Varðstöðumenn í uppreisnarham 28. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Nú þegar þeir hafa allir tjáð afstöðu sína til úrslita forsetakosninganna; þeir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur flokksins; má draga saman hugmyndir þeirra um lýðræði og kosningar. Þær eru nokkuð í anda áður framkominna hugmynda Björns Bjarnasonar um aukið minnihlutavald í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu; það er að 26 prósent minnihluti geti fellt afstöðu 74 prósent meirihluta með því að skrópa í kosningunum.Samkvæmt kenningu þeirra þremenninga hefur Ólafur Ragnar Grímsson fengið skert umboð til embættis forseta Íslands þrátt fyrir að hann hafi hlotið 68 prósent atkvæða þeirra sem mættu á kjörstað. Þau 20 prósent sem skiluðu auðu hafa ráðið því að Ólafur Ragnar Grímsson er ekki forseti Íslands eða kjörinn þjóðhöfðingi Íslendinga. Þeir þremenningar hafna niðurstöðum kosninganna og segja Ólaf Ragnar aðeins verða forseta sumra Íslendinga héðan í frá. Það er sem sagt ekki nægjanlegt að sigra í kosningum á Íslandi heldur verða menn jafnframt að sigra hjarta Hannesar Hólmsteins og félaga til að vera réttkjörnir til embætta.Ekki veit ég hvað hefur hent hina borgaralegu og frjálslyndu sjálfstæðismenn -- en æði langt hafa þeir borist frá lýðræðislegri stefnu Sjálfstæðisflokksins og virðingu flokksins fyrir grundvallargildum samfélaga að hætti vestrænna lýðræðisríkja. Því miður er túlkun kosningaúrslita ekki eina dæmið um þessa stefnubreytingu þeirra félaga. Við þekkjum nokkur dæmi þess að þeir hafa dregið úr niðurstöðum Hæstaréttar með svipuðum reikningskúnstum.Ef Hæstiréttur snýr við dóm héraðsdóms þá hafa þeir þremenningar lagt saman fjölda dómara héraðsdóms við minnihluta Hæstaréttar og kynnt þjóðinni að meirihluti dómara sem um málið fjölluðu hafi verið sér sammála. Hæstiréttur er ekki lengur æðsta dómstigið á Íslandi þeirra félaga -- hvar Ólafur Ragnar Grímsson er sannarlega ekki forseti.Auðvitað eru það engin tíðindi að forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið eru ósátt við hvern þjóðin velur sem forseta. Bæði flokkur og blað hafa verið hundóánægð með alla forseta lýðveldisins. Það er ástæða þess að forysta flokks og blaðs hafa reynt að grafa undan valdi forsetaembættisins og reynt að telja þjóðinni trú um að forsetinn eigi að vera útþynnt helgimynd sem engan truflar -- og allra síst Hannes Hólmstein. Þjóðin hefur hins vegar margsinnis hafnað þessari óskhyggju flokksins og blaðsins. Hún hefur ætíð kosið þá forseta sem eru flokki og blaði síst að skapi og staðið vörð um sjálfstæði og vald forseta Íslands.Ólafur Ragnar Grímsson verður að taka tillit til þeirra 20 prósent kjósenda sem fóru á kjörstað til að skila auðu. Hann er forseti þessa fólks jafnt sem hinna. En það er jafnframt verkefni forystumanna þessa minnihluta að sætta sig við grundvöll borgarlegs samfélags. Ég trúi því ekki að það sé vilji þeirra að leiða fylgismenn sína út í allsherjar uppreisn gegn leikreglur lýðræðisins.Áratugum saman hafnaði Morgunblaðið rétti jafn stórs minnihluta til nokkurra áhrifa á íslenskt samfélag þar sem hann virti ekki lýðræðislegar undirstöður samfélagsins, byggði á sósíalískri hugmyndafræði og hafnaði ekki uppreisn eða byltingu verkalýðsstéttarinnar. Blaðið skammaði meðal annars einn af forsetum Íslands á þessum forsendum fyrir að veita forystumanni þessa minnihlutaflokks stjórnarmyndunarumboð eftir að flokkurinn fékk 22,9 prósent atkvæða í kosningum.Bæði forysta Morgunblaðsins og sjálfstæðismenn ættu því að þekkja það öngstræti sem harðlínumenn hafa sveigt stefnu blaðs og flokks inn á. Þótt þessi stræti henti ýmsum andófsmönnum þá er þetta ekki sá vegur sem sjálfstæðismenn vilja feta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Nú þegar þeir hafa allir tjáð afstöðu sína til úrslita forsetakosninganna; þeir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur flokksins; má draga saman hugmyndir þeirra um lýðræði og kosningar. Þær eru nokkuð í anda áður framkominna hugmynda Björns Bjarnasonar um aukið minnihlutavald í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu; það er að 26 prósent minnihluti geti fellt afstöðu 74 prósent meirihluta með því að skrópa í kosningunum.Samkvæmt kenningu þeirra þremenninga hefur Ólafur Ragnar Grímsson fengið skert umboð til embættis forseta Íslands þrátt fyrir að hann hafi hlotið 68 prósent atkvæða þeirra sem mættu á kjörstað. Þau 20 prósent sem skiluðu auðu hafa ráðið því að Ólafur Ragnar Grímsson er ekki forseti Íslands eða kjörinn þjóðhöfðingi Íslendinga. Þeir þremenningar hafna niðurstöðum kosninganna og segja Ólaf Ragnar aðeins verða forseta sumra Íslendinga héðan í frá. Það er sem sagt ekki nægjanlegt að sigra í kosningum á Íslandi heldur verða menn jafnframt að sigra hjarta Hannesar Hólmsteins og félaga til að vera réttkjörnir til embætta.Ekki veit ég hvað hefur hent hina borgaralegu og frjálslyndu sjálfstæðismenn -- en æði langt hafa þeir borist frá lýðræðislegri stefnu Sjálfstæðisflokksins og virðingu flokksins fyrir grundvallargildum samfélaga að hætti vestrænna lýðræðisríkja. Því miður er túlkun kosningaúrslita ekki eina dæmið um þessa stefnubreytingu þeirra félaga. Við þekkjum nokkur dæmi þess að þeir hafa dregið úr niðurstöðum Hæstaréttar með svipuðum reikningskúnstum.Ef Hæstiréttur snýr við dóm héraðsdóms þá hafa þeir þremenningar lagt saman fjölda dómara héraðsdóms við minnihluta Hæstaréttar og kynnt þjóðinni að meirihluti dómara sem um málið fjölluðu hafi verið sér sammála. Hæstiréttur er ekki lengur æðsta dómstigið á Íslandi þeirra félaga -- hvar Ólafur Ragnar Grímsson er sannarlega ekki forseti.Auðvitað eru það engin tíðindi að forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið eru ósátt við hvern þjóðin velur sem forseta. Bæði flokkur og blað hafa verið hundóánægð með alla forseta lýðveldisins. Það er ástæða þess að forysta flokks og blaðs hafa reynt að grafa undan valdi forsetaembættisins og reynt að telja þjóðinni trú um að forsetinn eigi að vera útþynnt helgimynd sem engan truflar -- og allra síst Hannes Hólmstein. Þjóðin hefur hins vegar margsinnis hafnað þessari óskhyggju flokksins og blaðsins. Hún hefur ætíð kosið þá forseta sem eru flokki og blaði síst að skapi og staðið vörð um sjálfstæði og vald forseta Íslands.Ólafur Ragnar Grímsson verður að taka tillit til þeirra 20 prósent kjósenda sem fóru á kjörstað til að skila auðu. Hann er forseti þessa fólks jafnt sem hinna. En það er jafnframt verkefni forystumanna þessa minnihluta að sætta sig við grundvöll borgarlegs samfélags. Ég trúi því ekki að það sé vilji þeirra að leiða fylgismenn sína út í allsherjar uppreisn gegn leikreglur lýðræðisins.Áratugum saman hafnaði Morgunblaðið rétti jafn stórs minnihluta til nokkurra áhrifa á íslenskt samfélag þar sem hann virti ekki lýðræðislegar undirstöður samfélagsins, byggði á sósíalískri hugmyndafræði og hafnaði ekki uppreisn eða byltingu verkalýðsstéttarinnar. Blaðið skammaði meðal annars einn af forsetum Íslands á þessum forsendum fyrir að veita forystumanni þessa minnihlutaflokks stjórnarmyndunarumboð eftir að flokkurinn fékk 22,9 prósent atkvæða í kosningum.Bæði forysta Morgunblaðsins og sjálfstæðismenn ættu því að þekkja það öngstræti sem harðlínumenn hafa sveigt stefnu blaðs og flokks inn á. Þótt þessi stræti henti ýmsum andófsmönnum þá er þetta ekki sá vegur sem sjálfstæðismenn vilja feta.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun