Lallana tryggði Englandi sigurinn í fyrsta leik Stóra Sams | Sjáðu markið og rauða spjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2016 18:00 Englendingar fagna sigurmarkinu. vísir/getty Adam Lallana tryggði Englandi 0-1 sigur á Slóvakíu í fyrsta leik liðsins undir stjórn Sams Allardyce. Liverpool-maðurinn skoraði eina leiksins þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lallana átti þá skot vinstra megin úr teignum sem Matus Kozácik, markvörður Slóvakíu, missti klaufalega undir sig. Englendingar eru nú komnir með þrjú stig í F-riðli í undankeppni HM 2018 en efsta liðið í riðlinum tryggir sér sæti í lokakeppninni í Rússlandi. Englendingar léku einum fleiri bróðurpartinn af seinni hálfleik eftir að Martin Skrtel, fyrirliði Slóvakíu, var rekinn af velli á 57. mínútu fyrir að traðka á Harry Kane. Lallana var besti leikmaður Englands í leiknum og hann komst nálægt því að skora þegar hann átti skot í stöngina á 76. mínútu. Skömmu síðar átti hann fínt skot sem Kozácik varði vel. Varamaðurinn Theo Walcott skoraði undir lok leiksins en markið var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar kom svo markið dýrmæta. Slóvakar voru mjög varfærnir og varnarsinnaðir og til marks um það áttu þeir ekki skot að marki í leiknum í dag. Í sama riðli gerðu Litháen og Slóveníu 2-2 jafntefli í Vilníus. Bostjan Cesar tryggði Slóvenum stig þegar hann jafnaði metin í 2-2 þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fedor Cernych og Vykintas Slivka skoruðu mörk Litháa á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik og heimamenn leiddu 2-0 allt fram á 77. mínútu þegar Rene Krhin minnkaði muninn. Cesar skoraði svo jöfnunarmarkið á elleftu stundu eins og áður sagði.Skrtel fær rautt Lallana skorar sigurmarkið HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Adam Lallana tryggði Englandi 0-1 sigur á Slóvakíu í fyrsta leik liðsins undir stjórn Sams Allardyce. Liverpool-maðurinn skoraði eina leiksins þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lallana átti þá skot vinstra megin úr teignum sem Matus Kozácik, markvörður Slóvakíu, missti klaufalega undir sig. Englendingar eru nú komnir með þrjú stig í F-riðli í undankeppni HM 2018 en efsta liðið í riðlinum tryggir sér sæti í lokakeppninni í Rússlandi. Englendingar léku einum fleiri bróðurpartinn af seinni hálfleik eftir að Martin Skrtel, fyrirliði Slóvakíu, var rekinn af velli á 57. mínútu fyrir að traðka á Harry Kane. Lallana var besti leikmaður Englands í leiknum og hann komst nálægt því að skora þegar hann átti skot í stöngina á 76. mínútu. Skömmu síðar átti hann fínt skot sem Kozácik varði vel. Varamaðurinn Theo Walcott skoraði undir lok leiksins en markið var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar kom svo markið dýrmæta. Slóvakar voru mjög varfærnir og varnarsinnaðir og til marks um það áttu þeir ekki skot að marki í leiknum í dag. Í sama riðli gerðu Litháen og Slóveníu 2-2 jafntefli í Vilníus. Bostjan Cesar tryggði Slóvenum stig þegar hann jafnaði metin í 2-2 þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fedor Cernych og Vykintas Slivka skoruðu mörk Litháa á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik og heimamenn leiddu 2-0 allt fram á 77. mínútu þegar Rene Krhin minnkaði muninn. Cesar skoraði svo jöfnunarmarkið á elleftu stundu eins og áður sagði.Skrtel fær rautt Lallana skorar sigurmarkið
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira