslenskt samfélag að því lá við köfnun. Það eymir enn af þeirri hugmynd að við séum þegnar fremur en borgarar. Það eru aðeins fáeinir áratugir síðan þeir sem vildu keyra leigubíl þurftu að fara niður í samgönguráðuneyti til að sanna upp á sig bakveiki eða aðra ágalla sem öftruðu því að þeir gætu stundað almennilega vinnu við raunverulega verðmætasköpun. Að öðrum kosti fengu þeir ekki leyfi til leigubílaaksturs - nema þeir nytu velvildar einhvers stjórnmálaflokksins. Svipaða sögu er að segja af þeim sem vildu reka söluturn. Í dag hljómar þetta fáránlega og við skiljum ekki hvaðan stjórnvöld töldu sig sækja slíkt vald til að ráðgast með líf og lífsbaráttu fólks. En það er svo stutt síðan að þetta var raunveruleikinn á Íslandi að sumir þeirra sem aka leigubílum í dag eða reka sjoppu þurftu að ganga þessa píslargöngu. Og leifar þessarar hugmyndar eru líka enn til staðar innan ríkisvaldsins og stjórnmálaflokkanna sem stýra því, þótt þær hafi blessunarlega verið lengi lítt áberandi. Við þurfum því að vera vakandi þegar þær fara aftur á kreik. Ekki viljum við snúa aftur.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun