Mun færri kjósa utan kjörfundar 18. júní 2004 00:01 Mun færri hafa nýtt sér þann rétt að greiða atkvæði utan kjörfundar, nú þegar átta dagar eru í forsetakosningar, en fyrir forsetakosningarnar árið 1996. Í Reykjavík eru þeir um helmingi færri en norðanmenn eru á svipuðu róli og fyrir síðustu kosningar. Kjósanda sem ekki getur kosið í forsetakosningunum á kjördag, þann 26. júní, er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt. Í stærsta sýslumannsumdæminu, Reykjavík, hafa 1134 greitt atkvæði sem þykir lág tala þegar svo skammt er til kosninga. Heimingi fleiri höfðu skilað inn atvkæði átta dögum fyrir síðustu Alþingis- og forsetakosningar. Sömu sögu er að segja af fjölda atkvæða sem hafa borist til sýslumannsins í Keflavík. Þau eru 83 en voru 198 þegar átta dagar voru til forsetakosninga árið 1996. Ekki er vitað hvort um er að kenna áhugaleysi eða seinangang kjósenda í Reykjavík og Keflavík eða hvort tölurnar gefi vísbendingar um að fleiri ætli að láta undir höfuð leggjast að greiða atkvæði í kosningunum nú. Sýslumaðurinn Akureyri hefur þó fengið 201 atkvæði í hús eða álíka mörg og fyrir síðustu kosningar. Þeir sem staddir eru erlendis geta greitt atkvæði á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnunum. Áhafnir eða farþegar, um borð í íslenskum skipum á siglingum erlendis eða á fjarlægum miðum, mega kjósa um borð í þeim. Skipstjóri eða sá sem hann tilnefnir er þá kjörstjóri. Þeir sem eru til meðferðar á sjúkrahúsi eða eru vistmenn á dvalaheimilum er heimilt að greiða atkvæði á stofnunni og kjósandi sem ekki getur sótt kjörfund á kjördag vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Mun færri hafa nýtt sér þann rétt að greiða atkvæði utan kjörfundar, nú þegar átta dagar eru í forsetakosningar, en fyrir forsetakosningarnar árið 1996. Í Reykjavík eru þeir um helmingi færri en norðanmenn eru á svipuðu róli og fyrir síðustu kosningar. Kjósanda sem ekki getur kosið í forsetakosningunum á kjördag, þann 26. júní, er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt. Í stærsta sýslumannsumdæminu, Reykjavík, hafa 1134 greitt atkvæði sem þykir lág tala þegar svo skammt er til kosninga. Heimingi fleiri höfðu skilað inn atvkæði átta dögum fyrir síðustu Alþingis- og forsetakosningar. Sömu sögu er að segja af fjölda atkvæða sem hafa borist til sýslumannsins í Keflavík. Þau eru 83 en voru 198 þegar átta dagar voru til forsetakosninga árið 1996. Ekki er vitað hvort um er að kenna áhugaleysi eða seinangang kjósenda í Reykjavík og Keflavík eða hvort tölurnar gefi vísbendingar um að fleiri ætli að láta undir höfuð leggjast að greiða atkvæði í kosningunum nú. Sýslumaðurinn Akureyri hefur þó fengið 201 atkvæði í hús eða álíka mörg og fyrir síðustu kosningar. Þeir sem staddir eru erlendis geta greitt atkvæði á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnunum. Áhafnir eða farþegar, um borð í íslenskum skipum á siglingum erlendis eða á fjarlægum miðum, mega kjósa um borð í þeim. Skipstjóri eða sá sem hann tilnefnir er þá kjörstjóri. Þeir sem eru til meðferðar á sjúkrahúsi eða eru vistmenn á dvalaheimilum er heimilt að greiða atkvæði á stofnunni og kjósandi sem ekki getur sótt kjörfund á kjördag vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira