Enginn árangur af stjórnarfundi 2. júlí 2004 00:01 Ríkisstjórnarflokkunum tókst ekki að koma sér saman um hvernig standa eigi að þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin í dag. Fundur ríkisstjórnarinnar skilaði engum árangri og er stefnt að því að ljúka gerð frumvarps um þjóðaratkvæðagreiðslur um helgina. Eftir að ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun hittust ráðherrar framsóknarmanna á skrifstofu Halldórs Ásgrímssonar í utanríkisráðuneytinu og var ljóst að framsóknarmenn ætluðu að koma til ríkisstjórnarfundar með fastmótaðar hugmyndir. Þeir vilja fara hóflegri leið en sjálfstæðismenn í lágmarsþátttöku í lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nokkrir forystumenn sjálfstæðismanna vilja að minnst 44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella fjölmiðlalögin en framsóknarmenn hafa ekki viljað setja mörkin hærra en 30%. Það vakti athygli að eftir aðeins 15 mínútur á ríkisstjórnarfundi gengu framsóknarmenn af fundinum, og aðeins framsóknarmenn, en ráðherrar sjálfstæðismanna sátu einir eftir og réðu ráðum sínum áfram. Engin niðurstaða varð af fundinum. Utanríkisráðherra sagði eftir fundinn að unnið yrði í málinu fram eftir degi og að heilmikið hafi komi út úr fundinum, án þess að skýra það nánar frá því. Hann sagði eðlilegt að frumvarpið væri ekki tilbúið þar sem hann og forsætisráðherra hefðu báðir verið í burtu og málið væri það mikilvægt að það tæki sinn tíma. Aðspurður sagðist Halldór ekki vilja segja að um ágreining væri að ræða innan stjórnarinnar. Þar með var Halldór rokinn, beint upp í ráðherrabíl og í lögreglufylgd suður í Leifsstöð til að opna þar nýjan brottfararsal. Ætla mátti að ráðherrar sjálfstæðisflokks kæmu út skömmu síðar, en svo fór ekki, heldur tók við löng bið hjá fréttamönnum í Stjórnarráðinu eftir að þeir gætu lokið fundi sínum. Framsóknarmenn fóru af fundi klukkan korter yfir tvö og það var ekki fyrr en klukkustund síðar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra steig út á tröppur Stjórnarráðsins og svaraði spurningum fréttamanna. Hann sagði frumvarpið ekki liggja fyrir því stjórnin þyrfti aðeins lengri tíma til að fara yfir málið og yrði líklega afgreitt á morgun, laugardag. Forsætisráðherra kvað stjórnina þurfa að fara betur yfir nokkur atriði, þ.á m. prósentuhlutfall atkvæðisbærra manna sem þyrfti til að fella lögin. Aðspurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið væri í hættu sagði sagðist forsætisráðherra ekki halda það. Hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu eða ekki þá sagði einn þingmaður framsóknarmanna málið vera í meira lagi eldfimt og í raun væru ráðherrar ríkisstjórnarinnar komnir inn á jarðsprengjusvæði. Halldór Ásgrímsson fór, sem áður segir, suður í Leifsstöð þar sem fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurnesjum spurði hann aftur um þennan ágreining á milli stjórnarflokkanna og hvort þeir sætu á jarðsprengju. Halldór sagði þá pólitíkina vera þannig að það væri alltaf eitthvað um að vera í henni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkunum tókst ekki að koma sér saman um hvernig standa eigi að þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin í dag. Fundur ríkisstjórnarinnar skilaði engum árangri og er stefnt að því að ljúka gerð frumvarps um þjóðaratkvæðagreiðslur um helgina. Eftir að ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun hittust ráðherrar framsóknarmanna á skrifstofu Halldórs Ásgrímssonar í utanríkisráðuneytinu og var ljóst að framsóknarmenn ætluðu að koma til ríkisstjórnarfundar með fastmótaðar hugmyndir. Þeir vilja fara hóflegri leið en sjálfstæðismenn í lágmarsþátttöku í lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nokkrir forystumenn sjálfstæðismanna vilja að minnst 44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella fjölmiðlalögin en framsóknarmenn hafa ekki viljað setja mörkin hærra en 30%. Það vakti athygli að eftir aðeins 15 mínútur á ríkisstjórnarfundi gengu framsóknarmenn af fundinum, og aðeins framsóknarmenn, en ráðherrar sjálfstæðismanna sátu einir eftir og réðu ráðum sínum áfram. Engin niðurstaða varð af fundinum. Utanríkisráðherra sagði eftir fundinn að unnið yrði í málinu fram eftir degi og að heilmikið hafi komi út úr fundinum, án þess að skýra það nánar frá því. Hann sagði eðlilegt að frumvarpið væri ekki tilbúið þar sem hann og forsætisráðherra hefðu báðir verið í burtu og málið væri það mikilvægt að það tæki sinn tíma. Aðspurður sagðist Halldór ekki vilja segja að um ágreining væri að ræða innan stjórnarinnar. Þar með var Halldór rokinn, beint upp í ráðherrabíl og í lögreglufylgd suður í Leifsstöð til að opna þar nýjan brottfararsal. Ætla mátti að ráðherrar sjálfstæðisflokks kæmu út skömmu síðar, en svo fór ekki, heldur tók við löng bið hjá fréttamönnum í Stjórnarráðinu eftir að þeir gætu lokið fundi sínum. Framsóknarmenn fóru af fundi klukkan korter yfir tvö og það var ekki fyrr en klukkustund síðar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra steig út á tröppur Stjórnarráðsins og svaraði spurningum fréttamanna. Hann sagði frumvarpið ekki liggja fyrir því stjórnin þyrfti aðeins lengri tíma til að fara yfir málið og yrði líklega afgreitt á morgun, laugardag. Forsætisráðherra kvað stjórnina þurfa að fara betur yfir nokkur atriði, þ.á m. prósentuhlutfall atkvæðisbærra manna sem þyrfti til að fella lögin. Aðspurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið væri í hættu sagði sagðist forsætisráðherra ekki halda það. Hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu eða ekki þá sagði einn þingmaður framsóknarmanna málið vera í meira lagi eldfimt og í raun væru ráðherrar ríkisstjórnarinnar komnir inn á jarðsprengjusvæði. Halldór Ásgrímsson fór, sem áður segir, suður í Leifsstöð þar sem fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurnesjum spurði hann aftur um þennan ágreining á milli stjórnarflokkanna og hvort þeir sætu á jarðsprengju. Halldór sagði þá pólitíkina vera þannig að það væri alltaf eitthvað um að vera í henni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira