Skoðun

Fréttamynd

Þau eru fram­tíðin – en fá ekki að njóta nú­tímans

Sigurður Kári

„Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt.” Þessi orð lét eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum falla í samtali við blaðamann Vísis í kjölfar árlegrar útilegu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, sem haldin var á svæðinu.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hvers vegna þegir kristin, vest­ræn menning?

Þann 26.07. s.l. birtist hér á vefnum grein eftir Ingibjörgu Þóru Haraldsdóttur, Ísrael – brostnir draumar og lygar, og hafi hún þökk fyrir gagngera grein, ekki síst þar sem málið snertir hana persónulega. Það er ljóst og er vitað, að sagan endurtekur sig í sífellu, burtséð frá allri upplýsingu og menntun mannsins.

Skoðun
Fréttamynd

Truman-ríkið: Til­raunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna

Í kvikmyndinni The Truman Show býr maður að nafni Truman inni í gerviveröld – risastórri hvelfingu þar sem allt í kringum hann er sviðsett. Lífið hans er sjónvarpsþáttur sem aðeins hann einn veit ekki af og fólkið í kringum hann leikur hlutverk í þessu risastóra leikriti. En um leið og hann byrjar að efast, fer kerfið að molna niður hægt og rólega.

Skoðun
Fréttamynd

GPT‑5 kemur í ágúst – á­skoranir og tæki­færi fyrir Ís­land

Á næstu dögum lýkur sumarleyfum margra og skólastarf hefst á ný – einmitt um það leyti sem vænt er að nýjasta útgáfa gervigreindarinnar, GPT‑5, líti dagsins ljós. Samkvæmt fréttum stefna OpenAI á að kynna GPT‑5 strax í byrjun ágústmánaðar. Þetta markar tímamót: eftir rólegri sumarmánuði tekur við haust þar sem skólar og vinnustaðir fara á fullt – og í þetta skipti bætist við áður óþekkt afl í stafrænum heimi.

Skoðun
Fréttamynd

Verri fram­koma en hjá Trump

Til stendur af hálfu Evrópusambandsins að leggja verndartolla á Ísland, Noreg og Liechtenstein þvert á EES-samninginn sem ríkin eiga aðild að ásamt ríkjum sambandsins. Hefur ríkjunum samkvæmt fréttum verið tilkynnt um þetta.

Skoðun
Fréttamynd

Landið talar

Við skulum hafa eitt á hreinu: Það er ekki raunverulegur orkuskortur á Íslandi og það verður Aldrei raunverulegur orkuskortur á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Ætla þau að halda á­fram að grafa sína eigin gröf?

Eitt af markmiðum stjórnarandstöðunnar á fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar var sjá til þess að sem fæst mál fengju eðlilega þinglega meðferð. Allt var gert til að reyna að útiloka að frumvarp um breytingar á veiðigjaldi kæmist til lokaafgreiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Ísrael – brostnir draumar og lygar

Að alast upp við að heyra hvernig amma þín og fjölskyldan hennar náðu naumlega að flýja undan nasistum hefur áhrif. Að alast upp við að heyra hvernig ættfólk þitt sem náði ekki að flýja var annaðhvort sent í fangabúðir eða drepið, hefur áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Ein af hverjum fjórum

Druslugangan er vettvangur þar sem reiði og ást mætast í einni stórri samstöðugöngu. Við mótmælum því að kynferðisofbeldi sé enn partur af daglegu lífi meira en helmings fólks í heiminum.

Skoðun
Fréttamynd

Vertu drusla!

Stjórn Kvennaárs, konur og kvár, gáfu stjórnvöldum eitt ár, eða til 24. október 2025, til að breyta lögum og innleiða nauðsynlegar aðgerðir til að taka stórt skref í átt þess að tryggja fullt og endanlegt jafnrétti kynjanna.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar hið smáa verður risa­stórt

Það er óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. Þar má nefna nauðsynlegar úrbætur á flugleiðsögubúnaði á Akureyrarflugvelli með sáralitlum tilkostnaði sem myndu stórbæta rekstraröryggi flugvallarins.

Skoðun
Fréttamynd

Þú ert búin að eyði­leggja líf mitt!!!

Öskraði hann og ýtti mér fast upp við vegg á skemmtistað niðri í miðbæ Reykjavíkur. Alíslenskur fyrrum bekkjarbróðir minn í grunnskóla. Þarna vorum við um tvítugt. Ég leit á hann, sem betur fer ekki lengur hrædd við hann og sá að hann var sannfærður um það að ég hefði eyðilagt líf hans og gjörsamlega sturlaður vegna þess að ég „gat bara ekki haldið kjafti.“

Skoðun
Fréttamynd

Tekur sér stöðu með Evrópu­sam­bandinu

Fram kemur í samkomulagi við Evrópusambandið um sjávarútvegsmál sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar, undirritaði á dögunum að komið verði á nánu samstarf við sambandið varðandi stjórn veiða úr deilistofnum.

Skoðun
Fréttamynd

Felu­leikur ríkis­stjórnarinnar?

Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið.

Skoðun
Fréttamynd

Ég heiti Elísa og ég er Drusla

Ég kalla sjálfa mig druslu, klæðist fötum sem stendur á „Ég er drusla,“ dreifi límmiðum með einmitt þeim orðum og labba árlega í Druslugöngunni. Þó að ég geri það fyrir góðan og mikilvægan málstað og útskýri mál mitt fyrir fólkinu í kringum mig er yfirleitt einhver sem hneykslast – einhver sem trúir ekki að ég myndi kalla sjálfa mig druslu! Svona ung, falleg og klár kona? Eins og það komi málinu við á einhvern hátt hvernig ég líti út eða hvernig ég beri mig. En hvað er það er vera drusla?

Skoðun
Fréttamynd

Grinda­vík má enn bíða

Náttúran minnti vel á sig með gosmóðunni síðustu daga. Um leið og gos gerði vart við sig á Reykjanesskaga 16. júlí sl var Grindavík eins og gefur að skilja rýmd en allt of langan tíma tók að opna aftur fyrir heimamenn og svo almenning þegar ljóst var hvert umfang gossins var.

Skoðun
Fréttamynd

Aðventukerti og aðgangshindranir

Mig dreymdi í nótt að ég væri í símtali við prest. Hann hafði gleymt því að til stæði að vera með samkomu sem hann átti að stýra í Grindavík. Ég var að aðstoða við skipulagið og vildi tryggja að hann yrði kominn tímalega á staðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Lífið í tjaldi á Gaza

Vinátta við þjakað og sveltandi fólk á Gaza hefur gefið mér og mörgum öðrum mikið. Kynnin við þau þroska samkennd jafnt sem skilning og veita innsýn í þær hliðar þjóðarmorðsins sem síður rata í fjölmiðla. Samskiptin fara einkum fram á Facebook, í skilaboðum þar og myndsímtölum og á þeim vettvangi kynnir fólk líka safnanir sínar, en slíkur fjárstuðningur heldur lífinu í miklum fjölda fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Gaza og sjálfbærni mennskunnar

Frá árinu 1987 hefur sjálfbær þróun samfélaga verið skilgreind með þeim hætti að verið sé að mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Hætta er að stríðið á Gaza og viðbrögð Vesturlanda við því dragi úr möguleikum okkar til að mæta þörfum komandi kynslóða á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin og hungur­sneyðin í Gaza

Hversu viðbjóðslegar sem svona skoðanir eru þá kemur það varla á óvart að þær koma frá ísraelskum hægri öfga-stjórnmálamanni og aðgerðasinna frá sama landi.

Skoðun
Fréttamynd

Kyn­bundið of­beldi

Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti.

Skoðun
Fréttamynd

Að­dragandi aðildar þarf um­boð

Í grein Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar sem birtist á Vísi 22. júlí er því haldið fram að gagnrýnin á samstarf við ESB í öryggismálum sé byggð á þeirri skoðun að verið sé að „læða“ landinu inn í sambandið „bakdyramegin“. Hér er hætta á að umræðan verði persónugerð og gerð tortryggileg.

Skoðun