Lífið

Sau­tján langveik börn fengu ferða­styrk

Sautján börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 70 manns, var í gær, á fyrsta degi sumars, afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair. Afhendingin fór fram í Icelandair húsinu í Hafnarfirði.

Lífið

Syngja Húsa­vík á Húsa­vík með stúlknakórnum

Tónlistarmyndbandið fyrir „Húsavík (My Hometown)“ í flutningi Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, er komið út. Myndbandið er tekið upp á Húsavík og syngur stúlknakór Húsavíkur með þríeykinu.

Lífið

Fjöl­breytt dag­skrá á vorhátíð í Ár­borg

Það verður líf og fjör í Árborg næstu fjóra daga því bæjarhátíðin „Vor í Árborg“ hefst formlega í dag, sumardaginn fyrsta og stendur fram á sunnudag. Fjölbreytt dagskrá verður i boði fyrir alla aldurshópa enda um sannkallaða fjölskylduhátíð að ræða.

Lífið

Frægustu vin­slit Ís­lands­sögunnar

Fréttir af vinslitum Patriks Atlasonar, Prettyboitjokkó, og Ágústs Beinteins Árnasonar, Gústa B. vöktu athygli í síðustu viku. Það er ekki í fyrsta skipti sem vinslit frægra Íslendinga vekja athygli og eru til umfjöllunar fjölmiðla.

Lífið

Stefán Einar og Sara Lind í sundur

Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður og Sara Lind Guðbergsdóttir, framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi, hafa ákveðið að halda hvort í sína áttina eftir þrettán ára samband og ellefu ára hjónaband.

Lífið

Taka á­kvörðun á hverjum degi að elska hvort annað

„Það er alltaf hægt að rækta neistann. Við erum alveg funheit í dag,“ segja hjónin Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi, og Katrín Katrínardóttir, klínískur félagsráðgjafi, áfallasérfræðingur og myndlistarkona. Þau hafa verið par í fjörutíu ár og ræddu við Bítið um hver lykillinn sé að langlífu hjónabandi.

Lífið

Lauf­ey Lín skartaði ís­lenska fánanum á Coachella

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram á hinni vinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu síðustu tvær helgar. Hún deildi myndasyrpu frá hátíðinni á Instagram þar sem má sjá hana meðal annars klædda í hvítan hlýrabol með íslenska fánanum frá íslenska fatamerkinu Takk Takk.

Lífið

Hjartaknúsarinn til­einkaði ís­lenskri fyrir­sætu rómantískan slagara

Hjartaknúsarinn Bryan Adams tók alla sína bestu slagara, söng Don Juan ballöðu til íslenskrar fyrirsætu og laumaði því til tónleikagesta að hann hefði skellt sér nakinn í íslenska náttúrulaug. Þá upplýsti hann að einn af hans helstu slögurum hefði verið saminn fyrir bíómynd um karlkyns strippara, eitthvað sem reyndist honum erfitt að sækja innblástur fyrir ástarlag.

Lífið

Hafa aldrei rifist

„Við erum ennþá að reyna að finna eitthvað til þess að rífast yfir,“ sagði Hollywood stjarnan George Clooney í viðtali á dögunum. Þar hélt hann því fram að hann og eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, hafi aldrei nokkurn tíma rifist.

Lífið

Stjörnulífið: Frum­sýnir kærastann á Tenerife

Páskarnir eru nú að baki og voru fylltir súkkulaðiáti, sólarsælu og öðrum notalegheitum. Stjörnur landsins nutu hátíðarinnar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið, hvort sem það var í fríi erlendis, á skíðum fyrir norðan eða í veðurblíðunni í borginni.

Lífið

Stóri plokk­dagurinn haldinn á sunnu­daginn

„Stóri plokkdagurinn“ verður haldinn um land allt næstkomandi sunnudag. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun setja daginn við Sorpu í Breiðholti klukkan 10:00 og hafa öll verið hvött til að koma og taka þátt í opnunarviðburðinum, sérstaklega íbúar í Breiðholti.

Lífið

„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka líf­vörðurinn hans, túlkurinn hans og tals­maðurinn hans“

„Við erum fámenn þjóð, og þar af leiðandi einsleit og þess vegna hættir okkur til að fara inn í kassann. Ég upplifi það oft eins og maður megi ekki tala um það sem er að, það sem er öðruvísi eða óþægilegt,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir, móðir sjö ára drengs sem greindur er með einhverfu og ótilgreinda þroskaskerðingu. Fyrir tæpu ári byrjaði Gunnhildur að birta reglulega myndskeið á TikTok þar sem hún talar opinskátt og einlægt um reynslu sína.

Lífið

Litla hryllingsbúðin kveður á Akur­eyri

Litla hryllingsbúðin hefur sannarlega slegið í gegn á Akureyri og hefur verið sýnd nánast sleitulaust frá því í haust fyrir fullu húsi. Leikstjóri sýningarinnar talar og syngur fyrir plöntuna í verkinu. Síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum.

Lífið

Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni!Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið

Ekki á leið í sam­band bara til að þóknast sam­fé­laginu

„Lífið hefur náttúrulega breyst mjög mikið og þetta er búið að vera algjör rússíbani,“ segir leikkonan og lífskúnstnerinn Sandra Barilli sem hefur algjörlega slegið í gegn í sjónvarpsseríunni IceGuys. Sandra er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún fer yfir skrautlegt og skemmtilegt líf sitt á djúpum nótum.

Lífið