Vilji þjóðarinnar er æðri 30. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það var athyglisvert að heyra afstöðu ráðherra gagnvart skýrslu nefndar vísra flokksmanna stjórnarflokkanna um kosti þess að setja einhver höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þótt nefndin teygði sig langt í tillögum sínum voru þær hófstilltar í samanburði við hugmyndir sem ráðherrarnir höfðu áður varpað fram. Ráðherrar höfðu viðrað hugmyndir um að setja skilyrði fyrir lögmæti kosninganna við 75 prósent kosningaþátttöku. Nefndin telur ekki hægt að setja þetta mark hærra en 50 prósent.Ráðherrarnir höfðu lagt til að 50 prósent kosningabærra manna þyrfti til að fella lögin úr gildi en nefndin telur það algjör efri mörk að miða við 44 prósent -- hún leggur til að ef þessi leið verði farin verði mörkin sett á bilinu 25 til 44 prósent kosningabærra manna. Bæði Geir H. Haarde og Björn Bjarnason tjáðu sig eftir að skýrsla nefndarinnar var birt og völdu báðir ýtrustu mörk. Ráðherrarnir vilja því teygja sig eins langt í að setja höft á þjóðaratkvæðagreiðsluna og mögulegt er. Þeir velja vafasamari leið -- það er að miða við hlutfall kosningabærra manna fremur en kosningaþátttöku -- og þeir kjósa ýtrustu mörk haftanna.Það orkar mjög tvímælis að setja þau skilyrði á þessa þjóðaratkvæðagreiðslu að miða við að tiltekið hlutfall kosningabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að þau falli úr gildi. Með þessu fyrirkomulagi búa kjósendur við ólíkan kost. Það er engin ástæða fyrir þá sem eru fylgjandi lögunum að mæta á kjörstað. Atkvæði þeirra vegur ekkert þyngra í kjörkassanum en ef þeir sitja heima. Aðeins þeir sem vilja greiða atkvæði gegn lögunum þurfa að mæta á kjörstað.Ef þeir forfallast einhverra hluta vegna skipta þeir um skoðun og verða fylgjandi lögunum frá sjónarhóli kosninganna. Í slíkum kosningum væri ekki verið að bera lögin undir þjóðina heldur væri verið að bjóða þjóðinni að fella lögin úr gildi. Atkvæðagreiðslan snerist ekki um efni laganna heldur afgreiðslu Alþingis á lögunum. Þar af leiðandi mætti líta svo á ef lögin væru felld í slíkri atkvæðagreiðslu fælist í því vantraust á Alþingi og eðlilegt væri að boða til nýrra þingkosninga strax.Ef farið væri að óskum ráðherranna um að 44 prósent atkvæðabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum gæti sú staða komið upp í kosningum að 66 prósent kjósenda vildu fella lögin en 34 prósent að þau héldu gildi en þar sem kosningaþátttaka hefði verið 66 prósent þá yrðu lögin eftir sem áður áfram í gildi. Væri það ekki hálf undarleg staða fyrir ríkisstjórnina og meirihluta Alþingis -- vilja ráðherrarnir í raun og sannleik sitja uppi með slíka niðurstöðu? Eru þessi lög svo góð að þau séu æðri vilja meirihlutans?Það er eðlilegt að ráðherrarnir berjist hart fyrir því að binda vilja sinn í lög, að þeir verjist gagnrýni andstæðinga sinna, telji sig vita betur en flestir þeir sem þeir leita ráða hjá og séu ósammála forseta Íslands -- en það er hvorki réttlætanlegt né ráðherrunum í hag að meta vilja sinn æðri vilja meirihluta landsmanna í frjálsum og almennum kosningum. Þótt þetta sé allt hið ágætasta fólk þá verður það að beygja sig undir grundvallarreglur lýðræðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það var athyglisvert að heyra afstöðu ráðherra gagnvart skýrslu nefndar vísra flokksmanna stjórnarflokkanna um kosti þess að setja einhver höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þótt nefndin teygði sig langt í tillögum sínum voru þær hófstilltar í samanburði við hugmyndir sem ráðherrarnir höfðu áður varpað fram. Ráðherrar höfðu viðrað hugmyndir um að setja skilyrði fyrir lögmæti kosninganna við 75 prósent kosningaþátttöku. Nefndin telur ekki hægt að setja þetta mark hærra en 50 prósent.Ráðherrarnir höfðu lagt til að 50 prósent kosningabærra manna þyrfti til að fella lögin úr gildi en nefndin telur það algjör efri mörk að miða við 44 prósent -- hún leggur til að ef þessi leið verði farin verði mörkin sett á bilinu 25 til 44 prósent kosningabærra manna. Bæði Geir H. Haarde og Björn Bjarnason tjáðu sig eftir að skýrsla nefndarinnar var birt og völdu báðir ýtrustu mörk. Ráðherrarnir vilja því teygja sig eins langt í að setja höft á þjóðaratkvæðagreiðsluna og mögulegt er. Þeir velja vafasamari leið -- það er að miða við hlutfall kosningabærra manna fremur en kosningaþátttöku -- og þeir kjósa ýtrustu mörk haftanna.Það orkar mjög tvímælis að setja þau skilyrði á þessa þjóðaratkvæðagreiðslu að miða við að tiltekið hlutfall kosningabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að þau falli úr gildi. Með þessu fyrirkomulagi búa kjósendur við ólíkan kost. Það er engin ástæða fyrir þá sem eru fylgjandi lögunum að mæta á kjörstað. Atkvæði þeirra vegur ekkert þyngra í kjörkassanum en ef þeir sitja heima. Aðeins þeir sem vilja greiða atkvæði gegn lögunum þurfa að mæta á kjörstað.Ef þeir forfallast einhverra hluta vegna skipta þeir um skoðun og verða fylgjandi lögunum frá sjónarhóli kosninganna. Í slíkum kosningum væri ekki verið að bera lögin undir þjóðina heldur væri verið að bjóða þjóðinni að fella lögin úr gildi. Atkvæðagreiðslan snerist ekki um efni laganna heldur afgreiðslu Alþingis á lögunum. Þar af leiðandi mætti líta svo á ef lögin væru felld í slíkri atkvæðagreiðslu fælist í því vantraust á Alþingi og eðlilegt væri að boða til nýrra þingkosninga strax.Ef farið væri að óskum ráðherranna um að 44 prósent atkvæðabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum gæti sú staða komið upp í kosningum að 66 prósent kjósenda vildu fella lögin en 34 prósent að þau héldu gildi en þar sem kosningaþátttaka hefði verið 66 prósent þá yrðu lögin eftir sem áður áfram í gildi. Væri það ekki hálf undarleg staða fyrir ríkisstjórnina og meirihluta Alþingis -- vilja ráðherrarnir í raun og sannleik sitja uppi með slíka niðurstöðu? Eru þessi lög svo góð að þau séu æðri vilja meirihlutans?Það er eðlilegt að ráðherrarnir berjist hart fyrir því að binda vilja sinn í lög, að þeir verjist gagnrýni andstæðinga sinna, telji sig vita betur en flestir þeir sem þeir leita ráða hjá og séu ósammála forseta Íslands -- en það er hvorki réttlætanlegt né ráðherrunum í hag að meta vilja sinn æðri vilja meirihluta landsmanna í frjálsum og almennum kosningum. Þótt þetta sé allt hið ágætasta fólk þá verður það að beygja sig undir grundvallarreglur lýðræðsins.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun