Geir vandar íþróttafréttamönnum ekki kveðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2017 05:51 Geir Þorsteinsson ákvað í upphafi árs að gefa ekki kost á sér aftur sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. VÍSIR/ANTON Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð hlutskörpust í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna en hún lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröðinni í golfi.Sjá einnig: Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég erÓlafía Þórunn Kristinsdóttir var að vonum hin ánægðasta er hún fékk hinn hóflega stóra verðlaunagrip í hendurnar gærkvöldi.Vísir/ErnirÍ næstu tveimur sætum á eftir henni í vali íþróttafréttamannanna voru knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson en sá síðarnefndi hreppti útnefninguna á síðasta ári. Íþróttaárið þeirra var engu minna gjöfult; íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, með þá tvo innanborðs, tryggði sér meðal annars þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Fyrir vikið varð liðið hlutskarpast í kjörinu á liði síðasta ár sem jafnframt var verðlaunað í gærkvöldi og þjálfari þess, Heimir Hallgrímsson, var valinn þjálfari ársins. Geir vildi engu að síður meir og sakaði íþróttafréttamennina sem stóðu að kjörinu um þekkingarleysi. Á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi kallaði hann eftir breytingum. „Þetta gengur ekki lengur,“ skrifaði Geir og lagði til að kjörið á íþróttamanni ársins yrði kynjaskipt. „Þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins.“ Hann treysti þó ekki íþróttafréttamönnum til að standa að valinu. Hann vilji þess í stað „fá til verkefnisins hundruði [sic] aðila sem til þekkja.“ Færslu Geirs má sjá hér að neðan.Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017 Tengdar fréttir Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31 Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15 Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð hlutskörpust í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna en hún lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröðinni í golfi.Sjá einnig: Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég erÓlafía Þórunn Kristinsdóttir var að vonum hin ánægðasta er hún fékk hinn hóflega stóra verðlaunagrip í hendurnar gærkvöldi.Vísir/ErnirÍ næstu tveimur sætum á eftir henni í vali íþróttafréttamannanna voru knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson en sá síðarnefndi hreppti útnefninguna á síðasta ári. Íþróttaárið þeirra var engu minna gjöfult; íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, með þá tvo innanborðs, tryggði sér meðal annars þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Fyrir vikið varð liðið hlutskarpast í kjörinu á liði síðasta ár sem jafnframt var verðlaunað í gærkvöldi og þjálfari þess, Heimir Hallgrímsson, var valinn þjálfari ársins. Geir vildi engu að síður meir og sakaði íþróttafréttamennina sem stóðu að kjörinu um þekkingarleysi. Á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi kallaði hann eftir breytingum. „Þetta gengur ekki lengur,“ skrifaði Geir og lagði til að kjörið á íþróttamanni ársins yrði kynjaskipt. „Þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins.“ Hann treysti þó ekki íþróttafréttamönnum til að standa að valinu. Hann vilji þess í stað „fá til verkefnisins hundruði [sic] aðila sem til þekkja.“ Færslu Geirs má sjá hér að neðan.Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017
Tengdar fréttir Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31 Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15 Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31
Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15
Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30